Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1972, Page 50

Faxi - 01.12.1972, Page 50
Hömlur haldbetri en fræðsla Þekktur sænskur geð- og félagslæknir, Niels Bejerot að nafni, hefir nýlega skrifað handbók um fikniefni og fíkniefnaneyzu. Mjög eftirtektarvert er, að Bejerot er ein- dregið fylgjandi ströngum dreifingarhömlum til að draga úr skaðlegum afleiðingum fíkni- efnaneyzlu, og er ófengi þar ekki undan skiiið. Bejerot ólítur fræðslu um óhrif efnanna gagnlega, en hann bætir við, að það séu aðrir þættir, sem gegna mikilvægara hlutverki i þessu sambandi, — þ.e.a.s. hversu auðvelt er að nó í cfnið. Hann sannar þetta tölfræðilega og skýrt í grein, sem hann nefnir: „Hvaða ólyktanir má draga af fíkniefnanotkun lækna?". Þar kemur fram, að um það bil einn hundraðshuti lækna- stéttarinnar í Bandaríkjunum er háður fíkni- efnum, — þ.e.a.s. 30—100 sinnum fleiri eit- urefnasjúklingar eru meðal þeirra en nokkurr- ar annarrar þjóðfélagsstéttar þar vestra. Af þessu m.a. dregur hann eftirfarandi á- lyktanir: „Menntun og þekking virðist vera veik vörn ef auðvelt er að afla efnanna. Jafnvel lækn- ismenntun veitir þannig enga vernd gegn fíkniefnaneyzlu". Samanburður, sem Bejerot læknir gerir á lögum margra landa um fíkniefnamál, leiðir afar skýrt í Ijós, að verst er ástandið, þar sem löggjöfin er frjólsust. Minnst er um skaðlegar afeiðingar fíkniefnanna, þar sem löggjöf er ströng og dreifingarhömiun beitt. Kiwanishreyfingin á tslandi er sífellt að færa út kvíarnar. Fyrir nokkrum árum var stofnaður klúbbur í Keflavík, og sl. haust annar í Garðinum, og nefnist hann HOF. Vígsluhátíðin var haldin í Stapa og fór hið bezta fram. Mikla athygli vakti skreyting Sævars Helgasonar á salarkynnum. A mynd- inni hér fyrir ofan sést Ólafur Einarsson, forseti Kiwanis á íslandi, afhenda Baldvini Njálssyni, form. HOFS, stofnskjal hreyfingarinnar. (Áf eng is va rna ráð) Aukning á farþegaflutningum Allmikil aukning hefir orðið á farþegaflutn- ingum Flugfélags íslands það sem af er þessu ári, miðað við sama tímabil í fyrra. Farþegum hefir fjölgað í áætlunarfluginu, bæði innan- •ands og milli landa, en örlííið færri farþegar hafa verið fluttir í leiguflugi en á sama tima í fyrra. Fyrstu níu mánuði yfirstandandi árs voru millilandafarþegar félagsins í áætlunar- flugi 59.552, en voru 55.897 á sama tíma- þili í fyrra. Aukning er 6,5% Hvað innan- andsflugið áhrærir er aukningin öllu meiri. Innanlandsfarþegar á sama tímabili voru nú 126.089, en voru 109.557 fyrstu níu mánuði fyrra árs. Auking er 15,1%. Samtals er aukning á áætlunarfluginu 12,2%. I leigu- flugi hafa nú verið fluttir 26.864 farþegar, n voru 27.857 á sama tímaþili í fyrra. Lækk- un 3,5%. Alls hafa flugvélar Flugfélagsins í millilanda- innanlands- og leiguflugi flutt 212.505 farþega á fyrstu niu mánuðum þessa árs, og er það tæplega 10 af hundraði fleira en á sama tíma sl. ár. GLEÐILEG JÓL! GOTT OG FARSÆLT NÝTT ÁR! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. LANDSBANKl ÍSLANDS, Útibúm á Suðurnesjum 222 — F A X I

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.