Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1972, Blaðsíða 81

Faxi - 01.12.1972, Blaðsíða 81
Kínverjar eru mjög hjátrúarfullir, varð höfðinginn lostinn skelfingu og sneri sér til manna sinna og kallaði: — Heyrið þið, menn mínir, þessi húsagarður hlýtur að vera fullur af illum öndum. Við getum ekki séð þá, en hesturinn hefur orðið þeirra var. Enginn ykkar skal fara þarna inn. Ekki einn einasti! Og svo reið hann þaðan burt á harðaspretti í fylgd með öllum sínum mönnum, til annars hluta borgarinnar. Við vitum ekki, hvað hesturinn sá og hræddist. En í Biblíunni er fyrir löngu talað um ösnu Bileams, að hún sneri sér við á veginum og fór út af honum. Og við vitum, að það er enn jafn auðvelt fyrir Drottin að senda engil sinn með brugðnu sverði eins og þá. Einnig vitum við nú árangurinn af þessari bæn litlu stúlkunnar. Trúboð- inn þarna í borginni hefur sagt frá því, að afi hennar kom á trúboðsstöð- ina daginn eftir, og þegar þeir hitt- ust, voru tár í augum þessa dramb- sama Múhameðstrúarmanns. — Hugsið ykkur, sagði hann, — hugsið ykkur, að allan tímann hefur litla stúlkan haft á réttu að standa, en ég hef haft á röngu að standa. Fræðið mig nú um þennan volduga Guð, sem svarar bænum á þennan hátt. Kennið mér að biðja. Skólabörn syngja Bjallan hringir — búin er stundin hæ-faderí-fader-alla-la. Ærslafull og létt er lundin, hæ-faderí-fader-alla-la. Við erum ung og æskuglöð, eigum samt að ganga I röð. Hæ-faderí-fader-alla-la. Við megum ekki inni húka, hæ-faderí-fader-alla-la. Það er fyrir þreytta og sjúka, hæ-faderí-fader-alla-la. Við erum frjáls sem fjallablær, fyrsti snjórinn kom í gær. Hæ-faderí-fader-alla-la. Við skulum hoppa, hlæja, syngja, hæ-faderí-fader-alla-la. Einatt þegar hóf er hæst, hoppum meðan leyfið fæst. Hæ-faderí-fader-alla-la. Margrét Jónsdóttir HA-HA-HE-HE Ólafur: Heyrðu, mamma, ert þú ekki fædd á ísafirði? Mamma: Jú, ég er fædd þar. Ólafur: Og pabbi í Reykjavík? Mamma: Já, það er rétt. Ólafur: Og ég er fæddur á Akureyri? Mamma: Já, það ættir þú nú ekki að þurfa að spyrja um, drengur. Ólafur: Nei, en finnst þér ekki skrítið, mamma, að við skyldum öll hittast? LAUSN Á KROSSGÁTU NR. 2 R 7 3 s 4. T /4 L L A 6. s L / O Ð S A R A Það er beðið eftir Karli frænda. Hann hafði einhvern tíma misst allt nefið. Mamma segir þess vegna við Harald litla, að hann megi ekki tala um nef- ið við Karl frænda. Hann skuli bara ekkert láta bera á því, þótt þetta sé svona. Þegar Karl frændi kom, sat Haraldur lengi þegjandi, en svo segir hann: — Mamma, þú sagðir að ég skyldi ekki tala um nefið á Karli frænda, en hann hefur þá alls ekkert nef. Dægradvöl 1. Maður kaupir pappírsvörur fyrir 2 krónur og fær kaupmanninum 5 kr. seðil. Kaupmaðurinn getur ekki skipt, en skreppur út í næstu búð og fær seðlinum skipt í fimm krónupeninga. Þegar viðskiptavinurinn hefur fengið pappírinn og þrjár krónur til baka, fer hann. Skömmu síðar kemur búðar- maðurinn, sem skipt hafði seðlinum og segir, að hann sé falsaður. Kaup- maðurinn fær honum ófalsaðan fimm króna seðil í staðinn. Hve miklu hef- ur kaupmaðurinn tapað á þessum við- skiptum, í vörum og peningum? 2. Hvaða minnsta andafjölda er hægt að komast af með, ef þær eiga að synda í fylkingu, sem hér segir: Tvær endur á undan einni önd, tvær endur á eftir einni önd, ein önd á milli tveggja anda? 3. Kunnugt er, að það þarf tólf eins- eyringsfrímerki í eina tylft. Hvað þarf þá mörg tveggja aura frímerki í eina tylft? 4. Faðir og tveir synir hans koma að ferjustað. Faðirinn vegur 100 kg og synirnir 50 kg. hvor, en ferjan tekur aðeins 100 kg. Hvernig geta þeir allir komizt yfir ána á ferjunni? 5. Tvær járnbrautarlestir í hundrað mílna fjarlægð hvor frá annarri, aka eftir sömu brautinni, hvor á móti ann- arri. Önnur fer með 60 mílna hraða á klukkustund, en hin með 40 mílna hraða. Býfluga er á flugi með 25 mílna hraða á klukkustund. Hve langa leið hefur hún flogið, þegar lestirnar mætast, ef hún hefur lagt af stað jafnt og þær? Lausn á bls. 255 F A X I — 253
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.