Faxi - 01.12.1972, Qupperneq 40
„Stórborgir eru preytandi, en
hafa einnig sína góðu kosti ”
— segir Jónína Ólafsdóttir, leikkona, sem býr í London, en kom heim um jólin
— Jólin eru erfiðust fyrir mig, bú-
setta í Englandi. Þá leitar hugurinn heim.
Jólahaldið þar ytra er svo frábrugðið því,
sem ég átti að venjast heima. Jólaundir-
búningurinn hefst snemma í desember og
þá snýst allt í kringum þau, en á sjálfum
jólunum er dýrðin í öfugu hlutfalli við
umstangið. Menn gera sér þá dálítinn
dagamun, aðallega í mat, og skömmu
seinna er jólatréð komið út í öskutunnu.
Áramótin eru heldur tilbreytingarlaus,
kannski heimasamkvæmi, og menn gleðj-
ast við glas. Ég saknaði hátíðarandans,
sem einkennir jólin hér heima, og er
lengi búin að miða að því að komast
heim um jólin, — til Keflavíkur.
Þetta voru orð frú Jónínu Ólafsdóttur
Scott, sem nú dvelur ásamt manni sínum,
David, og 7 mánaða dóttur, í foreldra-
húsum, eftir nokkurra ára dvöl í Eng-
landi. Þeir, sem séð hafa barnaleikritið
„Týndi kóngssonurinn“, er sýnt var í
sjónvarpinu fyrir nokkrum árum og end-
ursýnt fyrir nokkru, muna vafalaust
eftir Jónínu, sem fór þar með hlutverk
Eyju, af kvenlegum glæsileik.
Það leynir sér ekki ó svipnum, að Jónínu
— „Týndi kóngssonurinn" var tekinn
upp áður en ég 'hélt utan, svo ég hef
ekki enn getáð séð hvernig það heppn-
aðit. Síðasta þættinum var um það bil að
ljúka, þegar ég var að stíga að nýju á ís-
lenka grund, svarar Jónína, aðspurð um,
hvort hún hafi séð sjálfa sig á sjónvarps-
skerminum, — og ég er himinglöð yfir
að vera komin heim, þótt dvölin verði
ekki löng í þetta skipti, aðeins rúmur
mánuður.
Á meðan David, eiginmaður Jónínu,
reynir að koma Sonju litlu dóttur þeirra,
í svefn, — en nýtt umhverfi hefur raskað
dálítið svefntíma hennar — berst talið
auðvitað að leiklist, en allt frá æsku hef-
ur Jónína hrifizt af Thalíu. Fyrst nam
hún í leiklistarskóla Leikfélags Reykja-
víkur, undir handleiðslu Gísla Halldórs-
sonar, Helga Skúlasonar og Steindórs
Hjörleifssonar, en síðan lá leið hennar
til London, í Central School of Drama,
þar sem hún lauk prófi árið 1967. Um
árangur sinn vill Jónína lítið ræða, en
styrkur, sem henni var veittur á öðru
námsári til áframhaldandi náms við
r til jólanna — heima
skólann og er kenndur við stofnandann,
Else Fugerty, talar sínu máli um frammi-
stöðuna.
Eftir heimkomuna fékk Jónína að
spreyta sig svolítið á 'fjölunum, m.a. í
Þrettándakvöldi Þjóðleikhússins og Snjó-
karlinum okkar, eftir Odd Björnsson. En
íslenzkir leiklistarunnendur fengu skammt
að njóta hæfileika hennar. Árið 1969
kvaddi hún gamla Frón og hélt utan til
Englands að nýju, þar sem mannsefnið,
David Scott, leikhúsmaður, beið hennar,
en þau kynntust í leiklistarskólanum.
— Þótt 'hjónabandið sæti í fyiirrúmi,
ætlaði ég alls ekki að segja skilið við
leikhúsið. í annan stáð ætlaði ég að
reyna fyrir mér á ensku leiksviði — og
gerði. Fyrsta sumarið dvöldum við í
Wolverhamton, og þar spreytti ég mig í
nokkrum leikvukum, einkum þó Shake-
speare.
Og þá vaknar sú spurning, hvort svip-
að sé að starfa í íslenzkum og brezkum
leikhúsum?
— Á margan hátt er það svipað, en
mér finnst þó að halda verði betur á
212 — F A X I