Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1972, Blaðsíða 8

Faxi - 01.12.1972, Blaðsíða 8
Séra Guðmundur Guðmundsson ADEINS TVISVAR — MESSUFALL — VEGNA VEÐURS, — Rætt við séra Guðmund Guðmundsson, prest á Utskólum ÚtskálahúsiS er eitt fyrsta húsið, sem ég man eftir, frá bernskudögunum. Há- reist og tignarlegt bar það við vestur- himininn, heiman frá mér séð, ljósmál- að með rauðu þaki, og gnæfði yfir önn- ur hús, þar sem það stóð á Útskála- hólnum — einu fegursta bæjarstæði í Garðinum. Framan af ævinni var ég tíð- ur gestur á Útskálum, enda átti ég þá heima skammt frá og síðan skipar stað- urinn ávallt sérstakan sess í hugskoti mínu. í seinni tíð hafa ferðir mínar verið fáar að Útskálum, alltof fáar, en eigi að síður andaði á móti mér hlýjan frá þeim prestshjónunum, séra Guðmundi Guð- mundssyni og frú Steinvöru Kristófers- dóttur, er þau heilsuðu og buðu mer að ganga í bæinn, en erindi mitt var að eiga svolítið spjall við þau í tilefni þess, að 20 ár eru liðin, síðan séra Guðmundur hóf að gegna Útskálaprestakalli. Eftir að ég hafði fengið mér sæti í stofunni og ætlaði að byrja rabbið, fann ég fljótt, að starf prestsins nær langt út fyrir hin ýmsu embættisverk. Þótt kvöldi væri tekið að halla urðum við tíðum að gera hlé á rabbi okkar, þegar síminn hringdi og sóknarbörn séra Gúðmundar þurftu að ná tali af honum. — Ég var búinn að frétta á skotspón- um, að verið gæti að Útskálaprestakall losnaði innan tíðar, svaraði Guðmund- ur þegar ég innti hann eftir því, hvenær honum hafi komið til hugar að sækja um prestakallið. — Ég hafði aldrei ætlað mér að vera mjög lengi í Bolungarvík, og svo vissi ég að ungan mann, sem var fæddur og uppalinn í Bolungarvík, lang- aði mjög til að þjóna þar, sér Ingiberg Kristjánsson, sem er nýorðinn prestur í Kópavogi, og það 'hvatti okkur frekar til að sækja um annars staðar. Að flytja búferlum og hazla sér völl í nýju umhverfi, með nýju fólki, getur haft ýmsa erfiðleika í för með sér, svo ég spyr séra Guðmund, hvort ákvörðunin um umsóknina hafi ekki kostað nokkrar vangaveltur. — Að ýmsu var að hyggja“, segir séra Guðmundur, — og auðvitað var vilji konunnar þungur á metunum,“ og nú vísar hann til konu sinnar, frú Steinvarar. — Þótt gott væri að búa fyrir vestan, að mörgu leyti, var það ætlan okkar að flytja seinna meir súður á bóginn, það langar flesta, og eftir að hafa skoðað mig um hérna, var þetta ekki erfið á- kvörðun, segir frú Steinvör, og bætir við: — Ég þekkti varla nokkurn annan á Suð- urnesjum, en Hallgrím Th. Björnsson, kennara og fyrrum ritstjóra, og hann tók okkur af mikilli velvild. Kom okkur í kynni við Ragnar Guðlaifsson og Guð- björgu Sigurðardóttur, konu hans, ætt- aða héðan, sem fóru með okkur út í Garð, til Guðna Ingimundarsonar og konu hans, Ágústu Sigurðardóttur, en þau, ásamt Sveinbirni Árnasyni, urðu okkar styrkasta stoð í byggðarlaginu og vildu allt fyrir ofckur gera, af sinni al- kunnu velvild og góðsemi. Prestshjónin sögðu, að svo hafi það raunar verið með alla, sem þau leituðu til, og síðan víkjum við talinu örlítið að prestskosningunni, og ég spyr séra Guð- mund, hvort honum hafi ekki þótt von- lítið að sækja um gegn presti, sem var vel kunnugur í Garðinum, og bróðir frá- farundi prests. — Margir voru þeir, sem töldu möguleika mína litla, en eftir að hafa talað við einn vin minn, glöggan mann og greindan, lét ég slag standa. Hann taldi íslendinga vera þannig að eðlisfari, að þeim væri ekki um það gef- ið að láta skyldleika mikið ráða vali sínu, og hann hafði rétt fyrir sér. Síðan mess- aði ég þrívegis í Útskálasókn, einu sinni í kirkjunni hérna, einu sinni í Hvalsnes- kirkju og einu sinni í Samkomuhúsinu í Sandgerði, fyrir gamla fólkið, sem erfitt átti með að komast í kirkju, en bifreiðar voru þá ökki eins mikil almenningseign og nú til dags. Þegar ég spurði séra Guðmund um, hvort honum hefði ekki komið til hugar að sækja um Keflavíkurprestakall, sagð- ist hann ekki muna til þess. Hann hafði vitað um skiptinguna, en honum hafi sýnzt Útskálaprestakallið hæfilega stórt, 180 F A X 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.