Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1972, Side 47

Faxi - 01.12.1972, Side 47
skjótt og hún sá dvergana, breiddi 'hún út faðminn og hrópaði — Dvergarnir mínir. . . . Dvergarnir litu undrandi upp, og Nix- on varð svo hverft við, að hann rak oln- bogann á kaf ofan í súpudisk bróður síns og svelgdist á. — Eh.... Hver er manneskjan? spurði Júmbó hæversklega. — Þekki'ð þið mig Ðkki? Ég er hún Mjallhvít, sem bjó einu sinni meðal ykk- ar. (Já, nú man ég þáð, Prinsessan, sem þeir höfðu bjargað forðum, hét einmitt Mjallhvít, svo að þetta hlaut að vera sama manneskjan. Dvergarnir ætluðu varla að trúa sín- um eigin augum (Mjallhvít hafði líka breytzt mikið öll þessi ár, sem þeir höfðu ekki séð hana — og ekki hafði hún fríkkað með aldrinum)., en gengu samt brosandi til hennar og heilsuðu. Gvendur var í þann veginn að færa henni par af vettlingum, en Mambó hnippti í hann og gaf honum bendingu um að hætta við það. — Það er naumast ég er búin að leita að ykkur. Ég ætlaði bara aidrei að finna húsið ykkar. En ihingað er ég komin og ég ætla að bjóða ykkur að koma heim með mér og vera hjá mér og manninum mínum — alla vega yfir jólin. Dvergarnir urðu himinlifandi og svo fóru þeir með drottningunni, en hún átti heima í öðru landi; stóru og fallegu. Ðvergarnir voru í höllinni hjá Mjalihvít yfir jólin og skemmtu sér konunglega. Seinna kynnti hún dætur sínar sex fyrir þeim, en þær voru nú orðnar uppkomnar og giftar mikils metnum mönnum, nema sú elzta, sem átti að verða drottning eftir daga Mjallhvítar. Hún var gift bónda- syni. Dætrum Mjallhvítar fannst dvergarnir svo kemmtilegir, að þær vildu endilega að þeir ættu heima á meðal þeirra — og þá gætu þær líka haft þá fyrir barnapíur, ef þær þyrftu að skreppa í bíó. . . . Dvergarnir ,sem voru mjög barngóðir, þáðu boðið og bjuggu upp frá því í höll Mjallhvítar og dætra hennar sex, þar til þeir dóu allir úr dvergagigt eða einhverju. Enginn veit nú lengur hvernig hægt er að finna litla húsið þeirra í skóginum á eyjunni fögru, en allir vettlingarnir voru gefnir í Pakistansöfnunina. Kannski hafa þeir komið áð einhverj- um notum eftir allt saman. Hver veit? Þorsteinn Eggertsson Verðlaunin eru: MYNDAVÉL og LISTAVERKABÓK Svo skemmtilega vill til, að bóðar myndirnar (sem til verðlauna unnu) eru eftir 1 1 óra börn í Barnaskóla Keflavíkur, þau Sigmar Vilhelmsson (efri mynd), og Kristínu Halldórs- dóttur (myndin til hægri). Jæja — loksins eru þó úrslitin róð- in í teiknisamkeppninni okkar. Ef satt skal segja fengum við ekki nema 34 myndir í allt — og sumar þeirra fremur hroðvirknislega eða lítt unn- ar. Samt var ein og ein mynd, sem okkur fannst nothæf, og ókvóðum við að veita tveim þeirra verðlaun. Ég vil nota tækifærið hér með og óska sigurvegurunum til hamingju. þorn. Úrslit teiknimyndasamkeppninnar F AX I — 219

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.