Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1972, Side 54

Faxi - 01.12.1972, Side 54
afburða skákmann á stúdentamótinu í Reykjavík, þar sem hann tefldi á 1. borði. Tal var nú orðinn þekktur meistari í heimalandi sínu og reyndar í skákheim- inum, en hann hafði einsett sér að ná hærra marki, því eina sem eftir var, sjálfri heimsmeistaratigninni. Til að koma sem bezt undir þá við- ureign búinn, eftir að hafa áunnið sér réttinn, til einvígis við Micael Botvinnik, tefldi Tal hvað mest hann mátti í mörg- um mótum. Þriðjudaginn 15. marz 1960 hófst ein- vígið í leikhúsinu í Moskvu. í fyrri hluta einvígisins náði Tal 3ja vinninga for- skoti, sem Botvinnik tókst að minnka um einn, og þegar að 17. skákinni kom, notaði Botvinnik Caro-Kann vörn, og fékk betri stöðu, vann eitt peð, síðan annáð. Eftirvæntingin var mikil, skyldi honum takast að vinna þessa skák? Þegar sigurinn virtist blasa við Botvinn- ik, gerði hann alvarlega skyssu í tíma- hraki, sem reyndar hrjáði báða. En Tal var að vanda fljótur að koma auga á af- leikinn, fórnaði hrók og vann. Þetta var upphafið að endalokunum. Að vinna upp þriggja vinninga forskot í sjö skákum var ógerlegt, og sú varð líka raunin. Laugardaginn 7. maí 1960 þáði Tal jafnteflisboð Botvinniks, og þar með var hann kominn með 12>2 vinning. Settu marki var náð. Gamla kempan, Botvinnik, hafði þó ekki sungið sitt síðasta vers sem skák- maður. Samkvæmt þágildandi regluin, átti hann rétt að gera tilraun til að endur- heimta titilinn, ári seinna, og það tókst. Þótt Tal hafi verið í fremstu röð skák- manna síðan, hefur honum ekki tekizt að ávinna sér réttinn að nýju til að tefla um tignina, enda ekki heill heilsu. Eigi að síður teflir hann ávallt skemmtilega, sókndjarfur og slunginn í leikfléttum, eins og við fengum að sjá, þegar hann tefldi á skákmótinu í Reykjavík, árið 1964. Hvítt: M. Tal Svart: V. Smyslov Caro-Kann vörn. 1. e4 c6 2. d3. Óvenju hlédrægur leik- ur hjá sóknarskkákmanni eins og Tal. Hann hefur ef til vill ætlað sér að tefla Kóngindverska vörn með skiptum litum. 2. — d5. 3. Rd2 e5. Lítur vel út, þar sem svartur virðist nú fá gott vald á mið- borðinu, en leikurinn reynist ekki að sama skapi eins vel. 4. Rgf3 Rd7 5. d4! Þessi hvassi leikur, sem býr yfir duldum krafti, færir hvítum yfirráð miðborðsins, auk hraðari útrás- ar manna hans en svarts. 5. — dxe4. 6. Rxe4 exd4. 7. Dxd4 Rf6. 8. Bg5 Be7. 9. 0—0—0 O—O. 10. Rd6 Da5. Svartur áræðir ekki að drepa riddarann, vegna þess hve dökku reitirnir í stöðu hans veikjast. 11. Bc4 65. 12. Bd2 Da6. 13. Rf5! En ekki 13. Bb3? vegna 13. -c5 og svart- ur vinnur mann. 13. — Bd8. 13. - Bc5 virðist skarpari leikur, en svartur hefur viljað halda biskupnum í vörninni. 14. Dh4! Eiginlega þvingað áfram- hald. Með því að fórna biskupnum við- heldur hvítur sókninni. 14. — bxc4. 15. Dg5 Rh5 (?) Hér kom 15. - g6 mjög til greina. Hvítur leik- ur þá sennilega 16. Bc3 og staðan er flókin og tvísýn. 16. Rh61 Kh8. 17. Dxh5 Dxa2. 18. Bc3 Rf6. Með þessum leik ætlar Smyslov að hrekja drottninguna burtu, og hótar auk þess áð skáika á al. Við þessu hefur Tal reiðubúið snilldarlegt framhald. 19. Dxf7H Þrumuleikur, sem Smyslov á enga fullnægjandi vörn gegn. Ef nú 19. - Hxf7, þá 20. Hxd8t og mátar. 19. — Dalt- 20. Kd2 Hxf7. Ef 20. - Dxdlt, þá 21. Hxdl Hxf7. 22. 23.Rxf7t ásamt Rxd8 og vinnur. 21. Rxf7t Kg8. 22. Hxal Kxf7 23. Re5t Ke6. 24. Rxc6 Re4. 25. Ke3 B661. 26. Bd4 og Smyslov gafst upp. PEUGEOT 404, STATION FERÐABÍLL ÁRSINS, RÚMGÓÐUR, ÞÆGILEGUR, SPARNEYTINN, TRAUSTUR OG ENDINGARGÓÐUR HAFRAFELL Grettisgöfry 21 - Simi 23511 226 — F A X I

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.