Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1972, Page 32

Faxi - 01.12.1972, Page 32
Skynjaði fyrst hátíðleika jól - anna pegar ég kom til islands — segir Marshall Thayer, blaðafulltrúi og Eitt hið allra sjaldgæfasta hér á jörð er áreiðanlega Bandaríkjamað- ur, sem talar íslenzku. Þó rakst ég af til- vifjun á einn slíkan mann, ekki alls fyrir löngu, í Njarðvíkunum. Þar sem ég veit að tunga okkar íslendinga er erfitt mál í meira lagi fyrir útlendinga að læra, bæði hvað framburð og málfræði snertir, vekja þeir menn jafnan forvitni mína, sem lagt ihafa sig í líma við að ná valdi yfir þjóðtungu okkar, — og tekizt það. í annan stað sá ég mér leik á borði með að fá efni í viðtal, ef þessi viðkunnanlegi maður samþykkti. „Gerðu svo vel og gakktu í bæinn“, sagði hann, „en um hvað eigum við að spjalla?" Ég hugsáði málið á meðan ég gekk inn í íbúðina, sem hann leigir í Ytri-Njarðvík. „Ja, nú lágu Danir í því, maðurinn vildi auðheyrilega andlegt viðtal um ákveðið efni. Þetta verður að ráðast“. „Ég heiti Marshall Thayer, í Lions- klúbbnum er óg kallaður Þeyr, íslenzkt nafn. Ég og tvíburarnir, Tryggvi og Palli, erum bara heima eins og stendur, en konan mín, Ása Tryggvadóttir, ættuð frá Akureyri, og Ellen María, dóttir mín, skruppu í verzlanir. Ég vona að þær komi bráðum". Á meðan Marshall tjáði mér þetta, leitaði ég hugarfylgsnum mínum að ein- hverri spurningu, til að bjarga mér út úr vandanum, og mér flaug í hug ísland í augum útlendings, bæði land og þjóð. „Ég hef verið beðinn að svara svip- aðri spurningu áður, ísland í augum ferðamanns, ekki í máli, heldur mynd- um,“ sagði Marshall. „Þegar óg kom fyrst til íslands, nýútskrifaður myndlist- arkennari, og falaði vinnu sem teiknari, var ég einmitt beðinn að reyna að sýna á teiknipappírnum, hvernig land og lýð- ur liti út í minum augum, en mér finnst eiginlega erfiðara að svara þessari spurn- ingu núna. Ég er orðinn svo mikill íslendingur í mér, að því er konan mín segir. Samt skal ég reyna.“ myndlisfarmaður Marshall verður íbygginn á svip, tek- ur höndum um kné sér og svarar eftir dálitla umhugsun: „Hjálpsemi íslendinga var eitt hið fyrsta, sem ég tók eftir þegar ég kom hingað. Menn gera náunganum greiða, án þess að krefjast nokkurs í staðinn. Slíka hjálpsemi þekkti ég ekki, hvorki frá heimabæ mínum, Mount Pleasant í Iowa, né annars staðar, sem ég hafði dvalið. Þar vildu menn helst fá peninga eða tvöfaldan greiða í staðinn fyrir greiða, en á íslandi er fólk ekkert nema hjálpsemin, ef eitthvað bját- ar á, og telja það ekki eftir sér. Ég ætlaði að fara að leggja orð í belg, en Marshall var ekki búinn að tala út. „Trygglyndi ykkar er einnig meira en ég átti að venjast, já, trölltryggir, það var orðið, sem ég ætlaði að nota, og ég skal nefna dæmi um það. Þegar ég kom til landsins fyrst, fannst mér menn fáskiptir, seinteknir og ekki árennilegir til viðkynn- ingar, en fljótlega fann ég, að þetta var bara skel, og þegar maður var kominn inn úr henni, hafði maður eignazt vin í bsztu merkimgu þess orðs, og þeir urðu margir. Þegar ég kom síðan hingað eftir nokkurra ára dvöl í USA, tók það mig ekki nema hálfa klukkustund að komast inn í vinahópinn aftur, en í heimabæ mínum gat ég þetta ekki, tengslin höfðu rofnað og menn kærðu sig ekki um að endurnýja þau“. Næst segist Marshall mér að 'hann hafi teiknað, 'bæði fyrir Morgunblaðið og Kassagerðina, meðan hann dvaldi hér í fyrra sinnið. Hann hélt sig mikið á Mokka, eins og ungu og sönnu lista- mannsefni sæmir. Þar kynntist hann eiginkonu sinni, og þáð er ekki laust við að rómantískum svip bregði fyrir á and- liti hans. Hvað annað? Útþráin virðist hafa verið Marshail í blóð borin, þótt ekki sé vitað til að Vík- ingaiblóð renni í æðum hans. „Strax fjórtán ára gamall var ég á- kveðinn í áð heimsækja eitthvert þess- ara þriggja landa, Ástralíu, ísrael eða ísland.“ M'g langaði tii að vita ástæðuna til þess, og hvort hann hafi óttast að verða utanveitu í framandi landi. Ellen María, 7 ára7 Marshall Thayer, og tvíburarnir, Paul og Tryggvi, 5 ára 204 — F A X I

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.