Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1972, Blaðsíða 43

Faxi - 01.12.1972, Blaðsíða 43
V ? Fyrsta smásaga ungs Keflvíkings. Faxa veitist sá heiður, aS kynna yerk ungs Keflvíkings, hið fyrsta sem birtist eftir hann á prenti Vonandi lætur hinn ungi maður, sem hefur valið sér skáldanafnið „Fóstri", ekki staðar numið á rithöfundarbrautinni, svo lesendur geti átt von á fleiri sögum eftir hann. ur í Mælifell í leit að fjórum kindum, er hann vantaði, og þegar hann var á leið heim aftur um kvöldið með þrjár af án- um, rakst hann þá ekki á þann hvíta yfir fjórðu ánni, sem hann vantaði, og auð- vitáð var rebbi búinn að drepa hana, og fleiri höfðu kvartað. Jæja, það dugir ekki að liggja svona. Valur snaraðist fram úr rúminu og flýtti sér í fötin, fór síðan fram í geymslu og vopnifi Valur bóndi í Hlíð geispaði og leit á klukkuna. Hún var 6. Jæja, það var víst kominn tími til þess að fara á fætur, ef hann ætlaði alla leið norður í Mælifell í dag, en um það var ekki að fást, 'hann varð að ná dýrbítnum, hvað sem það kostaði. Honum hafði verið falin grenjavinnsla í vor og einnig samþykkt að fara í vetr- arferðir, ef skolli færi að bíta, og nú vru bæði Jón frá Rjúpnafelli og bræð- urnir Hörður og Friðrik í Efri-Hlíð, búnir að kvarta um dýrbít við hann. Þeir Efri-Hlíðar bræður 'höfðu farið til rjúpna í fyrradag og þegar þeir voru komnir upp að Selmel, sáu þeir hrafns- mergð norð-austur af melnurn, og drifu þeir sig þangáð. Það var svo sem auð- vitað, þarna lá dauð rolla, sem annar þeirra átti, drepin af helvítis tófunni. Snoppan nöguð af, sögðu þeir, jú, hann kannaðist við markið. Það var sá hvíti, sem hafði sloppið hjá tófuskyttunr und- anfarin ár, og síðast hjá honum sjálfunr í vor, úr greninu norðan í Mælifelli, og svo 'hafði Jón á Rjúpnafelli farið norð- opnaði skáp einn rammbyggilegan, tók út skothylkjabelti og- spenntr unr rrrittið. Síðan seildist hann aftur inn í skápinn og kom út með nýjan riffil með sjón- auka á. Nú skyldi fást úr því skorið, hvort finnska gæðavopnið, Sako 243 væri einhvers megnugt gegn skolla. Hann glotti napurt, og lokaði skápnum aftur,, gekk síðan fram í eldhús og fókk sér að borða, tók síðan bakpokann og leit í hann. Vel hafði blessuð konan búið hann út í gærkvöldi, kjöt, srnurt brauð, mjólk, harðfiskur og smjör, einnig þurrir sokk- ar, ef hann svitnaði mikið á göngunni. Valur snaraði pokanum á bakið og leit inn í svefnherbergið. Þau sváfu enn, konan hans og sonurinn. Hann lok.aði lrljóðlega dyrununr og gekk út úr hús- irtu. Heldur var hann napur svona i morgunsárið, enda engin furða. Það var 10 stiga frost og komið fram í miðjan desember og haugsnjór unr allt. Valur sté á skíðin, snaraðist að hundahúsinu og kallaði: „Neró, komdu karlinn!" en enginn kom. Það gat nú skeð, helvítis hundurinn farinn á lóðarí einu sinni enn, alltaf sama sagan með þessa hunda. Þegar átti að nota þá, voru þeir víðs fjarri. Ekki þýddi áð tala um það. Hann varð þá að fara 'hundlaus, þótt hábölvað væri. Hann axlaði riffilinn og lagði af stað. Upp úr hádeginu var Valur kominn upp á heiðarbrún. Hann stoppaði og horfði í kringum sig. Hvergi neitt kvikt að sjá og varla sást á dökkan díl nerna Oddsgilið, sem glotti tröllslega móti hon- um með svörtum hamrabeltum sínum. Aftur af stað. Nú var stefnan tekin á Viðfellið, og eftir tæplega tveggja tíma göngu náði hann rótum þess. Gat skeð, þarna var nýleg slóð eftir tófu, og stefndi hún í norð-vestur, í átt að Mælifelli. Það hlaut að vera sá hvíti. Bezt að fylgja henni. Eftir að hafa rakið slóðina í tvo tíma fer Val að svengja, svo hann sezt niður og fær sér bita, til að seðja hungur sitt. En bíðum nú við. Er ekki eitthvað þarna í urðinni, • rétt fyrir neð- an? Valur grípur riffilinn og kíkir. Það lá að, þarna var rebbi að læðupokast í kringum rjúpnahóp, bersýnilega í veiði- hug. Valur hleður riffilinn og skríður að steini, leggst niður og mundar riffilinn. Nú má honum ekki mistakast. Refurinn er með allan hugann við veiðarnar og tekur ekki eftir neinu. Valur lyftir vopn- S M Á S A G A eftir „Fóstra" j inu og horfir á refinn gegnum kíkinn. Nú ber hann í miðjan krossinn og Valur tek- ur hægt í gikkinn, og dýrbíturinn fellur dauður í snjóinn. Dagsverkinu er lokið. Valur tekur dauðan refinn, slengir honum á bak sér og gengur heimleiðis. Sakoinn hafði stað- izt prófið. Dýrbíturinn var fallinn. Fóstri F A X I — 215
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.