Faxi - 01.12.1972, Blaðsíða 63
SIGLT
í augum íslendinga, reyndar allra
Norðurlandaþjóðanna, hefur Miðjarðar-
hafið löngum verið „ímynd hins enda-
lausa bláma hafs og himins".
Málarar víðsvegar að sækja þangað í
stríðum straumum, horfa heillaðir á
sterka liti láðs og lagar og reyna að
festa þá á léreft sér til frægðar, en öðr-
um til augnayndis.
Skáldin koma þangað líka hvaðanæva,
skrifa sögur og yrkja ljóð um fegurð
hafsins, vaggandi pálma, borgirnar bað-
aðar í hvítri sól, heillandi kvöld með
lýsandi hálfmána, ljúfum söng og róm-
antískum gítarleik lífsglaðra og léttlyndra
Suðurlandabúa. Og Norðurlandabúinn
verður ör og hrífst með.
Þegar hann svo skýrir þessar tilfinn-
ingar sínar á pappírnum, líkir hann þeim
við ölvun og vín, og svo oft er þessi sam-
líking endurtekin, að maður skyldi ætla
að öll stig tilfinningahitans væru rnæld í
ölvun og víni.
Ég get heldur ekki neitað því, að allt
frá því að ég fór að gera mér grein fyrir
því, að heimurinn væri stærri en svo, að
hann sæist úr einum bæjardyrum, greip
útþráin mig strax mjög föstum tökum, og
ég óskaði þess, að mér yxu sem fyrst
þeir vængir, sem væru færir til þess að
bera mig til óskalandanna og víðsýnis
hins stóra heims.
En lengi varð ég aðeins að láta mér
nægja að lesa bækur þeirra ,sem ferðast
höfðu, en sitja sjálfur urn kyrrt heima á
hólmanum, sem flestunr unglingum þykir
TIL SUDURS
FRÁSOGN SIGURÐAR BRYNJÓLFSSSONAR
svo þröngt meðan útþráin brennur þeim
örast í brjósti, en þrá svo, eftir að fjöll
hans eru horfin í haf fjarlægðarinnar,
meira en þeir hefðu nokkru sinni getað
látið sér detta í hug.
í þessum drauma-ferðalögum mínum
stefndi hugurinn ævinlega í eina átt, —
í suður.
Ég hafði aldrei neina tilhneigingu til
þess að fylgja þeim Anrundsen og Vil-
hjálmi Stefánssyni um ísbreiður norðurs-
ins, en ég brauzt inn í myrkviði frum-
skóganna með þeim Stanley og Living-
stone.
Með þeim barðist ég við gráðugar
mannætur, sem ætluðu að gera úr mér
veizlumat, og sá það á því, hvernig þær
kyngdu munnvatninu, að þær mundu
ekki einu sinni hafa biðlund til þess, að
ég gæti orðið sómasamlega soðinn á ís-
lenzkan mælikvarða.
Ég naut líka með þeim ánægjunnar
af kynningu vinveittra þjóðflokka. Ég
dansaði villta negradansa kringum snark-
andi bál, og fitlaði ástfanginn við kopar-
hring í miðsnesi svartrar blómarósar, sem
aldrei hafði sett skó á fætur sér eða ver-
ið á hárgreiðslustofu, en hafði þó haldið
sér til í kvöld nreð því að bera feiti bland-
aða viðarkolaösku í andlit sitt, til þess
að það fengi dekkri og hreinni lit.
En með aldrinum urðu þessar ósk-
ir og dagdraunrar raunhæfari, og hið fjar-
stæðukennda síaðist burt, en eftir varð
eðlileg útþá fulltíða nranns, að vísu
blandin þeirri eftirvæntingu, sem henni
nrun ætíð fylgja, þar til hún hefur orðið
að veruleika.
Og nornirnar urðu nrér náðugar, allt
í einu og fyrirvaralaust, eins og þeirra
kvað vera háttur. Ég þusti af stað nreð
öllu því óðagoti, sem tvítugur nraður á
yfir að ráða, og naut hverrar líðandi
stundar í hraða tilbreytinganna nreð ó-
skiptri ánægju.
En nú var langt síðan, og aftur var
ég á leið til suðursins.
í þetta sinn dreynrdi nrig ekki unr
frumskógalíf og villinrenn, ég vissi í höf-
uðatriðunr hvers ég mátti vænta. Þó að
eftirvæntingin brynni ekki með sanra
hita og áður, þá naut ég ferðarinnar
fyllilega, þrátt fyrir það, að ég varð að
vinna 8 klukkustundir á sólarhring niðri
í vélarrúnri skipsins, senr óneitanlega
kostaði nrarga svitadropa og áhyggju-
stundir, ekki sízt ef vísiiinn, senr sýndi
gufuþrýstinginn, fór að færast niður fyrir
rauða strikið. Þá var oft hörð barátta við
hinar sex glóandi eldhítir, senr aldrei virt-
ust fá nægju sína. Stundum kom það
fyrir, að þessar áhyggjur fengu útrás í
blótsyrðunr á nrörgum tungumálum. Eft-
ir dálítinn tíma hafði íslenzka blótsyrðið
„andskotinn" náð svo nrikilli hylli, að
það heyrðist um þvert og endilangt vél-
arrúnrið í ýmsunr tónbrigðunr og nreð öll-
um mögulegunr og ónrögulegunr fram-
burðarreglum. Það tækifæri virtist ekki
vera til, sem það ætti ekki við.
Donkeyinaðurinn, sem var málamað-
ur nrikill, og öll orð vildi læra rétt, konr
og fékk sérstakan tínra í íslenzkri franr-
sagnarlist á þessu töfraorði, og borgaði
með sams konar orðunr á spönsku og
ítölsku. Það fór að heyrast ofandekks,
þar sem hásetarnir voru við vinnu, og
brytinn hætti að bölva á þýzku, nema
því aðeins að hann væri ofsareiður, en
tautaði nú sí og æ „andskotinn“ í svip-
uðum tón og þegar börn gera gælur við
húsdýr. Hann gekk jafnvel svo langt, að
ávarpa nrig nreð þessu gælunafni, þegar
hann vildi hlífa sér við að nefna nafn
mitt, senr var honunr alltaf nokkuð erfitt
í franrburði.
Ég greip aúðvitað til gagnráðstafana
og kallaði hann „Dviska“, og reyndi að
segja það í nrjög tvíráðum og íbyggnunr
tón. Hann vissi ekki hvað þetta rúss-
neska orð þýddi, en hélt vitanlega að
það væri sér að einhverju leyti til háð-
ungar, og eftir að kokkurinn og nressa-
strákurinn höfðu heyrt nrig ávarpa hann
með þessu gælunafni og báðir rekið upp
skellihlátur, þá gætti hann þess, að gefa
ekki tilefni til að það væri viðhaft. Ann-
ars nrá geta þess, að orðið dviska þýðir
ekki neitt ljótt, ekki í öllunr tilfellunr að
nrinnsta kosti, þáð þýðir senr sé stúlka.,
Svona liðu dagarnir, einn eftir annan,
við vinnu og farmannaglettur, senr veittu
lífi í tilbreytingarlausa daga langleiðar-
innar, unrhverfið aðeins hinrinn og haf,
F A X I — 235