Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.07.1984, Qupperneq 12

Faxi - 01.07.1984, Qupperneq 12
Ættarmót Endagerðisættar Ættarmótið var haldið sunnudaginn 24. júní 1984. Kl. 14 var byrjað með messu í Utskálakirkju síðan kaffi og kynning í samkomuhúsinu í Sandgerði. Þetta voru tveir ættliðir og mættu 130 manns. Kirkjuathöfnina önnuðust aðilar úr þessum tveim ættliðum. Kórinn var stofnaður 17. júní með fyrstu æfingu í Dómkirkjunni í Reykjavík, stjórnandi og orgelleikari var Ingimar Sveinbjörnsson flugstjóri úr Kópavogi og fiðluleikari var Einar Sveinbjömsson, bú- settur í Svíþjóð, bróðir Ingimars (léku þeir samleik). Kórinn samanstóð af 7 systmm, ættuðum fra Fagurhóli í Sandgerði og 4 konum og tveimur karlmönnum allt úr röðum ættarinnar. Fyrri bæn í kirkju flutti Hanna Þórarinsdóttir og seinni bæn Stefanía Lóry Erlingsdóttir. Meðhjálpari og prédikari var Guðm. B. Jónsson, en þar sem enginn prestur er til í þessum tveimur ættliðum, þá þjónaði séra Guðmundur Guðmundsson staðarprestur fyrir altari. Með útgönguorgelleik söng kórinn „Yfir vom ættarlandi“ og er slíkt fátítt við kirkjuathafinir. Að þessari athöfn lokinni var farið í samkomuhúsið í Sandgerði og sest þar að borðum við hinar frábæm frambomu veitingar, var þar veislustjóri og kynnir Guðm. B. Jónsson. Þar vom tveir mótsgestir sem kalla mætti heiðursgesti, en það vom Einar Gestsson frá Norður- koti í Miðneshreppi, sem er aldursforseti ættarinnar, og systir hans Lísbet Gestsdóttir úr Keflavík. Vom þeim færðir blómvendir ásamt árnaðaróskum. Einnig má geta þess að yngsti gestur mótsins var Guðmundur Ingimarsson, innan við tíu ára aldur, hann var eina barnið á mótinu. Að lokum var kynning, þannig að allir mótsgestir vomr Iátnir standa upp eftir nafnakalli. Foreldri eða foreldrar stóðu þá upp með sínum afkomendum, sem fengu þá lófaklapp að verðleikum. Þar með var atvikaröð lokið og fóm ættingjar að ræða saman og reyna að leysa þær þrautir að vita hver væri hvað. Þessu ættarmóti lauk kl. 19. Sitjandi frá vinsri: Guðrún Sigríður Sigurðardóttir, Margrét Sigurðardótt- ir, Sigurveig Sigurðardóttir, Einarína Sigurðardóttir. Standandi frá vinstri'- Guðm. Björgvin Jónsson, Hanna Pór- arinsdóttir, Jóna María Sigurðardóttir, Eiður Árnason, Stefanía Lorý Erlings- dóttir, Heinrik Jóhannesson, Jóhanna Sigurjónsdóttir, Ingimar Sveinbjörns- son, Þórdís Sigurðardóttir, Sigrún Ingadóttir, Einar Sveinbjörnsson, Sig' ríður Sigurðardóttir, séra Guðmundur Guðmundsson. Ljósmyndir: Nýmynd- 180-FAXI

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.