Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.07.1984, Qupperneq 15

Faxi - 01.07.1984, Qupperneq 15
ÆVIMINNINGAR KARLS G UÐJÓNSSONAR SÖGULOK Að leika og látast líkar ntér vel. Þegar viö í Ungmennafélagi Keflavíkur vorum búin að kaupa >>Ungó“, var tekið til við að lag- fera og endurbæta húsið og breyta því í samkomuhús. Meðal annars stækkuðum við húsið að vestan- verðu og komum þar fyrir leik- sviði. A þessum árum voru oft haldnir skemmtifundir. Fékk ég þá oft stuttar grínmyndir frá Reykja- víkurbíóunum, sem við svo höfð- um á dagskránni ásamt stuttum leikþáttum og öðrum skemmti- atriðum, en áður en Ungmennafé- lagshúsið kom til sögunnar hafði verið hér dáh'tið um leikstarfsemi. Man ég t.d. eftir að Skugga- Sveinn, Neiið og fleiri leikrit voru leikin í Skildi. Þar sá ég Skugga- Svein skömmu eftir fermingu. Man ég eftir að Gísli Sigurðsson lék þá Grasa-Guddu, Pórarinn Brynjólfsson Gvend smala og Ehas Þorsteinsson Harald. Eftir að Helgi S. fluttist hingað hl Keflavíkur var hann, að heita ^tá, aðal framkvæmdamaðurinn í öllu skemmtanahaldi, sem hér fór fram. Það var einkum ef ég fékk ekki grínmyndir, til að hafa á skemmtifundum, að gripið var til þess ráðs að stilla upp á leiksviðið fólki til að leika og var þá stundum h'tið æft, en þetta kom að tilætluðu gagni, því fólk hafði gaman af Þessu. Svo fórum við nú fljótlega að fera okkur upp á skaftið og réð- utnst út í að setja á svið heil leikrit. A fyrstu árum okkar í ,,Ungó“ ntinnist ég einkum þriggja manna, sem voru atkvæðamestir við leik- fjaldamálunina, en það voru þeir Arinbjöm Þorvarðarson, Helgi S. Jónsson og Erlendur Sigurðsson. En svo aftur á móti var Bergsteinn ■t'gurðsson þessi framúrskarandi ntaður, þegar eitthvað þurfti að hamra eða saga, þá var hann alltaf Karl Guðjónsson sem Stan Man í leik- ritinu Rœtur eftir Arnold Weskler. tiltækur í það og fl jótur að afgreiða hlutina. Segja má að Helgi S. og Arinbjöm hafi verið aðal menn- irnir í leikstarfseminni á þessum árum, en auðvitað voru svo fleiri, sem fylgdu þar fast á eftir. í því sambandi minnist ég t.d. Eyjólfs Guðjónssonar. Hann hefur að meiru eða minna leyti verið viðrið- inn leikstarfsemina hér í bæ allt frá unga aldri og til þessa dags. Léki hann ekki með þá var hann oft hvíslari eða dyravörður. Og hér fyrr á árum skrifaði hann upp rull- urnar fyrir leikarana eftir frum- handritinu og fórst honum það sem annað vel úr hendi. Frá þessu tímabili minnist ég þess að eitt sinn átti ég nú ekki gott um vik. Þannig var að það var búið svo gott sem að fullæfa leik- ritið Ævintýri á gönguför. Þá gafst sá leikari upp, sem leika átti Ver- mund og kemur þá Helgi S. að kvöldlagi til mín austur í rafstöð, þar sem ég var á vakt og segir við mig: „Kalli hérna er rulla, þú átt að læra hana í nótt, því þú átt að leika hana á morgun“. ,,Já, þetta er þér líkt Helgi minn“ segi ég. Svo sest hann nú niður og fer að útskýra fyrir mér Alberl Karl Sanders og Karl Guðjónsson rteðast við á Austurvelli í leikritinu Kjarnorka og kvenhylli eftir Agnar Þórðarson. þau vandræði, sem upp séu komin. Þau séu þarna með leikstjóra inn- an úr Reykjavík, Mörtu Kalman ágæta manneskju, og allt sé stopp. „Heyrðu, Helgi minn, þetta er ekki hægt, þú sérð það sjálfur". „Já, ég skal nú viðurkenna það, en þú verður að gera þetta samt.“ Féllst ég svo á að ég skyldi lesa rulluna og láta hann svo vita dag- inn eftir hvort það gæti verið nokk- ur möguleiki hjá mér til að fram- kvæma þetta. Svo hefst ég handa og læri rulluna um nóttina og fram eftir næsta degi. Þá var ég búinn að læra hana þannig, að ég gat alveg flutt hana blaðlaust. Svo fer ég niður í „Ungó“ um kvöldið og er kynntur fyrir leikstjóranum. Segir hún að þetta sé alveg neyðar- ástand bókstaflega, það hafi verið búið að vinna leikritið upp og það tilbúið til prufu og þá hafi þetta vandamál komið til sögunnar. Þá segir Helgi: „Ja, hann er nú búinn að læra rulluna.“ „Það er nú að sjálfsögðu fyrsta skilyrðið,“ segir hún. Marta var mjög ákveðin og frábær leikstjóri, dálítið kröfu- hörð svona ef því var að skipta, en ákaflega skemmtileg samt. Segir hún svo að við skulum þá hefjast handa og prufa þetta. Fórum við svo upp á svið og var mér sagt svona nokkurn veginn til um helstu staðsetningar. Reyndi ég svo að fylgja þeim fyrirmælum, sem ég hafði og kunni ég rulluna alveg reiprennandi, það stóð ekk- ert á því. Svo þegar æfingin var búin, þá segir Mata sem svona: „Við þurfum að taka þetta aftur“. En ég svara og segi: „Þýðir þetta nokkurn skapaðan hlut, er þetta ekki bara út í bláinn“. Þá segir hún: „Treystir þú þér til að halda þessari persónu, sem þú hefur þarna skapað, út áfram“. „Ja, ég veit það ekki, en ég mundi reyna það.“ „Jæja við skulum taka aðra prufu,“ segir hún, og gerðum við það. Að henni lokinni segi ég svo: „Jæja, ermérekki óhætt að fara?“ FAXI-183

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.