Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.07.1984, Qupperneq 19

Faxi - 01.07.1984, Qupperneq 19
Margar góöar gjafir bárust Garðvangi, t.d. 15 sjúkrarúm, sem Asta Amadóttir afhenti og sagði hún þá m.a.: Ar aidraðra var mörgum félaga- samtökum hvati og vakti umhugs- un um málefni aldraðra. Gerð var könnun á Suðumesj- um, sem leiddi í ljós að hér er vel staðið að þessum málum fyrir þá sem hafa fótavist og jafnvel til fyrirmyndar, en aldraðir sjúkir var fólkið sem áhugi okkar beindist að. Soroptimistum tókst að sameina krafta tuttugu og tveggja félaga og klúbba. Myndaður var samstarfs- hópur, einn fulltrúi úr hverju fé- lagi. Innan hópsins var tilnefnd framkvæmdastjórn, sem fól Mar- geiri Jónssyni forustu, en hana skipuðu auk hans Ásta Árnadóttir °g Daði Þ. Þorgrímsson. Arangur samstarfsins er að fé- lögin gefa hér með 15 sjúkrarúm með fullum búnaði, en þau eru: Systrafélag Ytri-Njarðv.kirkju, Kvenfélag Keflavíkur, Kvenfélag Njarðvíkur, Lionsklúbbur Njarðvíkur, Kvenfélagið Gefn Garði, Rotaryklúbbur Kéflavíkur, Lionsklúbbur Keflavíkur, Systrafélag Innri-Njarðv.kirkju, Kiwanisklúbburinn Keilir Keflav., Lionessuklúbbur Keflavíkur, Systra- og bræðrafélag Kefl. kirk ju, Soroptimistaklúbbur Keflavíkur, Soroptimistaklúbbur Suðurnesja, Kiwanisklúbburinn Hof Garði, Lionsklúbburinn Keilir Vogum, Lionsklúbburinn Óðinn Keflavík, Lionsklúbbur Sandgerðis, Kvenfélagið Fjólan Vogum, Kvenfélagið Hvöt Sandgerði, Styrktarfélag Sjúkrahúss Kefl., Styrktarfélag aldraðra á Suðum., Kiwanisklúbburinn Brú Kefl.flugv. * Albert K. Sanders, bæjarstjóri, formaður stjórnar Heilsugæslu- stöðvar Suðumesja og bygg- 'nganefndar flutti vígsluræðu Heilsugæslustöðvarinnar. Heilbrigðisráðherra, Matthías Ljarnason og aðrir ágætir gestir, Lh. stjómar Heilsugæslustöðvar Suðurnesja býð ég yður velkomin hl þessa fagnaðar. Við Suðurnesjamenn lifum í dag stóra stund, þegar tekin er í notk- Un ný og fullkomin Heilsugæslu- s.töð fyrir Suðumes og ný og vel útbúin hjúkranardeild við Garð- vang. A slíkum tímamótum er ekki úr Vegi að rifja upp liðna tíð, ,,að for- Lð skal hyggja er framtíð skal byggja“. Hið merka samstarf sveitafélag- GJAFABRÉF AFHENT Með bættum samgöngum og góðri afkomu fólks hefur það færst í vöxt hér á Suðumesjum, og sjálfsagt víðar um landið, að eldri fermingarárgangar hafa komið saman á stórfermingaraf- mælum. Oft leiða þessir endur- fundir til ákvörðunar um að hóp- urinn geri eitthvað markvert, lát- ið gera lágmynd af fermingar- presti sínum, gert eitthvað fyrir kirkju eða söfnuð og margt nyt- samlegt getur komið til greina. í tilefni af 40 ára fermingar- afmæli hittust í vor í Keflavík þau er fermdust 1944, meðan fsland varenn konungsríki. Þau komust að þeirri staðreynd að aldurinn færðist óðum yfir hópinn og rætt var um elliheimili og Garðvang og sjúkradeild, sem þar var verið að taka í notkun. Niðurstaðan varð sú að af félagslegum ástæð- um væri mun æskilegra að hér við Sjúkrahús Keflavíkurlæknishér- aðs væri langlegudeild sem tekið gæti við öldrunarsjúklingum. Þau ákváðu því að safna nokkru fé til slíkrar deildar. Nokkru síð- ar færðu þau Guðrún Sigurbergs- dóttir og Arnbjörn Ólafsson for- manni Sjúkrahússtjómar Stein- þóri Júlíussyni og forstöðumanni Sjúkrahússins Eyjólfi Eysteins- syni nokkra fjámpphæð með svohljóðandi gjafabréfi: Fermingarsystkinin frá 21. maí 1944. Fremsta röð: Jóna Ingimundard., Gyða Eiríksdóttir, Jóna B. Georgsdóttir, Ólöf Jónsdóttir, Þóranna Erlendsdóttir, Erla Eyjólfsdóttir, Guðrún Karlsdóttir, Aðalheiður Jónsdóttir, Jane P. Gunnarsdóttir, Bjarnheiður Hannesdóttir. Miðröð: Guðrún M. Sigurbergsdóttir, Guðfinna Elentínusdóttir, Guðrún Stefánsdóttir. Aftasta röð: Haraldur Guðbergsson, Guðmundur H. Þórðarson, Ólafur Þórðarson, Ásgeir Gunnarsson, Arnbjörn Ólafs- son, Garðar Magnússon, Hörður R. Jónsson, Eyjólfur Vilmundarson, Ólafur Magnússon, Jón Þorvaldsson, Guðjón Eyjólfsson. FAXI-187

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.