Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1984, Síða 28

Faxi - 01.07.1984, Síða 28
18. LANDSMOT UMFI Unglingakeppni UMSS-USAH-USVH Sigurlið USVH 1982 á Sauðárkróki. USVH Samband ungmennafélaga í Vestur-Húnavatnssýslu (SUVH) var stofnað 28. júní 1931 að Auð- unnarstöðum. Tilgangurinn með stofnun sam- bandsins var að sameina krafta hinna einstöku félaga. Árið 1932 var fyrsta Héraðsmótið haldið í Reykjaskóla og hefur verið oftast þar síðan. Segja má að Héraðs- mótin hafi verið eina samkoma sambandsins á þessum árum. Árið 1956 var nafni sambandsins breytt í Ungmennasamband Vestur- Húnavatnssýslu (USVH). Knatt- spyrna var mikið stunduð á þess- um árum. Veturinn 1968-1969 gekkst sambandið fyrir spuminga- keppni milli ungmennafélaga. Jafnframt var flutt ýmiss konar skemmtiefni í umsjá hinna ein- stöku ungmennafélaga. Spum- ingakeppni af þessu tagi hefur ver- ið haldin nokkuð árvisst og nú síð- ustu 8 árin árlega. Árið 1976 kom út Ársrit USVH í tilefni 45 ára afmælis Ungmenna- sambandsins. Þama var brotið blað í sögu sambandsins því þetta ára og yngri hefur farið fram sl. 4 ár. var upphafið að útgáfustarfsemi sambandsins. Tveimur ámm síðar var hafin útgáfa á tímaritinu Húna og kom hann út aftur 1980 og ár- lega síðan. Húni hefur að geyma ýmsan fróðleik um Vestur-Húna- vatnssýslu. íþróttir hafa alla tíð verið eitt af aðalverkefnum sambandsins. Við höfum átt þátttakendur á ýmsum mótum utan héraðs, Landsmótum UMFÍ, íslandsmótum FRÍ og nú tvö síðustu árin sundmótum SSÍ. Fyrir tveimur árum var tekin í notkun ný sundlaug á Hvamms- tanga og við það breyttist öll að- staða til sundiðkunar, örar fram- farir hafa orðið í sundíþróttum síð- an. Sem dæmi um umfang sam- bandsins síðastliðið ár má nefna að mót innan héraðs voru í frjálsum íþróttum 6, í sundi 2 og héraðsmót í knattspymu í tveimur flokkum. Þátttaka í mótum utan héraðs voru 8 frjálsíþróttamót, 4 mót í sundi og knattspyrnumenn tóku þátt í und- ankeppni fyrir Landsmót UMFÍ. Félög innan sambandsins em 5 en þau eru: UMF Dagrenning, Þverárhreppi, UMF Dagsbrún, Staðarhreppi, UMF Grettir, Ytri- Torfustaðahreppi, UMF Kormák- ur, Hvammstanga og UMF Víðir Þorkelshólshreppi. 14 Guðni Hulidórsson HSÞ og Hreinn Halldórsson HSS á Héraðsmóii HSS á Sœvangi 1975. Frá sundmóti í Hvammstangalaug. HSS Héraðssamband Strandamanna var stofnað 19. nóvember 1944 og á því 40 ára afmæli á þessu ári. Fvrsta héraðsmót sambandsins í frjálsum íþróttum var haldið 1945 og fvrsta sundmótið 1947. Hefur hvort tveggja verið árlegur við- burður í starfi sambandsins síðan. Fvrstu árin voru einnig haldin skíðamót árlega. en þau lögðust af 1955. Á þessum árum áttu Strandamenn mjög snjalla skíða- kappa. sem unnu oft til verðlauna á Islandsmótum. Kom þarekkisíst við sögu boðgöngusveit með Jó- hann Jónsson frá Kaldrananesi í broddi fvlkingar. í frjálsíþróttasögu Héraðssam- bands Strandamanna ber að sjálf- sögðu hæst nafn Hreins Halldórs- sonar. Hreinn vann sinn fyrsta sig- ur á héraðsmóti á Sævangi 29. júní 1968, en þá varpaði hann kúlunni 11,19 m. Ári síðar bætti hann Strandamet Sigurkarls Magnús- sonar og kastaöi 13,74 m. Þetta met varð þó ekki langlíft og árið 1975 var það komiðí 19,46m., sem var jafnframt íslandsmet. Strandamet Hreins í kringlukasti var þá 55,66 m. og 43,28 m. í sleggjukasti. Árið 1976 hófHreinn síðan að keppa með KR, en Strandametin frá 1975 bíða þess enn að verða bætt. Sú bið gæti orð- ið löng. Annar fremsti frjálsíþróttamað- ur Strandamanna er trúlega Pétur Pétursson. Hann hóf keppni árið 1964 og er ekki hættur enn. Allan tímann hefur hann haldið tryggð við Héraðssamband Stranda- manna. Hann hefur m.a. keppt fvrir þess hönd á 5 síðustu lands- mótum og ævinlega verið í stiga- sæti í aðalgrein sinni. þrístökki. Til dæmis sigraði hann í þrístökki á landsmótinu á Akranesi 1975 og varð þriðji á mótinu á Akureyri 1981. Besti árangur Péturs í þrí- stökki er 14,38 m., en hann á einn- ig Strandamet í langstökki, 6,60 m. Pétur var valinn frjálsíþrótta- maður HSS 1980, en þá fór slíkt kjör fram í fyrsta sinn. Síðan hafa þau Fjóla Lýðsdóttir, Ingibjörg Vilhjálmsdóttir og Magnús Braga- son hlotið þessa nafnbót. Tvö þau síðastnefndu verða meðal kepp- enda á landsmótinu í Keflavík. Félagatala Héraðssambands Strandamanna er nú um 440. For- maður stjórnar er Matthías Lýðs- son í Húsavík í Steingrímsfirði. Strandamenn hafa lagt nokkra rækt við starfsíþróttir á undanförnum landsmótum. Hér cr einn fremsli dráttarvélaökumaður HSS, Gunnar R. Grímsson í keppni á Akttrevri 1981. 196-FAXI

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.