Faxi

Volume

Faxi - 01.07.1984, Page 34

Faxi - 01.07.1984, Page 34
18. LANDSMÓT UMFÍ I UMFK Á landsmótum UMFÍ fer fram stigakeppni milli héraðssambanda um leið og keppt er í hverri grein. Stigagjöfin fer þannig fram að sex fyrstu í hverri grein hljóta stig, þannig að í einstaklingsgreinum gefur 1. sæti sex stig 2. sæti gefur 5 stig 3. sæti gefur 4 s^ig 4. sæti gefur 3 stig 5. sæti gefur 2 stig og 6. sæti gefur eitt stig. Verði einstaklingar jafnir skiptast stigin að jöfnu milli þeirra. í hópíþróttum er sama form en stigafjöldi fjórfaldast. Þannig gef- ur 1. sæti 24 stig 2. sæti 20 stig og þannig áfram og 6. sæti 4 stig. í skák gefur 1. sæti 12 stig 2. sæti 10 stig og þannig áfram og 6. sæti 2 stig. Stóru samböndin eiga eðlilega mesta möguleika í svona stiga- keppni. Þau sem eiga keppendur í flestum eða öllum greinum. Þetta sést vel ef úrslit stigkeppninnar á síðasta landsmóti eru skoðuð. 1. H.S.K. 396,5 stig 2. U.M.S.K. 236,5 stig. 3.Ú.Í.A. 173 stig 4. U.M.S.B. 131,5 stig 5.H.S.Þ. 116 stig 6. U.M.S.E. 113 stig 7. U.M.F.K. 111 stig 8. U.M.F.N. 98 stig Þau 111 stig sem U.M.F.K. hlaut á síðasta landsmóti skiptust þannig milli greina: Sund 35 stig Borðtennis 10 stig Júdó 18 stig Handknattl. 4 stig Körfuknattl. 20 stig Knattspyrna 24 stig Á 18. landsmóti U.M.F.Í. sem nú er að hefjast stefnir U.M.F.K. að þátttöku í sem flestum grein- um. Það er alls ekki þar með sagt að stigafjöldinn aukist verulega, en hins vegar er mikilvægt að vera með í sem flestum greinum, þann- ig að okkar fólk öðlist keppnis- reynslu og geti e.t.v. enn frekar sýnt hvað í því býr á næsta lands- móti. Ef reynt er að gera sér grein fyrir stöðunni núna í upphafi móts, þá er það augljóst að staða okkar hef- ur einkum versnað í sundi. Á síð- asta móti fengum við 35 stig en sundæfingar hafa af ýmsum ástæð- um legið niðri hjá okkur Keflvík- ingum síðustu árin og því verður þátttaka okkar í sundinu lítil. Á hinn bóginn er okkar styrkur fyrst og fremst í hópgreinunum s.s. knattspyrnu, körfuknattleik og e.t.v. handknattleik. Einnig eiga fulltrúar okkar í júdó og borð- tennis að geta náð góðum árangri. Frjálsíþróttalið okkar er óvenju fjölmennt að þessu sinni. Það er nýtt lið og því mjög spennandi að fylgjast með því á þessu móti, þó e.t.v. sé óraunhæft að gera sér vonir um toppbaráttu á þessu sterkasta móti sem fram fer hér á landi. Auk þessa er nú stefnt að þátt- töku í blaki, skák og starfíþrótt- um, sem flestum, en þær eru 1- Lagt á borð, 2. Hestadómar, 3. Starfshlaup, 4. Dráttarvélaakstur, 5. Jurtagreining, 6. Línubeitning. Eftir stendur því spumingin: Tekst okkur með þátttöku í þess- um greinum að bæta upp það stiga- tap sem óhjákvæmilega verður í sundi. Það er ætíð erfitt að spá um sh'kt á svo sterku og fjölbreyttu móti, sem landsmót U.M.F.Í. er. Það er þó óhætt að fullyrða að með góðri hvatningu og öflugum stuðningi keflvískra áhorfenda aukast lík- urnar á góðum árangri. Ég vil því að lokum hvetja alla Keflvíkinga til að taka virkan þátt i þessu móti og standa vel að baki sínum mönnum, þannig verður árangurinn bestur. Okkar sterkustu júdómenn: Magnús Hauksson, Sigurður Hauksson, Ómar Sig- 111 stig urdsson og Kristján Svanbergsson. Ljósm. Víkurfréttir. BiðskýViö v/erbur op£ attan soiar pring'nn meðan NÆTURSALA UM HELGAR Biðskýlið, Njarðvík Opið mánudaga - fimmtudaga kl. 9:00-23:00 föstudaga - laugardaga kl. 9:00-04:00 sunnudaga kl. 10:00-23:30 202-FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.