Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1984, Síða 49

Faxi - 01.07.1984, Síða 49
fært, rúmsins vegna hér í blaðinu, að stikla á stóru og hvað fyrir val- inu hefur orðið úr minningarsafni Karls, hefur að miklu leyti ráðist af því, hvaða áhersluþættir hafa verið vaktir upp í hugskoti hans af okkur Ingólfi Falssyni. í dag eins og oft áður þegar Karl hefur lokið upp lífsbók sinni, hefur tíminn liðið fljótt. Laugardagurinn hinn næsti vertíðarlokunum vorið 1984 er kominn að kvöldi. Við höfum slökkt á segulbandinu og ákeðið að láta hér við sitja. Þegar ég kom inn í stofuna til Kalla í dag tók ég eftir lítilli harmonikku, sem ég hafði ekki séð hér fyrr og af því tilefni lék hann fyrir mig hugljúft og taktfast lag, sem síðar kom svo á daginn að var frumsamið. Þegar ég hef svo lokið hér erindi dagsins og notið velgjörða húsráðendanna og er staðinn upp til að kveðja, þá segir Kalli allt í einu: ,,Á ég að spila fyrir þig Lprdags- aften.“ Ég sest aftur og Iagið kem- ar. Oldungurinn leikur af hjartans lyst lagið á enda, leggur síðan frá ser nikkuna, tekur pípuna í hendi ser og hægur í gangi, silfurhærður, grannur, hár og teinréttur fylgir hann mér til dyra. Eg geng að bíl mínum og finnst ég vera einkennilega umvafinn vorfegurð laugardagskvöldsins, - h'kt og í takt við það sem ég hafði aður orðið aðnjótandi innan dyra. Áður en ég ek úr hlaði lít ég til haka og veifa til Kalla, sem enn stendur brosandi í dyragættinni. K.A.J. MINNING Gunnar Björgvin FÆDDUR 1. ÁGÚST1916 DÁINN 30. JÚLÍ1983 Gunnar var fæddur á Brim- bergi við Seyðisfjörð. Foreldrar hans voru hjónin Sesselja Sigur- borg Guð jónsdóttir, sem enn er á lífi nærri níræð, nú búsett í Reykjavík en var löngum hér í Keflavík og Jón Bergmann Guð- mundsson, er lést árið 1939. Foreldrar hans bjuggu lengst í Sjávarborg í Seyðisfriði og ólst hann upp hjá þeim þar til að hann fór í Eiðaskóla en þar var hann tvo vetur. Að loknu námi í Eiðaskóla flutti hann til Kefla- víkur. Síðar bjó hann í Reykja- vík, Raufarhöfn og Ólafsvík. Þeir drengir sem fæddust á þess- um áratug áttu varla marga val- kosti varðandi atvinnu. Sjó- mennskan og brimborgir var at- hafnasvið okkar flestra. Gunnar hóf ungur sjómennsku og var lengstaf tengdur fiskveiðum þó að víðar væri leitað fanga. Fyrst man ég eftir Gunnari sem ungum sjómanni, þá nýkominn að aust- an. Hann var bjartur yfirlitum og brosmildur — ákaflega vingjarn- legur. Hann reyndist vera vel gefinn og ræðinn. Síðar kom á daginn að hann var prýðilega hagmæltur og gaf út ljóðabók. Einnig þýddi hann úr ensku nokkrar bækur. Rím var honum í blóð borið. Móðir hans er bráðvel gefin og mun hafa góða næmi fyrir fögru máli og ljóðum, einnig Jóhann, Jónsson kennari bróðir hans er gott skáld, eins og lesendum Faxa er fyrir löngu kunnugt. Gunnar eignaðist hér á Suður- nesjum nokkra góðkunningja, sem kunnu að meta dálítið sér- stæðan framgangsmáta hans. Hann var opinn persónuleiki, af- ar hrekklaus og trygglyndur. Menn með slíka eiginleika verða stundum fyrir hnjaski í hrjúfu samfélagi. Síðustu æviárin var hann ör- yrki og lést af völdum blótappa 30. júlí fyrir tæpu ári. Gunnar kvæntist Ebbu Jó- hannesdóttir úr Reykjavík og eignaðist með henni þrjú böm, Jóhönnu Kristínu, búsett á Ólafsvík, Birgir Bergmann er dvelur í Califomiu og Guðmund Örn sem búsettur er í Califomíu. Síðar slitu þau hjúskap og flutti þá Gunnar aftur til Reykjavíkur. Tvö systkini átti Gunnar, bæði vel þekkt á Suðumesjum þau Guðnýju Söring er gift var Einari Söring. Hún lést í bílslysi í desember 1964 og Jóhann Jóns- son kennara í Garði, sem fyrr er nefndur. Um leið og ég þakka Gunnari góð kynni færi ég fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. JT. Lúðrasveit Mosfellssveitar lék fyrir skrúðgöngunni og á hátíðarsvœðinu. Stjóm- Ólafur Jónasson, setur hér hátíðarhöld dagsins. andi hennar er Birgir Sveinsson. Fánaberar eru vinstra megin Einar Þórarinsson og Karl Ottesen. SJÓMANNADAG URINN í SANDGERÐI Hátíðahöld Sjómannadagsins í Sandgerði fóm fram með hefð- bundnum hætti undir fmmkvæði og stjóm Björgunarsveitar Slysa- varnardeildar Sigurvonar. Gengið var í skrúðgöngu frá húsi björgunar- sveitarinnar að höfninni, þar sem hátíðahöldin fóm fram. Ólafur Jónasson setti hátíðina og kynnti dagskrárliði. Aflakóngur vem'ðar- innar, Grétar Mar, flutti þar hátíðarræðu. Aldraður sjómaður, Sigur- hans Jóhannsson var heiðraður. Blómsveigur var látinn í höfnina til minningar um látna sjómenn. Kappróður, sundkeppni og fleiri skemmtiatriði fóm fram við höfnina. Um kvöldið var dansað í félags- heimilinu. FAXI-217

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.