Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.10.1986, Qupperneq 7

Faxi - 01.10.1986, Qupperneq 7
Gunnar Sveinsson Ávarp til brautskráðra 1986 Gunnar Sveinsson hefur verið formaður skólanefndar Fjöl- brautaskóla Suðurnesja ffá byrjun en lætur nú af því starfi. Við skólaslit í vor flutti hann þetta ávarp Skólameistari, kertnarar, nem- endur og gestir. Eg býð ykkur velkomin til þess- ara skólaslita, en áður en' við göngum til dagskrár vil ég minn- ast þriggja manna er nákomnir voru skólanum og látist hafa á þessari önn. Ami Þorsteinsson skipstjóri lést 10. mars sl. Hann var fæddur að Gerðum í Garði 14. nóv. 1908. Foreldrar hans voru Guðný Helga Vigfúsdóttir og Þorsteinn Árna- son. Lífsstarf hans var sjó- mennska og sjósókn, en þegar ell- in sótti hann heim var hann um tveggja ára skeið gangavörður í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hann rækti þau störf sín af skyldurækni og trúmennsku, eins og öll sín störf á lífsleiðinni. Hreinn Asgrímsson skóla- stjóri Stóru Vogaskóla, lést í London þann 7. maí sl. Hann var fæddur á Þórshöfn á Langanesi 30. maí 1947. Foreldrar hans voru Helga Margrét Haraldsdóttir og Asgrímur Kristjánsson. Hannólst upp á Þórshöfn. Fór síðan í Kenn- araskólann og lauk þar námi og gerðist skólastjóri við Stóru Voga- skóla 1972. Hann var frá upphafi í undirbúningsnefnd að stofnun Fjölbrautaskóla Suðurnesja og ritari nefndarinnar, og síðan í skólanefnd til dauðadags. Hreinn var einstakur öðlingsmaður sem gott var að starfa með. Hann hafði mikinn áhuga fyrir vexti og við- gangi þessa skóla og skólamálum yfirleitt. Við minnumst hans með þökk. Hjalti Pálmason Grindavík nemandi á viðskiptabraut lést af slysförum þann 14. jan. sl. Hann var fæddur í Grindavík þann 12. des. 1966. Foreldrar hans voru Stefanía Björg Einarsdóttir og Ólafur Þór Valgeirsson. Hann ólst upp í Grindavík og stundaði þar öll störf til lands og sjávar þar til hann hóf nám í Fjölbrautaskólan- um 1982. Hjalti var mikill efnis- maður sem mikil eftirsjón er að. Ég vil biðja alla viðstadda að heiðra minningu hinna látnu með því að rísa úr sætum. Tíminn líður hratt, það eru orð að sönnu. Fyrir tæpum tíu árum þann 13. sept. 1976 var þessi skóli settur í fyrsta sinn. Margar ræður voru fluttar við það tækifæri. í þeim komu skýrt fram þær miklu vonir er bundnar voru við þessa skólastofnun. Vonir um glæsta framtíð þessa skóla, og að starf hans yrði áhrifaríkt á mörgum sviðum. Áhrif hans á mannlíf á Suðurnesjum til meiri þroska, menntunar og framfara. Áhrif hans til viðurkenningar á Suður- nesjum, sem menntaðra og þrosk- aðra samfélags en áður hafði verið viðurlcennt. Ahrif hans til að þróa verkmennt og listsköpun, í sam- félagi sem hingað til hafði þurft að sækja slfkt að. Áhrif hans í auk- inni almennri framhalds- og end- urmenntun á svæðinu. Því góðri skólastofnun má líkja við stærð- fræði. Þú gleymir aðferðinni við að leysa dæmið, en sá aukni skiln- ingur og þroski sem fékkst við lausn þess situr eftir. Og þegar við lítum til baka yfir farinn veg þau 10 ár sem skólinn hefur starfað, sjáum við að mikið hefur áunnist á öllum sviðum. Al- menn samstaða hefur verið um skólann, og skólinn hefur verið vel sóttur og nýtur álits. Kunn- átta, menntun og þroski hafa auk- ist þannig að á Suðurnes er ekki lengur litið sem stað þar sem brauðstritið yfirgnæfir menntun og menningarlíf. Heldur er litið á þau sem stað, sem taka þarf tillit til þegar rætt er um menntun og skólamál. Þennan árangur ber að þakka. Á þessum tímamótum í starfi skólans vil ég fyrir hönd skólanefndar þakka þeim aðilum er staðið hafa að uppbyggingu skólans. Ég vil þá fyrst og fremst þakka skólameisturum þeim Jóni Böðvarssyni og Hjálmari Árna- syni þeirra miklu og giftudrjúgu störf. Ég vil þakka kennurum og öllum stjómendum skólans svo og öllu starfsfólki. Ég vil þakka sveitastjórnarmönnum skilning og velvilja í garð skólans og ég vil þakka skólanefndarmönnum bæði fyrrverandi og núverandi fyrir góð störf og ánægjulegt sam- starf. Að lokum vil ég þakka þeim fjölmörgu aðilum er stutt hafa skólann með gjöfum og á annan hátt. Ég vil að lokum óska nemend- um og aðstandendum þeirra er nú útskrifast innilega til hamingju með þennan áfanga. Brekkustíg 38 - 2óO Njarðvík Sími 92-4299 Paö er engin ryðvamarstöö rétt □ á Suðumesjum. rangt^ Gljái veitir 6 ára ábyrgö rétt áryðvöm rangt □ Pú íerö auðvitað meö bílinn rétt X íryðvömtilGljáa. rangt □ FAXI 211

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.