Faxi - 01.10.1986, Síða 8
Rafveitustjóri Sœvar Sörensson til vinstri, afhendir Margeiri Jónssyni andlitsmynd
hans steypta í kopar, fyrir langt og gott starf í þágu rafveitunnar. Milli þeirra er
IngvarHallgrimsson, sem einnigútti sœti íncfndinni. Myndinagcrði Erlingur Jóns-
Framkvæmdasjóður Rafveitu Keflavíkur
til þjónustu- og húsnæðismála aldraðra
Síðasti fundu rafveitunefndar Kcfkmkur. Arinbjöm Ólafsson, Sœvar Sörensson,
Ingvar Hallgrímsson, Margeir Jónsson, Ingólfur Iialldórsson og ÓlöfMagnúsdóttir.
Myndir: Heimir Stígsson.
Þegar Rafveita Keflavíkur var
sameinuð Hitaveitu Suðumesja
eins og allar aðrar rafveitu á Skag-
anum — kom í ljós að eignir Raf-
veitu Keflavíkur vom orðnar all-
miklar. Nokkrar umræður urðu
um ráðstöfun þeirra. Á síðasta
fundi Rafveitunefndar vom reikn-
ingar Rafveitu Keflavíkur lagðir
fram og einnig var þar samþykkt
tillaga til bæjarstjómar varðandi
eignimar.
Fundargerð Rafveitunefndar
var svohljóðandi:
Fundur haldinn í Rafveitunefnd
Keflavíkur 15. maí ’86 kl. 4 í
húsakynnum Rastar h/f.
Þetta er síðasti fundur nefndar-
innar þar sem nefndarmenn telja
störfum hennar að ljúka.
Á fundinum vom ennfremur
Sævar Sörensson fyrrv. Rafveitu-
stjóri og Ambjörn Ólafsson skrif-
stofustjóri.
1. Endurskoðandi er að ljúka
uppsetningu ársreikninga Raf-
veitunnar fyrir árið 1985.
Helstu niðurstöður em sam-
kvæmt upplýsingum hans:
Raforkusala 63.000.000
Heildartekjur alls 67.000.000
Hagnaður ársins 3.800.000
Eignir 15. maí ’86
Innist. í banka 12.548.888
Verðbréf 2.708.138
Víxlar 3.576.121
Viðskiptamenn Útistandandi 8.594.816
rafmagnsreikn. 1.854.473 kr. 29.282.436
Brunabótamat á Vesturbraut
12, Kefl. kr. 13.697.000
Alls kr. 42.973.436
Formaður rajveitunefndarMargeir Jónsson ajhcndir Guðjóni Stefánssyni formanni
bœjarráðs sfðustu fundargerð og reikninga nefndarinnar.
Við sameiningu Rafveitu Kefla-
víkur við Hitaveitu Suðurnesja óx
eignarhlutur Keflavíkur í Hita-
veitunni úr 20% í 38,68%.
2. Rafveitunefnd hefur töluvert
rætt um ráðstöfum eftirstandandi
eigna R.K.
Eftirfarandi samþykkt var gerð
á fundinum:
Þegar Hitaveita Suðumesja hef-
ur nú tekið við öllum rekstri og
búnaði rafveitnanna á svæðinu
samþykkir rafveitunefnd að
leggja til eftirfarandi við bæjar-
stjóm Keflavíkur:
,,Nú þegar Rafveita Keflavíkur
hættir verði eignum hennar varið
til þjónustu við aldraða og mynd-
aður sjóður sem ber nafnið Fram-
kvæmdasjóður Rafveitu Keflavík-
ur til þjónustu- og húsnæðismála
aldraðra."
Nefndin fór á fund bæjarráðs
með niðurstöður ársreikninga
1985 og fyrmefnda tillögur. Guð-
jón Stefánsson formaður bæjar-
ráðs, þakkaði starfsmönnum raf-
veitunnar og rafveitunefndar-
mönnum, vel unnin störf á liðn-
um ámm.
Rafveitustjóri afhenti Margeiri
Jónssyni, formanni nefndarinnar
andlitsmynd af honum mótaða úr
kopar sem þakklæti fyrir farsælt
starf fyrir rafveituna á liðnum ár-
um. Áð lokum þakkaði Margeir
Jónsson samnefndarmönnum og
starfsfólki Rafveitunnar fyrir
ánægjulegt samstarf á liðnum ár-
um.
Ingvar Hallgrímsson þakkaði
samnefndarmönnum sínum fyrir
gott samstarf þó að stundum hafi
gustað.
Sævar Sörensson þakkaði
nefndarmönnum gott samstarf og
stuðning á liðnum árum.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Margeir Jónsson, Ingvar Hall-
grímsson, Ólöf Magnúsdóttir, Sæv-
ar Sörensson, Arnbjörn Ólafsson,
Ingólfur Halldórsson.
í lok fundarins fór rafveitu-
nefndin á fund bæjarráðs og af-
henti fundargerðina og reikning-
inn. Bæjarráð gerði í því tilefni
eftirfarandi bókun:
,,I dag eru merk tímamót í sögu
Keflavíkurbæjar. Eftír langt og
gifturíkt starf Rafveitu Keflavíkur
sem lauk með sameiningu rafveitn-
anna á Suðurnesjum við Hitaveitu
Suðumesja skilar rafveitunefnd nú
lokauppgjöri sínu til bæjarsjóðs.
Bæjarráð færir núverandi rafveitu-
nefnd svo og öllum þeim sem starf-
að hafa í rafveitunefnd frá upphafi,
rafveitustjórum sem veitt hafa fyrir-
tækinu forystu og öllu starfsfólki
sem unnið hefur hjá Rafveitunni
fyrr og síðar, þakkir fyrir giftu-
drjúgt starf í þágu bæjarbúa. Það
hefur einkennt störf stjórnenda og
starfsmanna Rafveitunnar frá upp-
hafi, að veita bæjarbúum sem
traustasta og besta þjónustu en jafn-
framt hefur verið gætt fyllsta að-
halds og aðgæslu í rekstri og fjár-
málastjórn fyrirtækisins. Bæjarráð
tekur heilshugar undir tillögur raf-
veitunefndar um ráðstöfun þeirra
fjármuna sem hún skilar nú af sér.“
Bæjarstjórn staðfesti síðan hug-
myndina og fól formanni rafveit-
unnar, bæjarstjóra og bæjarlög- '
manni að semja reglugerð fyrir
sjóðinn.
A
212 FAXI