Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1986, Síða 10

Faxi - 01.10.1986, Síða 10
Innri-Njarðvíkurkirkja — myndin tekin á afmœlisdeginum. að kirkjan hafi verið aflögð í lengri tíma. Jón hét maður og var Halldórs- son ábúandi í Innri-Njarðvík á áttunda tug 17. aldar. Hann var lögréttumaður og því í betri bænda tölu. Jón hefur verið mað- ur dugmikill og fylginn sér. Árið 1670 fær hann því til vegar komið, með leyfi fógetans á Bessastöð- um, Jóhanns Klein og biskupsins í Skálholti, Brynjólfs Sveinssonar, eins og hann sjálfur segir ,,að uppbyggja kirkjuna hér á Innri- Njarðvík." Aðalröksemd hans fyrir beiðninni er sú að , .sérdeilis veikt og aldrað fólk mætti hér þjónustast, sem ekki hefur hreysti eða burði til að koma til Kirkjuvogs alltíð þá þörf er.“ Jón fær meira að segja fógetann til að leggja fé til byggingarinnar ,,ásamt fleiri öðrum góðum mönnum“ eins og hann orðar það. Töluvert stapp varð út af tíunda- og tollagreiðslum til kirkjunnar. Til eru mikil gögn um þann mála- rekstur allan sem of langt mál yrði að rekja, sem í stuttu máli endaði á þá lund að hálf kirkjan í Innri- Njarðvík öðlaðist alkirkjurétt. Skemmst er frá því að segja að kirkja sú, er Jón Halldórsson lét reisa, var öll hin myndarlegasta að þeirra tíma hætti og vel búin. Naut hún löngum gjafmildi Kefla- víkurkaupmanna og annarra stór- menna í grenndinni. Hún stóð með stöðugu og góðu viðhaldi í tæplega 140 ár, sem er hár aldur fyrir torfhús. Árið 1807 reisti Egill hinn ríki Sveinbjömsson nýja kirkju í Innri-Njarðvík. Er nú sá munur á orðinn að kirkjubóndinn er ekki leiguliði konungs heldur á sína jörð sjálfur. Sú kirkja var og öll hin prýðilegasta. Henni var breytt í timburkirkju árið 1829 með þeim hætti að moldir torf- hússins vom burtu teknar en súð- að á grindina í staðinn. Þrjátíu ár- um síðar er hún niður tekin og Hörður Ágústsson, listfrœdingur flutti mjög fróðlegt erindi um kirkju- byggingalist. önnur timburkirkja reist í stað- inn. Fmmkvæði að því verki átti útvegsbóndinn og dugnaðarfork- urinn Ásbjöm Olafsson. Óhætt mun að fullyrða að þetta nýja guðshús þeirra Njarðvíkinga hafi verið mun veglegra en það fyrra, enda var það í samræmi við þann mikla framfarahug sem í Islend- ingum var um þær mundir. Sem dæmi um sókndirfskuna og fórn- fýsina má nefna að heimamenn lögðu hinni nýju kirkju sinni yfir helming þeirra ijármuna sem þurfti til að koma henni upp. Að tæpum þremur áratugum liðnum tók að sjá á húsinu. Þá var, eins og gengur og gerist, þingað í sóknar- nefnd, hvort gera ætti við eða byggja að nýju. Ofan á varð að reisa nýja járnvarða timbur- kirkju. Þessi ákvörðun var og í samræmi við tísku og tíðaranda, sérstaklega í hinum fjölmennari sóknum. Gömlu timburkirkjurn- ar sem tóku að leysa torfkirkjurn- ar af hólmi uppúr fyrsta fjórðungi 19. aldar reyndust illa og voru of litlar. Einn maður var þó ósam- mála ákvörðun sóknarnefnar, sjálfur kirkjubóndinn, Ásbjörn Ölafsson. Hann ritar undir nafn sitt í gjörðarbókina: ,,Vil ekki timburkirkju“. Hvemig gat staðið á þessu? Hvernig kirkju vildi hann? Steinkirkju að sjálfsögðu. Ástæðan hlýtur að vera sú að nokkrum árum áður hafði Magn- ús Magnússon frá Gauksstöðum lært steinsmíð við byggingu Al- þingishússins, eins hitt að um þær mundir var rekinn mikill áróður í ísafold fýrir steinhúsa- smíð. Hversu svo sem því hefur verið háttað að öðru leyti þá er hitt víst að sjónarmið Ásbjarnar urðu ofan á þegar til kom. Hafist var handa um grjótaðdrátt síðla árs 1884 og byrjað að hlaða húsið vor- ið eftir. f árslok er kirkjan fullbúin að kalla og hún vígð 18. júlí 1886. Innri-Njarðvíkurkirkja kostaði 5491 krónu og 48 aura á verðlagi þess tíma, þar af lögðu sóknar- menn 2405 krónur og 29 aura eða um 44 af hundraði og vó þar þyngst framlag Ásbjarnar. í bréfi til prófastsins í Görðum, Þórarins Böðvarssonar, er þungt hljóðið í Ásbimi bónda út í háyfirvöldin, sem hann telur ekki hafi verið svo liðleg að hjálpa við bygginguna, ,,en ég meina ekkert af þessu til yðar herra prófastur, þvert á móti,“ enda hrósar séra Þórarinn Ásbirni mjög í bréfi til biskups. Af einhverjum ástæðum hefur kirkjusmíð Ásbjarnar Ólafssonar ekki fallið stiftsyfirvöldum í geð. Hann storkar þeim m.a. með því að senda byggingareikninginn í uppkastsformi og lætur enginn fylgiskjöl með, sem honum ber. ,,Ég vona“ segir hann í bréfi til prófasts ,,að kirkjustjórnin finni ekki ástæðu hjá sér að fara nú að setja út á hvorki bygginguna né Safnaðarheimilið var þéttsetið. Frá hátíðarmcssunni — Séra Þorvaldur Karl Helgason sóknarprestur fyrir altari. 214 FAXI

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.