Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1986, Blaðsíða 15

Faxi - 01.10.1986, Blaðsíða 15
fjarlægt, og örfáum dögum síðar barst bréf frá oddvita Gerða- hrepps, þar sem tilkynnt er aftur- köllunbyggingarleyfis, um stund- arsakir, eins og það er orðað í bréfinu, sem urðu alls 22 mánuð- ir. Var þetta allt vegna ófullnægj- andi yfirráða yfir landi því sem húsið stendur á. Fór nú langur óvissutími í hönd, sem markaði sín spor. Á þessu sama ári var golfklúbburinn 20 ára og haldið upp á það með glæsibrag og einn þátturinn var reisugilli sem haldið var með eftirminnilegum hætti, þrátt fyrir að ský hafi dregið fyrir sólu og myrkur í sálinni. Hér verða ekki rakin frekar þau vand- ræði sem við rötuðum í, enda er- um við hér til að fagna og það af margþættu tilefni eins og fyrr er getið. í fyrsta lagi, er lokið ef svo má segja 15 ára landvinninga- stríði, með fullum sóma en nokkrum stríðsskaðabótum og hefur golfklúbburinn nú fullan umráðarétt yfir öllu því landi sem hann hefur tekið til nýtingar. í öðru lagi er lokið að mestu fram- kvæmdum við völl og hús. Nú eru réttir 4 mánuðir síðan hafist var handa, þar sem frá var horfið fyrir tveimur árum. Bygg- ingin rétt tæplega fokheld. Sam- staðan gagnvart þessu verkefni hefur verið stórkostleg, og er úti- lokað að tekist hefði að koma byggingunni á það stig, sem hún er í dag, á svo stuttum tíma sem til stefnu var, án hennar, enda liggja að baki á annantug þúsunda sjálf- boðaliðs vinnustundir. Hlutirnir hafa gerst svo hratt þessa mánuði að enginn tími hef- ur verið til að gera sér fulla grein fyrir íjárhagshlið þessa verks, en það er alveg ljóst að klúbburinn stendur eftir stórskuldugur. Ekki aðeins vegna klúbbhússins, held- ur einnig vegna kaupa á landi, kemur áreiðanlega til með að reyna á þolinmæði lánadrottna, enda er hér um gífurlegar fjáríest- ingar að ræða á aðeins tæpu hálfu ári. Bjartsýnin er mikil og við trú- um að við komumst fram úr þessu án stóráfalla. Þegar við lítum hér út um gluggana eða göngum út á svalimar og virðum fyrir okkur umhverfið og stórkostlegt útsýn- ið, skynjum við hversu vel húsið er staðsett, golfvöllurinn blasir svo til allur við augum, flóinn svo í beinu framhaldi og fjallahring- LANDSMÓT í GOLFI MEÐ „ST7EL“ Frd Landsmótinu á Hðlmsvelli í Leiru. Mótshliðið fánum skrýtt. Pað sér varla í hiðglœsilega nýja hús Golfklúbbs Suðurnesja /ýrir hílamergð ogfólksfföldinn var að sama skapi ýmist dreijður um völlinn til að fylgjast með sinum uppá- haldsgolfspilurum eða þá að það sat inni í velbúnum golfskálanum og naut góðra veitinga og hvíldar eftir útivistina. Þau hafa orðið fleyg orðin sem Logi Þormóðsson lét falla fyrr í sumar, að Golfklúbbur Suður- nesja myndi standa fyrir lands- móti í golfi ,,með stæl“. Að mót- inu loknu er óhætt að segja, að mótið fór hið besta fram og var á alla lund mjög skemmtilegt. Það var sem sagt dagana 28. júlí til 3. ágúst sl. að haldið var í Leiru Landsmót 1986 í golfi. Stjórn mótsins var í höndum þeirra Loga Þormóðssonar, Ómars Jóhanns- sonar og Kristjáns Einarssonar. Þeim til aðstoðar var aragrúi af sjálfboðaliðum úr golfklúbbnum. Er mér til efs, að áður hafi verið haldið svo vel skipulagt lands- mót. Golfklúbbur Suðurnesja hefur á undanförnum árum verið í stöð- ugum uppgangi og hefur nú verið tekinn í notkun frábær 18 holu völlur ásamt mjög góðu klúbb- húsi. Eru nú aðstæður mjög góðar svo ekki sé meira sagt. Svo vel er til hagað með staðsetningu húss- ins, að þaðan má sjá til allra brauta vallarins, þannig að áhorf- endur geta vel fylgst með keppni frá sjálfu húsinu. Var þetta óspart notað á meðan mótið stóð yfir. Leiran á sér merkilega sögu og hefur golfklúbburinn gert henni hátt undir höfði með því að golf- brautirnar bera heiti eftir bæjum og öðrum örnefnum. Ein brautin heitir til dæmis Gapastokkur. Það vill svo til, að það er nafn með rentu, því sú braut er ein sú erfið- asta og hættulegasta á vellinum. Þetta landsmót var hið fjöl- mennasta sem haldið hefur verið, en alls voru keppendur 247 tals- ins. Er nú svo komið, að óhjá- kvæmilegt verður að skipta slíku móti á fleiri golfvelli í framtíðinni, því þessu fylgir óeðlilega mikið álag, bæði á starfsmenn og kepp- endur. M.a. þurftu sumir kepp- endur að hefja leik kl. sex að morgni. Allt mótið var veður hið fegursta. Hið landsfræga ,,Suður- nesjaveður", þ.e. rok og rigning lét sig alveg vanta og reikna ég með, að fáir hafi saknað þess. Hér á eftir verður nú getið helstu úrslita og minnst á ýmislegt ann- að, er áhugavert þykir. Heildarúr- slit hafa birst í dagblöðum þannig að aðeins verður stiklað á stóru hér. Þess er fyrst að geta, að ís- landsmeistarar urðu að þessu sinni mjög ungir golfleikarar. í kvennaflokki sigraði Steinunn Sæmundsdóttir og í karlaflokki Úlfar Jónsson. Steinunn háði harða baráttu allan tímann, en Úlfar stakk sína keppendur af snemma á síðasta keppnisdegi. Keppendur af Suðurnesjum gerðu góða hluti á þessu móti. Yngsti keppandi mótsins, Karen Sævarsdóttir úr GS, varð íjórða í meistaraflokki og verður það að teljast mjög góður árangur hjá 14 ára telpu. Er hún líkleg til mikilla afreka í framtíðinni, enda á hún ekki langt að sækja það, því for- eldrar hennar eru báðir góðir golf- leikarar. Sigurvegarar í öðrum og þriðja flokki voru báðir úr GS. Högni Gunnlaugsson í þriðja flokki og Máni Ögmundsson í öðrum. Þá varð Gylfi Kristinsson þriðji í meistaraflokki. ÚRSLITi Meistaraflokkur karla: Úlfar Jónsson GK 299 Ragnar Ólafsson GR 302 Gylfi Kristinsson GS 305 Meistaraflokkur kvenna: Steinunn Sæmundsdóttir GR 342 Ásgerður Sverrisdóttir GR 346 Jóhanna Ingólfsdóttir GR 346 1. flokkur karla: Jóhann R. Kjærbo GR 319 Peter Salmon* GR 321 Gunnlaugur Jóhannsson NK 322 Guðmundur Bragason GG 322 *Peter keppti sem gestur. 1. flokkur kvenna: Alda Sigurðardóttir GK 341 Ágústa Guðmundsdóttir GR 375 Aðalheiður Jörgensen GR 346 2. flokkur karla: Ögmundur M. Ögmundss. GS 334 Lúðvík Gunnarsson GS 334 Bernhard Bogason GE 336 2. flokkur kvenna: Sigríður B. Ólafsdóttir GH 389 Björk Ingvarsdóttir GK 397 Kristine Eide NK 400 3. flokkur karla: Högni Gunnlaugsson GS 342 Rúnar Valgeirsson GS 350 Jóhannes Jónsson GR 352 H.H. Margt manna fylgist hérmeð Úlfari Jónssyni, 17 ára pilti lír Hafnarfirði, sem varð íslandsmeistari, pútta á 16. flöt. Myndir J.T. FAXI 219

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.