Faxi - 01.10.1986, Side 21
Nemendurd tréidnadarbraut veturinn 1984-85 ásamt kennurum sínum, t.v. Stur-
laugi Ólafssyni og t.h. Héðni Skarphéðinssyni.
Nemendur á málmiðnabmut veturinn 1984—85.
þrem vetrum. Á sama hátt gátu
lakari nemendur svo og aðrir sem
bjuggu við þannig aðstæður valið
sér íjölda áfanga í samræmi við
fyrri undirbúning, vinnuafköst
eða getu og aðstæður. Þessir nem-
endur gátu þannig áætlað sér
lengri tíma til að ljúka sínu námi,
eftir því sem hentaði í hverju til-
felli. Slíkur sveigjanleiki var og er
ekki til í bekkjaskipta kerfinu, því
þar sigldu allir sömu leið, góðir
nemendur og slakir, án nokkurs
tillits til aðstæðna. Þannig gat
t.a.m. góður nemandi tæplega
flýtt sínu námi, nema að leggja
óhemjumikið á sig. En áfanga-
kerfið bauð upp á nýja mögu-
leika, sem fáa hafði dreymt um
áður, þ.e. að sameina undir einum
hatti ólíkar námsbrautir og þann-
ig nýta betur bæði húsnæði og
spara í rekstur en þó stórefla
menntakerfið um leið og færa
menntunina út á iandsbyggðina,
út í héruðin. Þessi nýi möguleiki
var fjölbrautaskólakerfið.
Frá skóianum í Hamrahfíð
breiddust þessar hugmyndir út
um iandsbyggðina og varð þunga-
miðja þeirrar nýju skólamála-
stefnu er fram kom á sjöunda ára-
tugnum og nýtt fyrirbrigði fædd-
ist, sem venjulega er nefnt fjöl-
brautakerfi eða íjölbrautaskólar,
byggt upp á áfangakerfi og átti eft-
ir að gjörbylta menntakerfmu í
landinu. Á áttunda áratugnum óx
ísienska skólakerfið og dafnaði og
þandi sig út um alla landsbyggð-
ina og í dag skipta þeir skóiar tug-
um um allt land sem byggja starf
sitt upp á áfangakerfinu.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja
byggði upp á því kerfi, sem þróað
hafði verið í Menntaskólanum í
Hamrahlíð. Jón Böðvarsson,
skólameistari, kom beint úr
Hamrahlíðarskólanum, þar sem
hann hafði verið einn af brautryðj-
endunum sem ýttu áfangakerfinu
af stað og hélt áfram á þeirri braut
er hann tók við skólastjórn á Suð-
urnesjum. Það voru fleiri fjöl-
brautaskólar sem stofnaðir voru á
næstu árum. Stjórnendur sumra
þeirra komu úr Hamrahlíðarskól-
anum s.s. Ólafur Ásgeirsson, f.v.
skólameistari á Akranesi og
Heimir Pálsson, f.v. skóiameistari
á Selfossi. Einnig var Jón Fr.
Hjartarson, fyrrum áfangastjóri
úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja
ráðinn skólameistari við Fjöl-
brautaskóia Sauðári<róks. í upp-
hafi mynduðu þrír skólar, Fjöl-
brautaskóli Suðurnesja, Fjöl-
brautaskólinn á Akranesi og
Flensborgarskólinn í Hafnarfirði
undir stjórn Kristjáns Bersa
Óiafssonar með sér samtök um
gerð sameiginlegs námsvísis fyrir
alla skólana þrjá, svo og stefnu-
mörkun í hagsmunamálum þess-
ara skóla. Samstarf þetta tókst
með ágætum og þegar ijölbrauta-
skólamir á Suðurlandi og Sauðár-
króki vom stofnaði gengu þeir inn
í þetta samstarf. Gerð námsvísis
varð að föstum lið og brátt fóru
ýmsir aðrir skólar að miða starf-
semi sína við námsvísi þessara
skóla, sem gjarnan vom nefndir
, ,námsvísisskólarnir“. Skipta
þeir skólar nú tugum sem miða
starfsemi sína við þennan náms-
vísi. Stærsta viðurkenningin á
þessu starfi „námsvísisskól-
anna“ fékkst á síðastliðnu vori,
þegar Menntamálaráðuneytið gaf
út samræmda námsskrá fyrir tvö
fýrstu árin í öllum íramhaldsskól-
um landsins. Námsskrá þessi tek-
ur gildi nú í haust og er í grund-
vallaratriðum byggð á námsvísi
,,námsvísaskólanna“. Þannighef-
ur Fjölbrautaskóli Suðurnesja
tekið þátt í brautryðjendastarfi,
sem áhrif hefur haft á allt mennta-
kerfi landsins.
En hvað hefur þetta fjölbrauta-
eða áfangakerfi upp á að bjóða?
Uppbygging
áfangakerfisins
Áfangaskóli eins og Fjölbrauta-
skóli Suðurnesja býður upp á
margar námsbrautir sem ýmist
em frá tveggja anna námi, t.d.
iðnnám, fjögurra anna námi t.d.
verslunarpróf o.fl., til átta anna
náms, sem endar með stúdents-
prófi. Námsbrautir þessar eru
mismikið skildar eins og gefur að
skilja, en hafa þó allar einn ákveð-
inn kjarna, sem allir nemendur
skólans, á hvaða braut sem þeir
eru, verða að taka. Tökum sem
dæmi tvær tiltölulega óskildar
brautir, tréiðnaðarbraut og versl-
unarbraut, sú fyrri er þriggja
anna en hin síðari Ijögurra anna
námsbraut. Á báðum þessum
brautum em danska 103, stærð-
fræði 103, íslenska 103, enska
103, sem grunnáfangar. Ef nem-
anda snýst hugur um nám sitt á
miðjum námstíma, þannig að
hann t.d. teldi að iðnnám tréiðna
hentaði honum betur en verslun-
arnám, þá þyrfti hann ekki að
byrja frá grunni þegar hann hæfi
nám á nýrri braut, því grunn-
áfangarnir sem að ofan eru taldir
nýtast honum að fullu í hinu nýja
námi. Þetta hefði ekki verið unnt
samkvæmt námsuppbyggingu
skólakerfisins áður, því námið var
ólíkt og mat á námsefni var erfitt
t.d. frá mennta-, verslunar-, eða
iðnskóla. I áfangakerfinu merkir
áfangaheiti, t.d. STÆ 103 eða ÍSL
103 það sama hvort sem það kem-
ur fyrir í námsbrautarlýsingu fyr-
ir iðnbraut húsasmíða eða fyrir
stúdentsprófsbraut. Námsefnið
er hið sama, kröfurnar hinar
sömu og nemendum af hinum
ýmsu brautum blandað saman í
hópa. Á þennan hátt byggist
áfangakerfið upp á smáum grunn-
einingum sem síðan er hlaðið ofan
á og utan um allt eftir því hvert
stefnt er í námi. Lítum aðeins á
þessi númer sem áfangakerfið
byggist upp á.
Fyrir ókunnugan kunna þessi
heiti og númer sem að framan eru
talin að virka framandleg og jafn-
vel fráhrindandi, en þau eru þó
lykillinn að þessu kerfi og því
nauðsynlegt að menn þekki þau.
Áfangakerfið hefur einnig verið
nefnt hlítarkerfi vegna þess að
nemandinn þarf að standast
ákveðnar kröfur áður en hann l'ær
að halda áfram. Þegar nemandi
lætur skrá sig í t.d. stærðfræði
103 verður hann að fá 5 í einkunn
til þess að geta haldið áfram í
stærðfræði. Nemandinn hefur þá
Nemendur á hársnyrtibmut veturinn 1984—85.
FAXI 225