Faxi

Årgang

Faxi - 01.10.1986, Side 24

Faxi - 01.10.1986, Side 24
t.t. nýútskrifaður nemandi úr skólanum og hefur gegnt þessu starfi frá ársbyrjun 1985 en lætur nú af störfum í haust. Ekki hefur verið gengið frá ráðningu í hennar stað þegar þetta er ritað. Auk skólaritaranna tveggja er bók- haldari skólans, Valtýr Guðjóns- son. Húsvörður er Maríus Sigur- jónsson og hefur hann yfirumsjón með ræstingu og viðhaldi skóla- húsnæðisins. Ræstingafólk er: Ólöf Bjömsdóttir, Sigurbjörg Þor- steinsdóttir, Elín Júlíusdóttir, Ásthildur Einarsdóttir og Helga Þorkelsdóttir. Félagslíf Mannlíf og félagslíf em tengd órofaböndum. Án mannlífs er ekkert félagslíf og án félagslífs er enginn skóli. En félagslíf er mis- jafnt frá einum skóla til annars og einum árgangi til annars. Félagslíf nemenda veltur fyrst og fremst á þeim sem til forystu veljast í það og það skiptið, hvort þeir em virk- ir og fái íjöldann með sér. Því hef- ur félagslíf verið misgott á þessum tíu ámm og nemendur mis virkir. Forsvarsmenn félagslífs nemenda er stjóm Nemendafélags Fjöl- brautaskóla Suðumesja (NFS) og sjá þeir um skipulagningu alls fé-. lagslífsins. Þeim til aðstoðar er einn úr föstu starfsliði skólans og er hann nefndur félagsmálastjóri. Síðustu ár hefur félagslífið eflst mjög og er það fyrst og fremst því að þakka að til forystu hefur valist vel virkt og dugandi fólk. Klúbbar og félög innan nemendafélagsins, sem vom einungis nafnið tómt em nú virk á ný og bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Má þar nefna málfundafélagið Kormák, skák- klúbb FS, ferðafélag FS, skemmtinefnd, íþróttafélag FS, bridgeklúbb, ljósmyndaklúbb, kór FS og leikfélagið Vox Arena, svo að nokkuð sé nefnt. Þrátt fyrir lægðir í félagslífi hafa ákveðnir dagskrárliðir fests í sessi. Má þar nefna liði eins og busavígslu, árs- hátíð, tónlistarhátíð og íþróttahá- tíð. íþróttamót em í gangi allan veturinn og einnig hefur verið far- ið í ferðalög og hafa tvær ferðir orðið að hefð í starfsemi nem- endafélagsins. Það er Þórsmerk- urferð, sem farin er hvert haust í kring um mánaðamót september/október, svo og skíðaferð í janúar/febrúar. Ferðir þessar hafa notið mikilla vinsælda meðal nemenda, einkanlega skíðaferðin, en í skíðaferðimar fara iðulega um og yfir 100 nemendur. Einnig má geta samvinnu á sviði íþróttamála við Fjölbrautaskólann á Akranesi og Fjölbrautaskóla Suðurlands, en þessir skólar skiptast á heim- sóknum. Þá má að lokum geta starfsemi tveggja félaga. Leikfélag NFS hefur fært upp alls þrjú leik- rit og nú síðast í vetur sem leið. Starfsemi málfundafélagsins hef- ur verið öflug og hefur FS komið sér upp vel frambærilegu liði ræðumanna sem att hefur kapp við alla bestu ræðumenn fram- haldsskólanna s.l. tvö ár í svo- nefndri MORFIS keppni og staðið sig vel. Síðastliðna tvo vetur hefur svo öflug skemmtinefnd starfað og hefur hún staðið fyrir opnu húsi vikulega, þar sem boðið er upp á félagsvist, bingó o.s.frv. auk þess sem hún stendur fyrir böllum, sem haldin em mánaðar- lega. Félagslífið er nú svo blómlegt að nýnemar hafa haft það á orði að þeir hafi aldrei kynnst öðm eins. Er þetta ánægjulegur vitnisburð- ur, því óþarít er að fjölyrða um gildi þess sem gott félagslíf hefur, jafnt fyrir skólann í heild sinni, sem og þá einstaklinga sem til- búnir em að leggja til starfskrafta sína. Það eitt sér að vera þátttak- andi og gefa þannig af sjálfum sér er ómetanleg reynsla sem hvorki verður metin til fjár né eininga. Margt dugandi fólk hefur starf- að í stjóm nemendafélagins í gegnum árin og væri of mikið að ætla að telja það allt upp. Þó má að öðmm ólöstuðum geta tveggja skömnga, sem báðar gegndu starfi formanns, þeirra systra Köllu Bjargar og Eddu Rósar Karlsdætra. Óhætt er að fullyrða að báðar störfuðu af miklum krafti og lögðu óeigingjarnt starf að mörkum. Edda Rós var for- maður veturinn 1984—85 og lagði gmnninn að því kraftmikla starfi sem nú er. 1 stjórn nemendafé- lagsins síðasta vetur sat einnig prýðisfólk. Formaður var Hafliði Sævarsson, sem sat í stjórn með Eddu Rós og haldið hefur uppi merki þeirrar stjórnar. Hann mun einnig sitja í stjóm næsta vetur, sem gjaldkeri. Varaformaður var Thyggvi Braga- son, ritari Georg Georgsson, gjaldkeri Guðni Gunnarsson og meðstjómandi Ámi Ragnar Lúð- víksson. Stjóm nemendafélagsins veturinn 1986—87 verður þannig skipuð: Formaður, Guðmundur Karl Brynjarsson, varaformaður, Margrét Þórarinsdóttir, ritari Bjami Thor Kristinsson og gjald- keri Hafliði Sævarsson. Með- stjómandi verður kosinn í upp- hafi haustannar. BRUnflBúi opnctr í Vogum Ó BRUnflBÚT bœtii enn þjónustu sína á Suöumesjum. Nú opnum viö ÍO. septembei n.k. skiifstoíu í Vogum. Á mánudögum og mlövikudögum írá 14.00-17.00 mun starísmadur okkar vera til viötals á skriístofu hreppsins, Vogageröi 2. Aö sjállsögöu mun skriistoía okkar í Kellavik annast þjónustu aöra daga viö Vogabúa. ...................................mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm.. ÖLL ALMENN TRYGGINGAEP JÓNUSTA .™Ga*ít«2ilSÍD _ BRimflBÚT \c3kT -AFÖRYGGISÁSTÆÐUM UMBOÐ VOGUM 228 FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.