Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1986, Síða 32

Faxi - 01.10.1986, Síða 32
Tómas Tómasson: „Fegurrn mál á ei vezöld víð“ Þjóðhátíðarræða flutt í Skrúðgarðinum í Keflavík 1986 Góðir Keflvíkingar. Það hefur verið sagt um okkur íslendinga, að þegar við ræðum atburði eða málefni, þá verði okk- ur ætíð fyrst fyrir að reyna að kryfja svo sem unnt er rætur þeirra. Skoða fortíðina gaumgæfi- lega. Það er sagt að liðna tíðin sé okkur forvitnilegust, og þeim mun forvitnilegri sem við getum rakið söguna lengra aftur til grárr- ar fomeskju. því hefur verið hald- ið fram, að við séum svo upptekn- ir af forsögunni, að við gleymum gjarnan vanda líðandi stundar, hvað þá að við gemm okkur rellur af áætlunum til framtíðarinnar. Mikilhæfustu menn þjóðarinnar séu í okkar hugum ávallt þeir, sem þegar hafa lokið jarðvist sinni, og þá helst fyrir löngu. Það besta af þjóðarmeiðnum séu ræt- umar í jörðinni, og að þeim sé hlúð. Laufskrúðsins og ávaxtanna í nútímanum sé síður gætt. Ég verð auðvitað að vera trúr þessu ætlaða eðli þjóðar okkar, enda á það varla nokkurs staðar betur við en á þjóðhátíðardegi, að líta aðeins um öxl. Við eigum því sérstæða láni að fagna, og getum þakkað það Ara fróða, að eiga svo óyggjandi sögu um landnám og byggð hér á landi, að varla getur skeikað nema örfá- um ámm um tímasetningu þess, er fyrsti landnemi setur hér sam- an bú í þeim tilgangi að festa hér Tómas Tómasson. rætur — stofnar til varanlegrar byggðar. Að hér rís upp og stofn- ast ný þjóð, nýtt ríki, nýtt þjóð- veldi. Saga íslenskrar tungu, ís- lenskrar menningar, íslenskrar lífsbaráttu hefst, hefst með land- námi Ingólfs Arnarsonar. Saga landnámsins er á margan veg sérstæð. Hér var landi ekki rænt frá öðmm með valdi og blóðsúthellingum — hér þurfti ekki að útrýma frumbyggjum, svo að þeir sem inn fluttu fengju oln- bogarúm. Með ólíkindum var einnig hversu gott og frumlegt skipulag komst strax á það, með hverjum hætti landnemarnir helg- uðu sér land. Var það til þess að ótrúlega lítið varð um árekstra SÝNINGARSALUR OKKAR - GALLERÍIÐ - ER OPIÐ ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 13-19. Mikiö úrval af grafík og málverkum effir þekkt listafólk EINNIG POSTULÍN OG FLEIRA FRÁ ROSENTHAL Innnömmun Sueynnesjfl Vatnsnesvegi 12 — Keflavík. Sími 3598. 236 FAXI

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.