Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.10.1986, Qupperneq 35

Faxi - 01.10.1986, Qupperneq 35
heldur í efnahagslegu og verklegu tilliti, eða félags- og menningar- legu, þeir sýna þannig ást sína á ættjörðinni best í verki. Góður ár- angur í héraði skilar þjóðfélaginu bestum arði. Héraðið okkar, Keflavík og Suðurnes öll, er ær- inn vettvangur að starfa á og ánægjulegur. Ég hef lengi verið því marki brenndur, að líta á Suðumesja- svæðið sem eina heild, enda þótt hér séu 7 sveitarfélög. Ég er þeirr- ar bjargföstu trúar, að með sam- eiginlegu átaki geti þessi sveitar- félög lyft Grettistökum, eins og þau hafa raunar gert. Við emm oft minnt á það, að af- rakstur hinnar miklu atorkusemi okkar íslendinga sé ekki nægur, og kerfið okkar sé alltof dýrt. Þetta á m.a. rætur að rekja til mis- vægis í stjórnsýslunni, annars- vegar ofurþunga miðstýringar ríkisvalds og fjármagnsvalds — og á hinu leitinu vanmegnug sveitar- félög vegna smæðar þeirra. Þjóð- inni er nauðsyn, að efla, stækka og styrkja sveitarfélögin í land- inu, svo þau geti orðið verðugt og sterkt mótvægisafl gegn mið- stýrðu ríkisvaldi. Stjórnun sem flestra mála, er varða hagsmuni héraðanna, þarf að flytjast heim. Fólkið í héruðunum þarf að fá sem flest sinna mála í sínar eigin hendur. Þá verður þunginn í fram- vindunni meiri. Og þetta þarf að gerast áður en hin dreifðu héruð verða mannauð. Við, fólkið, erum eins og undir- aldan, fömm ekki fram með ógn- vekjandi skrautsýningum brot- sjóanna, eins og ég man þá í Grindavík, heldur er undiraldan sá þungi, sem þó ræður heildar- ferðinni, óháð þeim skyndiat- burðum, sem brotsjórinn veldur. Ég hef óbilandi trú á því, að við hér í Keflavík og á svæðinu okkar hér um Suðurnes, eigum bjarta framtíð fyrir höndum. Hér er gott að búa, og hér hafa stórstígar framfarir orðið á nánast öllum sviðum. Það er búið vel að æsku- fólkinu okkar, íþróttamannvirki, fjölbrautaskóli þar sem við höfum átt því iáni að fagna að hafa flutt menntun og þekkingu heim í hér- að, grunnskóli, tónlistarskóli. Bærinn hefur hlotið sérstakt lof þeirra sem um þessi mál fjalla hjá skólayfirvöldum. Ibúðir aldraðra hér fyrir augum okkar við Suður- götu hafa allstaðar hlotið verð- skuldaða athygli. AÐSENT BRÉF TIL FAXA Esther Ólafsdóttir lýkur háskólanámi í píanó- og orgelleik og semur athyglisverða ritgerð tun íslenskan tvísöng. Ur bréf dr. Ama Hólm. Esther Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Sigurðssonar og Steinunnar Erl- ingsdóttur til heimilis að Skóla- vegi 7 í Keflavík hefur nýlokið M A námi við Andrews háskólann í Michigan í Bandaríkjunum. MA nám Estherar var í tónlistar- sögu og orgelleik, en 1985 lauk hún háskólanámi (Bachelor of Music) í píanóleik og orgelleik. Með náminu í vetur var Esther fastur organleikari í borginni St. Joseph sem er nærliggjandi borg við Andrews háskólann. MA ritgerð Estherar fjallaði um efnið „Structure and Modality in Icelandic IXnsöngur, Collected by Bjarni Þorsteinsson, 1880—1904 (Éormgerð og tóntegund í íslensk- um tvísöngvum, safnað af Bjarna Þorsteinssyni, 1880—1904) og þótti svo fróðleg að hún var sam- þykkt til flutnings á árlegri ráð- stefnu Michigan Academy of Science, Arts and Letters við Michigan Central University í Mount Pleasant, Michigan. Esther verður við nám við Strassborgarháskóla í Frakklandi næstaár. Esthererfædd 1.12 1962 í Keflavík. Hún lauk stúdents- prófi frá Fjölbrautaskóla Suður- nesja 1981 á tónlistarbraut og var jafnframt nemi í Tónlistarskólan- um í Keflavík. Þar hafði hún num- ið píanóleik frá barnsaldri. fe Fjölbrautaskóli Suðurnesja Vélvaröarnám Fyrirhugað er að halda uppi kennslu í námi vélavarða á vorönn 1987. Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans sími 3100. Skólameistari ,,Æskan, ellinnar samtíð, við cigum öll samleið — og framtíð" kvað Einar Benediktsson. Bærinn okkar fær vaxandi orð sem fallegur og snyrtilegur bær, menningar og menntabær. Allt er þetta auðvitað fyrst og fremst að þakka ótrúlegu fram- taki bæjarbúa. En auðvitað blasa óunnin verk- efni við. Gott má lengi bæta, og sí- fellt nýjum þörfum og óskum íbú- anna að mæta. Við getum verið þakklát á meðan svo er. Það sýnir að dauð hönd stöðnunarinnar hefur ekki heltekið bæinn okkar. I starfssömum bæ, þar sem dugn- aður og þekking einstaklingsins er ekki drepin í dróma, verður aldrei verkefnaskortur. Samstarfsverkefni sveitarfélag- anna á Suðurnesjum eru mjög margvísleg og fer þeim fjölgandi. Ég nefni hér aðeins Hitaveituna, sem er eitt glæsilegasta mannvirki hér á landi, og er okkur öllum til stórsóma. Að ógleymdu Bláa lón- inu og öllum þeim framtíðar- möguleikum, sem því tengjast. Þær draumsýnir eiga eftir að ræt- ast, og fyrr en margan grunar. En hér er því miður ekki stund til þess að fjalla nánar um þær fram- tíðarsýnir. En framtíðin er okkar. En ég legg áherslu á, að þar er áframhaldandi gott samstarf sveitarfélaganna lykillinn, á með- an ekki vinnst nægjanlegt fylgi fyrir sameiningu þeirra í eitt sterkt og áhrifamikið sveitarfélag. Það hefur verið mér sérstök ánægja, að hafa fengið tækifæri til þess að taka þátt í því mikla og ævintýralega framfarastarfi, sem hér hefur verið að gerast síðustu áratugi, með setu minni í bæjar- stjórn. Ég vil nota þetta tækifæri, til þess að þakka ykkur, Keflvíking- ar góðir og sem mál mitt heyra, fyrir það mikla traut, sem ég hef ávallt notið og fyrir alla velvild mér sýnda, og fyrir þann mikla stuðning, sem ég hefi notið í þeim störfum, sem mér hafa verið falin fyrir bæinn okkar. Það er von mín og ósk, að okkur eigi eftir að auðnast að gera góðan bæ enn betri, svo ég grípi til slag- orða kosningarbaráttunnar, og manneskjulegri, þar sem við, íbú- arnir, getum ávallt búið við bestu kjör í starfi, í námi og við leik. Ég óska nýkjörinni bæjarstjórn allra heilla í störfum fyrir bæinn okkar. Keflvíkingar, ég óska okkur öll- um árgæsku og farsældar á ókom- inni tíð. Guðsblessun fylgi okkur öllum. Gleðilegan þjóðhátíðardag. FAXl 239

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.