Faxi - 01.01.1987, Page 6
MINNING
Emil Jónsson
fyrrverandi forsætisráðherra
og alþingismaður Reyknesinga
F. 27. OKTÓBER 1902
D. 30. NÓVEMBER 1986
Nú þegar Emil Jónsson er
kvaddur hinstu kveðju, kemur
margt upp í hugann hjá þeim, sem
þekktu hann og störfuðu með
honum í áratugi.
Emil fæddist í Hafnarfirði 27.
október 1902. Foreldrar hans
voru hjónin Jón inúrarameistari
þar Jónsson bónda í Sólheimum í
Hrunamannahreppi Jónssonar og
Sigurborg Sigurðardóttir bónda á
Miðengi á Vatnsleysuströnd
Ámasonar. Hann lauk burtfarar-
prófi úr Flensborgarskóla vorið
1917 og stúdentsprófi í Mennta-
skólanum í Reykjavík vorið 1919.
Þá um haustir, tæpra seytján ára
að aldri, hóf hann nám við verk-
fræðiháskólann í Kaupmanna-
höfn. Lokaprófi þar lauk hann í
janúar 1925. Hánn var aðstoðar-
verkfræðingur bæjarverkfræð-
ingsins í Óðinsvéum á Fjóni
1925—1926, bæjarverkfræðingur í
Hafnarfirði 1926—1930 og bæjar-
stjóri þar 1930—1937. A árinu
1937 var hann skipaður vita- og
hafnamálastjóri og fékk lausn ffá
því embætti snemma árs 1959, en
hafði þá gegnt embættinu með
nokkrum frávikum vegna annarra
starfa, einkum sem ráðherra.
Hann var samgöngumálaráðherra
1944—1947, viðskipta-, iðnaðar-
og samgöngumálaráðherra
1947—1949, utanríkisráðherra
vegna veikindaforfalla nokkrar
vikur 1956, forsætisráðherra frá
því í desember 1958 fram í nóv-
ember 1959, sjávarútvegs- og fé-
lagsmálaráðherra 1959—1965,
utanríkisráðherra 1965—1970,
utanríkis- og félagsmálaráðherra
1970-1971. Bankastjóri Lands-
banka íslands var hann
1957—1958. Hátt í fjóra áratugi
átti hann sæti á Alþingi, var
þingmaður Hafnfirðinga 1934—
1937, 1942-1953 og 1956-1959,
landskjörinn þingmaður 1937-
1942,1953-1956 og á sumarþing-
inu 1959 og loks þingmaður
Reykjaneskjördæmis 1959—1971.
Hann var forseti neðri deildar á
sumarþinginu 1942 og forseti
sameinaðs þings 1956-1958. Alls
átti hann sæti á 44 þingum.
Auk þeirra starfa, sem nú hafa
verið talin, kom Emil Jónsson
víða við sögu í félags- og þjóðmál-
um. Hann átti frumkvæði að
stofnun iðnskóla í Hafnarfirði árið
1926 ojg var skólastjóri hans til
1944. I miðstjórn Alþýðuflokks-
ins var hann 1930-1952 og
1954—1971, formaður flokksins
1956—1968. Bæjarfulltrúi í Hafn-
arfirði var han 1930—1962 og
stjórnarformaður Bæjarútgerðar
Hafnarfjarðar 1931—1957. Hann
var formaður skólanefhdar Flens-
borgarskólans 1930—1945, í
stjóm Landssambands iðnaðar-
manna 1933-1945, í stjóm skipu-
lagsnefndar atvinnumála frá 1934
og formaður hennar frá 1935.
Hann var í stjóm Sparisjóðs Hafn-
arfjarðar 1935—1957 og í Lands-
bankanefnd 1936—1957. Stjórn-
arformaður Raftækjaverksmiðj-
unnar í Hafnarfirði var hann um
áratugi frá stofnun hennar 1936.
Hann var i fiskimálanefnd
1938—1939, í skipulagsnefnd
bæjar, kauptúna og sjávarþorpa
1938-1944 og 1950-1957, kosinn
1944 í milliþinganefnd í sam-
göngumálum Suðurlandsundir-
lendisins, skipaður 1946 í endur-
skoðunarnefnd laga um verðlagn-
ingu landbúnaðarafurða og fleira
og kosinn í togaranefnd 1954. í
Norðurlandaráði átti hann sæti
1955—1959, í Þingvallanefnd
1957—1972, í úthlutunarnefnd at-
vinnuaukningarfjár 1959—1961
og í stjóm atvinnubótasjóðs, síðar
atvinnujöfnunarsjóðs, 1962—1967.
í bankaráði Seðlabanka íslands
var hann 1968—1972.
Emil Jónsson átti sér glæsilegan
námsferil og langan og fjölbreyti-
legan starfsferil. Ungur var hann
kvaddur til starfa í heimabæ sín-
um, Hafnarfirði, og naut bæjarfé-
lagið þar góðrar menntunar hans,
ósérhlífni og úrræða á erfiðum
tímum sem þá vom.
í huga flestra mun þar hæst bera
heiðarleika hans, staðfestu og frá-
bærar gáfur. Allra þessara hæfi-
leika Emils naut Alþýðuflokkur-
inn og þjóðin öll í ríkum mæli í
þeim margþættu verkum, sem
hann lagði hug og hönd á að leysa.
Alla tíð lagði hann mesta áherslu
á að rétta hlut þeirra, sem minna
mega sín og oft með ráðum, sem
leitt hafa til varanlegra umbóta,
þótt sum hver væm umdeild í
upphafi.
Lengst mun Emils þó trúlega
minnst fyrir að mynda minni-
hlutastjórnina árið 1958, þegar
fráfarandi forsætisráðherra lýsti
því yíir að óðaverðbólga væri
skollin á og samstaða væri engin
um stjórn landsins. Þá reyndi
mikið á staðfestu Emils og þá naut
6 FAXI