Faxi - 01.01.1987, Síða 21
OSKAR
m
X \,
f 0jVs*,
AXEL
/V V- '
o \v;-,
Víkmgar í
Vesturheimi
w
Bræðumir Óskar og Axel Niku-
lássynir eru mörgum Keflvíking-
um að góðu kunnir. Báðir léku
þeir í mörg ár með liði ÍBK í körfu-
bolta og gerðu þar garðinn fræg-
an. Ég held, að ekki sé á neinn
hallað, þótt fuflyrt sé, að Axel hafi
verið einn litríkasti og skemmti-
legasti körfuboltamaður landsins
á þeim tíma. Óskar hóf æfingar og
keppni nokkru seinna en Axel, en
hann var í stöðugri framför og
sýndi alltaf skemmtilega takta í
leik sínum.
Fyrir nokkrum árum lögðu þeir
bræður land undir fót og fóm
vestur til Bandaríkjanna til náms.
Hvað Axel snertir, þá vakti einnig
fyrir honum að stunda sína íþrótt,
enda hafði þáverandi þjálfari
landsliðsins, Jim Dooly, milli-
göngu um að útvega skólavist. Nú
um jólin vom strákarnir í jólafríi í
Smáratúninu, þannig að okkur á
Faxa þótti tilvalið að taka við þá
viðtal.
Við byrjuðum á því að spyrja þá,
hvenær þeir hafi fyrst farið vestur
um haf. Það var haustið 1983 sem
Axel fór utan, en ári seinna fór
Óskar þangað í heimsókn, leist
svo vel á aðstæður, að hann hóf
sjálfur nám vorið 1985.
Faxi: Hvenær var það sem þið
fómð vestur um haf?
Axel: Ég fór utan haustið 1983
eftir hvatningu Dooly eins og þú
nefnir, en næsta haust kom Óskar
í heimsókn. Honum leist svo vel á
sig, að hann kom sjálfur út næsta
vor, þ.e. 1985.
Faxi: 1 hvaða námi emð þið?
Óskar: Það má víst kalla það
dagskrárgerð og fjölmiðlafræði
það sem ég er að nema, fyrst og
fremst í tengslum við sjónvarp. Ég
reikna með að ljúka þeim hluta
sem ég er í nú vorið 1989.
Axel: Ég hef nú lokið BA prófi í
hagfræði. Ég fékk styrk til fram-
haldsnáms og er nú að lesa fyrir
MA-próf í stjórnmálafræði. Ég
reikna með að ljúka því í desem-
ber á þessu ári.
Faxi: Segið okkur nú frá þátt-
töku ykkar í íþróttum á þessum
tíma.
Axel: Þú mátt trúa því, að þegar
ég kom út og fór að æfa körfuna,
þá fékk ég meiriháttar áfall.
Hér heima var ég vanur að vera
inná í öllum leikjum mest allan
tímann, en þarna þótti gott, ef ég
fékk að leika í tvær, þrjár mínút-
ur. En þetta átti eftir að breytast,
t.d. var ég í byrjunarliðinu og í 19
leikjum á þriðja ári mínu með lið-
inu. Lítilsháttar kynntist ég amer-
ískum fótbolta, en mest hélt ég
mig við körfuna. Að undanfömu
hef ég lítið getað leikið vegna bak-
veiki.
Óskar: Ég var nú lítið í körf-
unni, en ég var notaður í ameríska
fótboltann sem svonefndur
,,kicker“. Það felst í því að koma
inn í leikinn einstaka sinnum og
sparka boltanum. Það þótti víst
gott að nota íslenska fætur í það,
en annað gerði ég ekki. Ég hef
sem sagt einbeitt mér að náminu.
Að vísu höfum við verið að leika
okkur í keppni hjá WMCA
(KFUM).
Faxi: Hvernig hefur gengið að
kynnast fólkinu þarna vesturfrá?
Báðir: Það hefur verið vand-
ræðalítið. Við búum í litlum bæ,
East Stroudsburg í Pennsylvaníu,
og fólk er almennilegt, en kannski
er ekki eins auðvelt að komast að
því og okkur linnst hér heima. Á
þessu höfðu þó bræðurnir mis-
munandi skoðanir, en við fömm
ekkert út í það.
Faxi: Hafið þið kynnst einhverj-
um Islandsvinum?
Óskar: Það eru gömul hjón sem
ég bý hjá og þau eru mjög hrifin af
íslandi. Þau höfðu komið til Ís-
landS fyrir um fimmtán ámm.
Þau áttu úrklippur, lopapeysur og
mikinn áhuga á landinu. Einnig
er ungur kennari við skólann sem
er hreint og beint ástfanginn af
landinu og hefur hann komið hér
og ætlar aftur í sumar.
Faxi: Finnst ykkur fólk vita
mikið um ísland?
Axel: Nei, a.m.k. ekki unga
fólkið, en það hefur áhuga. Við
höfum t.d. mikið lent í því að
flytja fyrirlestra um landið og við
höfúm komið okkur upp góðu
safni af litskyggnum til að sýna
við þau tækifæri. Þessa fýrirlestra
höfum við flutt í skólum í ná-
grenninum, á Rótarýfundum og
víðar.
Nu var komið undir lok þessa
viðtals og við biðjum þá Óskar og
Axel að segja frá fyrirætlunum
sínum í náinni framtíð. Óskar
sagðist hafa áhuga á að taka fram-
haldsnám í New York í kvik-
myndun og leikstjórn. Einnig hef-
ur hann áhuga á að líta aðeins á
Evrópu, en að því loknu lægi
strikið beint heim. Axel hefur
áhuga á að líta nánar á alþjóðavið-
skipti, en hann setur sömuleiðis
kúrsinn að Íslandsströndum að
því loknu.
Faxi þakkar þeim bræðrum við-
talið. Við óskum þeim alls hins
besta í framtíðinni. Við bendum
jafnframt á, að lesendur blaðsins
hefðu örugglega gaman af að fá
nokkrar línur frá þeim við tæki-
færi. h.H.
FAXI 21