Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1988, Blaðsíða 3

Faxi - 01.01.1988, Blaðsíða 3
ÞRÓUNARVERKEFNIFYRIR SVEITARFÉLÖG Á SUÐURNESJUM Aðdragandi verkefnisins Árið 1983 voru norskir ráðgjafar frá ráðgjafafyrirtækinu INDEVO staddir hér á landi í tengslum við verkefni á vegum Iðnaðarráðu- neytis sem var kallað „TAKTU ÞÉR TAK“. Ég var þá nýbyrjaður sem iðnráðgjafi hjá SSS og fékk tækifæri til að taka þátt í verkefn- inu, sem í raun var ársnámskeið í stofnun og rekstri fyrirtækja. Hjá þessum norsku ráðgjöfum heyrði ég fyrst talað um átaksverkefni eða þróunarverkefni og þeirra góðu reynslu af þeim, en í Noregi hafa 73% sveitarfélaga reynt átaksverkefni í einhverri mynd. Síðan, er ég tók þátt í samstarfi iðnráðgjafa á Norðurlöndum heyrði ég norsku iðnráðgjafana oft minnst á þessi átaksverkefni og að þau höfðu gert mikið gagn sér- staklega á þeim stöðum: Þar sem samstaða fólksins hefur verið lítil: Lítið um frumkvæði og hugmyndaauðgi. Menntun lítil, t.d. fáir iðnaðarmenn búsettir á svæðinu. Mikið um svokallaða pendlara (menn sem fara á milli vinnustaðar og heimilis oft um langan veg). Nálægð við stórbæ o.s.frv. Verkefnin hafa því beinst að því að gera átak til að bæta ástandið eða draga úr hinum slæmu áhrif- um og virkja fólkið með í því átaki ásamt fyrirtækjum og stjórnvöld- um bæjarfélaganna. Sem kunnugt er hafa atvinnu- mál á Suðurnesjum mikið verið til umræðu og hefur tilefnið verið af ýmsum ástæðum. Rætt hefur ver- ið um samdrátt og rekstarerfið- leika í útgerð og fiskvinnslu, en þessar tvær greinar til samans hafa skapað flest ársverk á Suður- nesjum auk þess að vera grund- völlurinn fyrir aðrar greinar at- vinnulífsins. Af þessum sökum og af öðrum ástæðum eru miklir fjármagnserf- iðleikar í iðnaðar- og þjónustu- greinum sem kemur fram í mikl- um fjármagnskostnaði og greiðsluerfiðleikum. Atvinnulífið telst fremur einhæft og sveiflu- kennt, þrátt fyrir að atvinnu- möguleikar séu allmiklir sbr. skýrslu iðnaðarráðuneytisins um , .Staðarval fyrir Álver“ frá 1986 bls. 20. Sveiflueinkennin koma helst fram í frumgreinum auk starfa á Keflavíkurflugvelli sem til samans tekur rúmlega helming mannaflans. Ákveðnar breytingar hafa átt sér stað á síðustu árum í atvinnulíf- inu og er áberandi mest fjölgun milli ára í bankastarfsemi, þjón- ustustörfum (hótel- og veitinga- rekstur), samgöngum og verslun. Mér hefur alltaf þótt þessi þróun vera tilviljanakennd og á köflum hugmyndasnauð. Menn herma hver eftir öðrum, en sumir hverjir geta verið góðir rekstraraðilar þótt þeir þurfi að sjá hlutina fyrst eða fá hvatningu frá öðrum áður en þeir láta til skarar skríða. Hins vegar, ef eftiröpunin er mjög áber- andi, þá er slíkt mjög hvimleitt og merki um hugmyndaleysi og skort á frumkvæði. Mörg þeirra einkenna, sem norsku ráðgjafarnir sögðu að hefði einkennt þau sveitarfélög sem ráðist höfðu í átaksverkefni, fannst mér vera til staðar hér á Suðumesjum og því ákvað ég að bjóða uppá átaksverkefhi sniðið að þörfum atvinnulífsins á Suður- nesjum. Undirbúningur verkefnisins Til að fræðast betur um fram- kvæmd og rekstur átaksverkefna fór ég í nóv. 1986 ásamt iðnráðgjaf- anum á Austurlandi í viku-kynnis- ferð til Noregs til viðræðna við ráð- gjafarfýrirtæki sem höfðu reynslu af stjómun slíkra verkefna fyrir fýlki og sveitarfélög. Þessi ráðgjafa- fýrirtæki vom Indevo með bækistöð í Osló og Sentas í TVomsö í TVoms- fyiki. Ferð þessi sem kostuð var af Byggðastofnun var mjög árangurs- rík og að henni lokinni var ákveðið að fá ráðgjafa frá Sentas til þess að skoða aðstæður og gefa okkur góð ráð áður en hafist væri handa. í maí 1987 kom Jan Roger Iversen frá Sentas og dvaldi hér í viku, ferð- aðist hér um og ræddi við fjölmarga aðila. Að þessari dvöl lokinni sendi hann okkur tillögur sínar í skýrslu- formi. Töluverð kynning hafði átt sér stað á verkefninu og höfðu þrjú sveitarfélög, Keflavík, Njarðvík og Hafnir, óskað eftir þátttöku í því, en nokkru síðar hættu Hafnimar við þátúöku vegna sérstöðu sinnar. Sett var á stjóm yfir verkefnið og skip- uðu hana tveir frá hvom þátttöku- sveitarfélagi, einn frá Byggðastofn- un og einn frá Iðnþróunarfélagi Suðumesja, en Iðnþróunarfélagið annast rekstur verkefnisins. Stjómin fékk nú það erfiða verk- efni að aðlaga uppbyggingu og rekstur verkefnisins að þörfum at- vinnulífsins í Keflavík og Njarðvík þannig að árangur yrði sem mestur. í tillögum norska ráðgjafans var mjög mikið lagt upp úr ráðstefnu, sem lagt var til að haldin yrði og átti hún að vera eins konar vinnufundur þar sem hópar tækju til starfa og Framhald á bls. 14. FISKIBÁTURINN BERGÞÓR KE 5 SÖKK 8. JANÚAR Sá hörmulegi atburður varð föstudaginn 8. janúar sl., að báturinn Bergþór KE 5 frá Keflavík sökk NV af Garðskaga. Á bátnum var fimm manna áhöfn, þrír björguðust, en tveir fórust. Þeir sem fórust voru skipstjóri og jafnframt eigandi bátsins, Magnús Geir Þórarins- son, og Elvar Þór Jónsson háseti. Magnús var 50 ára og átti hann heimili að Óðinsvöll- um 1 í Keflavík. Elvar var 30 ára og bjó að TUnguvegi 10 í Njarð- vík. Peir sem komust af voru Einar Magnússon, 28 ára, til heimilis að Nónvörðu 10, Kefla- vík. Sverrir Víglundsson, 35 ára, til heimilis að Lágmóa 4, Njarðvík og Gunnar Magnús- son, 39 ára, til heimilis að Heið- argarði 11, Keflavík. Einar er sonur Magnúsar skipstjóra. Tildrög voru þau, að er bátur- inn var að línuveiðum um kl. hálf fimm síðdegis fékk hann á sig mikinn brotsjó með þeim af- leiðingum að hann lagðist á hliðina og sökk á örskammri stund. Er þetta gerðist var Magnús í brúnni, tveir mann- anna voru á þilfari, en hinir tveir neðan þilja. Af miklu snar- ræði tókst mönnunum á þilfar- inu að losa björgunarbátinn og komast í hann ásamt öðrum þeirra sem neðan þilja var, en Magnúsi og Elvari tókst ekki að komast frá borði í tæka tíð. Tókst mönnunum að senda upp neyðarblys og sáu skipverjar á vélbátnum Akurey KE 121 það og var skipbrotsmönnunum bjargað um borð í Akureyna um kl. 18. Víðtæk leit var gerð og stóð yfir í marga daga, en hún bar ekki árangur. / Minningarathöfn um hina látnu sjómenn fór fram í Kefla- víkurkirkju laugardaginn 30. janúar og eru minningarræður sem þá voru fluttar birtar hér í blaðinu. FAXI 3

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.