Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1988, Blaðsíða 17

Faxi - 01.01.1988, Blaðsíða 17
- Ræðupúlt, gefið af ættingjum Sig- ríðar Júlíönu Magnúsdóttur og Ama Magnússonar frá Landakoti. - Kristalskanna og glas á altari frá Kvenfélaginu Hvöt í Miðneshreppi. - Þá bárust kirkjunni nýjar sálma- bækur að gjöf, 100 að tölu. Einnig bárust kirkjunni margar rausnarlegar peningagjafir en allar þessar gjafir eru hér enn aftur inni- lega þakkaðar. Síðast en ekki síst er ánægjulegt að geta þess að gjafir voru einnig gefnar til byggingar safnaðarheimilis í Sandgerði. Er sú byggin löngu orðin tímabær, því áð þörfin er orðin brýn þar sem að mestur hluti safnaðarins býr nú í töluverðri fjarlægt frá kirkjunni og þarfnast áþreifanlega nærtækari og rýmri aðstöðu fyrir safnaðarstarf- semi sína. Eins og áður gefur að skilja á kirkjubyggingin á Hvalsnesi virðu- legan sess í hugum sóknarbama Hvalsnessóknar. Kirkjan er vissu- lega tignarlegur minnisvarði um fortíðina og minningar sem mega aldrei gleymast. En hún er meira en það, miklu meira. Hún er minnis- varði um þau gildi sem aldrei fyrn- ast. í hátíðarguðsþjónustunni var ungbam borið til skímar. Sú skím var einmitt táknræn áminning um að þrátt fyrir hundrað árin, þá er Hvalsneskirkja ekki eimmgis minnismerki um lögnu liðna tíð. Hún er ekki einungis safngripur sem inniheldur dauða hluti sem mölur og ryð eyða þegar tíminn vinnur á þeim. Heldur er hún vett- vangur fyrir lifandi starf og til- beiðslu safnaðarins. í kirkjunni fel- um við böm okkar og reyndar alla okkar framtíð, Guði á vald. Hvals- neskirkja hundrað ára minnir okk- ur á þann Guð sem lætur okkur lífi halda, þann sem veitir okkur styrk, sama á hverju gengur, því hann ríkir ffá eilífð til eilífðar. Kirkjan vitnar um kærleiksríkan Guð sem gefur okkur og bömum okkar bjarta framtíðarsýn, þrátt fyrir allt sem á gengur. Hjörtur Magni Jóhannsson. Þetta hagtega smfðaða rœðupúlt gájú œtting/ar Sigríðar JUlfönnu Magmís- döttur og Áma Magnússonar frá Landakoti. Okkar aðal afgreiðsla er nú flutt í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Öll almenn bankaþjónusta innlend sem erlend. Auk þess höfum við geymsluhólf og næturhólf til leigu. Opið kl. 9.15—16.00 LANDSBANKI ÍSLANDS FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR KEFLAVÍKURFLUGVELLI BANKI ALLRA LAND SMANNA FAXI 17

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.