Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1988, Blaðsíða 12

Faxi - 01.01.1988, Blaðsíða 12
MINNING Elfar Þór Jónsson matsveinn f. 18. janúar 1957 — Náð sé með ykkur og friður frá Guði foður og Drottni Jesú Kristi. Amen. Þessi stund hér í kirkjunni er helguð minningu tveggja sjó- manna er fórust með bátnum Bergþóri KE 5 frá Keflavík, 8. jan- úar sl. Þrír af 5 manna áhöfn björguðust giftusamlega. Annar mannanna er fórst var úr Kefla- vík, hinn úr Njarðvíkum. Sorgin hefur varpað skugga á þessar tvær byggðir undanfarnar vikur. Allir sem eitthvað láta sig varða líðan annarra skynja djúpa sorg að- standenda, sem eiga um sárt að binda. Okkar fámenna þjóð hefur margan ungan manninn misst við skyldustörf á hafi úti og ekki að- eins vinir og vandamenn standa þá þétt saman. Við syngjum hér á eftir . . . „þegar hendir sorg við sjóinn, syrgir, tregar þjóðin öll“ (Sálmur 497). Já, það er gott að vera ekki einn með sorg sína, finna áþreifanlega að sú sára sameiginlega reynsla, að missa kæran ástvin, færir okk- ur nær hvert öðru. Öðrum þykir vænt um okkur. Það sýnir hlýtt handtak, tárvot augu, nærvera þeirra. En jafnframt er okkur ljós þörfin fyrir aðra og máttugri hugg- un er leiðir okkur um harmsins nótt. Hvar getum við fundið sorg okk- ar samastað, og leið úr myrkri, ef ekki í kirkjunni, frammi fýrir aug- liti þess Guðs, sem mun þerra hvert tár og sefa hjarta okkar, hjá honum sem einn hefur orð ljóss og lífs, orð upprisunnar. Eg hóf þessi orð mín með litlu ávarpi sem byijaði á orðinu náð. Náð Guðs. Það er sama og misk- unn hans og fyrirgefhing. Og við sungum líka áðan ,,Ó, þá náð að eiga Jesú, einkavin í hverri þraut.“ Saga Krists segir okkur að sá Guð sem hann birtir sé okkur d. 8. janúar 1988 svo nærri, að andvarinn nær helst að lýsa því. Svo nærri er Guð manninum og maðurinn Guði. Það er þessi nálægð hans, sem við nú treystum á þegar við minnumst sjómannanna sem við svo sárt söknum. í einum Davíðssálmin- um lesum við: Drottinn er nálœguröllum þeim sem ákalla hann. Öllum sem ákalla hannn í einlœgni. Hann uppfyllir ósk þeirra, er óttast hann, og hrópþeirra heyrir hann oghjálparþeim. (Ds. 145:18-19.) Guð er ekki fjarlægur Guð. Þar sem sorgin var þar var Jesús jafn- an nærri. Hann gladdist með glöð- um og syrgði með sorgmæddum. Eitt stysta vers Biblíunnar er að- eins þijú orð: Þá grét Jesús. Það var við dánarbeð góðs vinar. Hann heyrði ákall vina sinna, tók þátt í sorg þeirra og táraðist. En hann var líka kominn til þess að hjálpa, mæla fram máttugt orð lífsins. Á sama hátt setjum við nú, vinir Jesú, allt okkar traust á að Guð hafi heyrt áköll okkar, hróp okkar til hans um náð hans, hróp sem voru borin fram í hljóðri bæn hins skerandi hjarta. Sálmurinn gamli segir að þegar við áköllum af ein- lægni séum við rétt hjá Guði og Guð nálægur okkur. Með tárvot- um augum okkar og trega eigum við aðeins þessa einu von, að herra lífs og dauða hafi verið nærri þegar ástvinir hurfu í öldur hafs- ins. Að þeir séu nú umvafðir nær- veru hans, já að þeir hafi fundið þann hlýja andblæ hans leika um sig, sem er nær en nokkurt okkar órar fyrir og fundið að samfélagið hjá honum er kærleiksríkara en mannlegt hjarta fær numið hér á jörðu. Þeir hafa verið kallaðir inn til þess samfélags sem hefst við upprisu inn til eilífs lífs. Það er samfélagið við Jesúm Kristhinn krossfesta og upprisna Drottin okkar og frelsara. Honum sé lof og dýrð um aldir alda. Þetta skulu vera okkur hugg- unarorð á þessari sorgarstundu. Æviatriði Elfar Þór var aðeins þrítugur að aldri. Hann fæddist í Njarðvíkum 18. janúar 1957 sonur hjónanna Jóns Þ. Sigurjónssonar sem fædd- ur er í Njarðvíkum en upp alinn í Landeyjum og Rósu Amgrímu Amgrímsdóttur frá Akureyri. Elf- ar var fjórði í röð 6 bama þeirra hjóna. Hin em Amar, Sigurður, Guðbjörg Magnea, Svanhildur og Halldór, sem öll búa hér í Keflavík og Njarðvík. Elfar gekk í skóla í heimabyggð sinni, en var jafnframt tvo vetur í Hlíðardalsskóla. Eins og svo margur unglingurinn stundaði hann íþróttir af kappi og heillaði körfuknattleikur hann og náði hann góðum árangri með UMFN en þar var hann virkur félagi. Að loknu gagnfræðaprófi fór hann að vinna, bæði við almenna verkamannavinnu, m.a. hjá Ellert Skúlasyni, síðar hjá Amari bróð- ur sínum við smíðar. 1 þrjú ár vann hann við vörubílaakstur hjá Fisk- verkun R.A. Péturssonar í Njarð- vík. En sjórinn heillaði hann. Um tíma vom þeir feðgar saman á bátnum Ólafi og seinna vom þeir Sigurður bróðir hans saman tveir með lítinn bát. 1983 stofnaði hann heimili í Keflavík, með eftirlifandi sambýl- iskonu sinni, Halldóm Grétars- dóttur. Hún er fædd 2. júní 1957, dóttir hjónanna Grétars Gíslason- ar og Sveinbjargar Kristinsdóttur. Fósturfaðir hennar er Sigurbergur Guðmundsson. Grétarfaðirhenn- ar fórst á báti sínum fýrir tæpum 30 ámm á svipuðum slóðum og Bergþór fórst. Elfar fagnaði því mjög er hann fékk pláss á Berg- þóri rétt eftir áramótin og hafði að- eins farið í þrjár ferðir með honum er hinn örlagaríki dagur rann upp. Þau Halldóra áttu saman einn son, Jón Þór sem er 4ra ára og hjá þeim var líka Sveinbjörg Júlía 11 ára, dóttir Halldóm. Áður en leið- ir þeirra Halldóru lágu saman, átti Elfar eina dóttur, Svövu nú 9 ára, sem býr hjá móður sinni og ömmu í Reykjavík. Böm vom hænd að honum og hann hafði mikið yndi af að umgangast þau. Það lýsir meir en mörg orð hvem mann hann hafði að geyma. Halldóra og Elfar vom flutt að Tlinguvegi 10 í Njarðvíkum, þar sem þau höfðu nýlega fest kaup á íbúð. Hans er sárt saknað af öllum sem hann þekktu. Ásta mágkona hans gat ekki verið hér viðstödd, en hún dvelur nú á sjúkrahúsinu hér. Ég flyt hér sérstakar kveðjur hennar. Guð blessi minningar ykkar allra um hann. Við biðjum algóðan Guð að styrkja og leiða um ókomna daga, unnustu hans, böm, foreldra, afa og ömmu, systkini og fjölskyldur þeirra, vini hans og vandamenn alla, nær og fjær. Guðs blessun fýlgi minningunni um góðan dreng, Elfar Þór Jóns- son. Hann hvíli í faðmi hins eilífa föður. Drottinn við áköllum þig, heyr bænir okkar, lát okkur finna ná- lægð þína og kærleika. í Jesú nafni. Amen. Sr. Þorvaldur Karl Helgason, sóknarprestur í Njarðvík FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.