Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1988, Blaðsíða 9

Faxi - 01.01.1988, Blaðsíða 9
efnið. Stjóm SSS fór þess á leit við sveitarstjómimar að þær veittu um- sögn um drög að reglugerðum um Vatnsvemdunarfélag Suðumesja og Vatnsveitu Suðumesja. Umsagnir bárust nánast engar frá sveitar- stjómunum, vom því þessi vatns- búskaparmál orðin bæði langdregin og erfið. 1 lok skýrslu sinnar drap formað- ur á ýmis önnur mál s.s. vinnumiðl- un fatlaðra, ffiðun Reykjanesskag- ans, staðfestingu á starfssvæði SSS, byggingu skíðaskála sveitarfélag- anna og fleira. Að lokum þakkaði formaður með- stjómarmönnum sínum fyrir góða og ánægjulega samvinnu og fyrir hönd meðstjómarmanna þakkaði hann framkvæmdastjóra Eiríki Alexanderssyni fyrir mikil og farsæl störf í þágu sambandsins. Eiríkur Alexandersson fram- kvæmdastjóri las og skýrði árs- reikning SSS og Heilbrigðiseftirlits Suðumesja. Arsreikningamir vom að loknum umræðum bomir upp til samþykkt- ar og vom þeir samþykktir sam- hljóða. A aðalfundinum vom flutt fram- söguerindi um mörg mál sem hafa verið ofarlega á baugi á Suðumesj- um að undanförnu. Við skulum grípa niður í nokkur þeirra: Sameiningarmál Að undanfömu hafa sameiningar- mál verið mikið til umræðu. Vil- hjálmur Ketilsson bæjarstjóri flutti skýrslu nefndarinnar. Vilhjálmur rakti aðdraganda að stofnun nefnd- arinnar og rifjaði upp samþykktir í sameiningarmálum frá síðasta aðal- fundi. Nefndin var sammála um að kynna yrði rækilega kosti og galla sameiningar fyrir íbúunum og gefa út bækling og dreifa. Vilhjálmur sagði m.a. að áhugi sveitarstjómar- manna væri mismikill á samein- ingu. Keflvíkingar, Njarðvíkingar, Vogamenn og Hafnamenn hafa frekar trú á gagnsemi sameiningar en Grindvíkingar, Sandgerðingar og Garðmenn hafa efasemdir. Sameining Hitaveitunnar og rafveitnanna í ljósi reynslunnar: Framsögumenn: Ingólfur Aðal- steinsson, forstjóri, Albert Alberts- son framkvæmdastjóri og Júlíus Jónsson framkvæmdastjóri: Ingólfur Aðalsteinsson forstjóri hvarf í upphafi ræðu sinnar 50 ár aftur í tímann til fyrstu rafveitu í Keflavík og rakti þróun raforku- mála í stuttu máli síðan. Hann lýsti félagi rafveitna á Suðumesjum sem var undanfari að umræðum um sameiningu rafveitnanna og síðar að sameiningu rafveitnanna og Hita- veitu Suðumesja. Hann taldi að í ljósi tveggja ára reynslu frá samein- ingu rafveitnanna og Hitaveitunnar, þá hafi í alla staði verið rétt að mál- um staðið. Albert Albertsson framkvæmda- stjóri. Hann sagði m.a. að með sam- einingu rafveitna og Hitaveitu hefð- um við verið tilbúnir að taka við hlutverki RARIK á skaganum. Reynsla og hæfni væm sameinuð. Fyrirtækið væri samnefhari upp- byggingar atvinnulífs á svæðinu. Afleiðing væri og sú að raforkuverð hefði í raun lækkað á svæðinu til heimila og stærri notenda. Ástand dreifikerfanna hefði verið mun lak- ara en í upphafi var búist við og tek- ur enn um 5-10 ár að koma þeim í gott ástand. Hann skýrði frá fram- kvæmdum sem í gangi em og fyrir- hugaðar em á næstunni einkum og sér í lagi m.t.t. fiskeldis og iðnaðar á svæðinu. Hann lýsti með skyggn- um fyrirhuguðum framkvæmdum til aukinnar raforkuframleiðslu og virkjun lághitans. Júlíus Jónsson framkvæmda- stjóri. Hann ræddi m.a. um bjart- sýnar áætlanir sem lagðar vom fram fyrir tveimur ámm við sam- eininguna. Þessar áætlanir hafa all- ar staðist og væri framtíðin enn mjög björt hjá fyrirtækinu, ef menn bæm gæfu til að forðast að vasast í öðmm óskyldum málum, sem oft bæri á góma vegna góðrar stöðu fyrirtækisins. Nýmæli í atviimumálum Suðumesja Logi Þormóðsson framkvæmda- stjóri. í erindi sínu lýsti hann og skýrði aðdraganda að stofnun Fisk- markaðs á Suðurnesjum, störfum og reynslu af starfseminni frá stofn- un eða í ellefu vikur. Hann skýrði frá viðræðum við Sunnlendinga um útvíkkun á starfssvæði fiskmarkað- arins. Hann treysti sér illa til að spá í framtíðina þar sem reynslutími væri stuttur enn, en sjálfsögð væri skylda Suðumesjamanna að vera með í þessari þróun. Sigurður Garðarsson l'ram- kvæmdastjóri. Hann flutti erindi um stofnun útgerðarfélagsins Eld- eyjar h.f. Hann lýsti undirbúningi að stofnun félagsins og tilgangi, rakti íjölda skipa sem seld hafa ver- ið frá Suðumesjum og hinum mikla aflakvóta sem tapast hefur. Útávið er litið á Suðurnes sem eina byggð, eitt svæði og víðtæka samvinnu þarf á svæðinu í þessum málum ekki síður en í öðmm málum hér, sagði Sigurður. Hann lýsti þátttöku sveit- arfélaga annars staðar á landinu í uppbyggingu atvinnurekstrar. Lof- orð um hlutafé í dag, daginn fyrir stofnfund em 42 m.kr. og munnleg loforð um 20 m.kr. að auki. Á fundi undirbúningsnefndar í morgun var sú afstaða tekin að ekki væri gmnd- völlur fyrir stoíhun félagsins með þessi loforð ef sveitarfélögin verða ekki myndarlega með sagði hann að lokum. Þorvaldur Ólafsson fram- kvæmdastjóri. Hann flutti erindi sem hann kallaði „Iðnþróunarfé- lagið á tímamótum“. Hann rakti og skýrði starf félagsins ffá stoftiun þess, en félagið var stofnað að frum- kvæði SSS. Hann skýrði ffá hinni Framhald á bls. 39. V eisluþj ónusta Utvegum áhöld og vant starfsfólk. LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ. NEISLUÞJÓNUSTAN löavöllum - Keflavík - Sími 14797 AÐSTOÐ? AÐSTOÐ við ljósritun AÐSTOÐ við vélritun AÐSTOÐ við laserútprentun AÐSTOÐ við uppsetningu bréfa og auglýsinga Lítið inn og kynnið ykkur möguleikana. Sérstakur skólaafsláttur! Hnfnargötu 56 230 KeflavíV Sími 92-15880 FAXI 9

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.