Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1988, Blaðsíða 26

Faxi - 01.01.1988, Blaðsíða 26
Hjálmar Árnason, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja: Ávarp til brautskráðra Brautskráðir nemendur F.S. á haustönn 1987. Ágætu fyrrverandi nemendur. Þá er runnin upp sú stund að þið yfirgefið okkur, nú skilur leiðir. Þið hverfið á braut en við sitjum eftir. Sum ykkar hafið átt hér skamma dvöl en önnur hafa verið í návistum við okkur um árabii. Sum ykkar taka nú við starfsréttindaskírtein- um, önnur hverfa tii enn ffekara náms í skólum. Við í FS mennta- setrinu hljótum hins vegar að líta svo á að til okkar hafið þið öil komið lítt kunnandi og lítt megandi en haf- andi þó þá trú að menntun sé mátt- ur. Eftir tvo daga verða vetraisól- hvörf. Þá rennur upp sú merkilega stund að ljósið sigrast á myrkrinu og eftir þann dag munum við fikra okkur hægt en bítandi í átt til ljóss- ins. Svipað má um ykkur segja. Þið komið úr myrkrinu og hafið nú fikr- að ykkur í átt til ljóssins. Nú slepp- um við af ykkur höndunum. Þið hafið komið auga á ljósið og vonandi kunnið þið nú að nálgast það þannig að um síðir munið þið standa í björtu ljósi visku og menntunar. Minnstu máli skiptir hver náms- brautin er. Öll eigið þið það sam- merkt að hafa tekið við brautskrán- ingarskírteinum til sönnunar því að þið hafið tileinkað ykkur ákveðna lágmarksfæmi og það er von okkar að þessa fæmi getið þið nýtt á leið ykkar að ljósinu. Ekkert ykkar hef- ur með öðmm orðum náð loka- markinu, ljósinu sjálfu. Hér eftir standið þið á eigin fótum og hafi okkur tekist að kenna ykkur það, þá er vel. Sum ykkar kunna vei til verka en önnur hafa sérhæft sig í bókum og skræðum en undirstaðan er öll sú sama. Þá fyrst reynir á hinn svokailaða menntaða einstakling þegar hann stendur á eigin fótum, þegar hann stendur frammi fyrir raunvemlegum verkefnum. Þá kemur í ljós hvort hann hefur til- einkað sér fræðin og verklagið. Þá fyrst kemur í ljós hvort skólanum hefur tekist ætlunarverk sitt, þá kemur í ljós hvort einstaklingurinn er raunvemlega menntaður. Einn undirstöðuþáttur menntunar er tungan eða málið og langar mig til að gera það að umræðuefni hér. Mannskepnan telur sig öðmm dýmm æðri. Við teljum okkur geta hugsað á rökrænni hátt en aðrar vemr og þar skilji á milfi, þar megi greina sundur menn og dýr. Vissu- lega má draga í efa að þessar hugs- anir okkar allar séu jafn skynsam- legar og skal ekki frekar fjölyrt um það hér. Á öðmm sviðum dregur líka sundur með mönnum og dýr- um. Þar má nefna hæfileikann til að tjá sig, tunguna og máhð. Fróðlegt er að velta því fýrir sér hvemig tungumál manna hefur þróast — hvers vegna það er til komið. Færa má sterk rök fyrir því að þetta tján- ingarform sé beint afsprengi þessar- ar svokölluðu vitrænu og háleitu hugsana sem einkenna mannkyn og mannskepnuna. Með þessum flókna hugsunargangi hefur skap- ast þörf, þörfin fyrir það að koma hugsunum sínum á framfæri og þar með e.t.v. að gera hugsanimar ein- hvers virði, láta þær öðlast gildi í líf- inu. í undursamlegu samspili máls og hugsunar hefur mannskepnan náð að þróast til þeirra framfara sem blasa við okkur á öllum sviðum. Maðurinn hefur með öðmm orðum notað tunguna sem tæki til þess að skerpa hugsun sína, þroska sjálf- stæði sitt og fieyta sér fram veginn. En máhð gegnir ekki síður öðm mikilvægu hlutverki. Við notum það til þess að leika okkur, til þess að njóta hugsana okkar, til þess að leyfa öðmm að hrífast með í þeim tilfinningum og hugsunum sem hrærast í hjörtum okkar og huga. Þannig hefur mannkyn náð að skapa listir og aðrar bókmenntir til þess að njóta háleitra hugsana og tómstunda, til þess að njóta þess að vera hugsandi vera með tilfmningar. Líta má einnig á hlutverk málsins í öðmm skilningi.Dýrmætasta eign 26 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.