Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1988, Blaðsíða 35

Faxi - 01.01.1988, Blaðsíða 35
Og ég held meira að segja að ég hafi haldið einhverja af þeim til haga. Þessar skemmtanir okkar tíðkuðust um árabil og voru allar mjög vel heppnaðar og ánægjulegar. Meira um bátasmíðar og dráttarbrautir á Suðumesjum Dráttarbraut Keflavíkur tók til starfaárið 1935. Stofnendur hennar voru margir útvegsmenn héðan af Suðurnesjum og fleiri. Ég veit nú ekki nógu mikið um upphafið og stofnenduma, en meðal þeirrá vom Jóhann Guðnason á Vatnsnesi, Elías þorsteinsson, bræðumir Vald- imar og Magnús Bjömssynir, Ólaf- ur Hannesson og Gunnar Emilsson, Keflavík h/f. og Ólafur Jónsson og félagar hans í Miðnesi h/f. Svo held ég að Eyjólfur Jóhannsson í Mjólk- urfélaginu, Bjöm Ólafsson í Mýrar- húsum og Ellingsen hafi einnig ver- ið hluthafar. Um það leyti sem dráttarbrautin tók til starfa var Pét- ur Wigelund, skipasmiður, að smíða 27 tonna bát í Grófinni í Keflavík. Það var Sæfari 11 GK 143, sem þeir áttu Ólafur Bjamason og Elías Þorsteinsson og var honum hleypt af stokkunum árið 1936. Pétur Wigelund réðist síðan, skipasmíðameistari í slipp Eggerts Jónssonar í Innri-Njarðvík, sem heimildir herma að hafi tekið til starfa árið 1934. Þar byggði hann að minnsta kosti m/b Helga Hávarðar- son og m/b Faxa, sem voru 26—27 tonn að stærð. Arið 1940 var svo m/b Keflvikingi GK 400, 70 tonna skipi, hleypt af stokkunum en Kefl- víkingur mun vera stærsta tréskip sem smíðað hefur verið hér á Suður- nesjum. Pétur Wigelund varð síðar verk- stjóri í slippnum í Reykjavík. Þar smíðaði hann m.a. m/b Hagban1) frá Húsavík (árið 1946), sem síðar var keyptur hingað til Keflavíkur. Ég held að Pétur hafi byggt báta sína eftir „skapalónum", en ekki eftir teikningum nema þá að litlu leyti. Ég vissi að þeir í Vestmannaeyjum fóru líkt að við sínar skipasmíðar. Ef ég man rétt var kona Péturs Wige- lunds dóttir Dagbjarts Einarssonar, útvegsbónda, í Grindavík. En þegar ég kom hingað suður voru Grind- víkingar þeir einu, sem ég kannað- ist hér við fyrir utan starfsfélaga minn Bjama Einarsson. Grindvík- ingamir höfðu margir hverjir verið kaupamenn austur um sveitir. Þeir voru margir heima hjá okkur á Spóastöðum alveg svoleiðis af- burðamenn. Bjami Einarsson tók við verk- stjórninni hjá Eggerti Jónssyni í Innri-Njarðvík af Pétri Wigelund ár- ið 1940. Þar teiknaði og smíðaði hann þó nokkra ágæta báta. Guð- finnur, 28 tonna bátur, mun hafa verið sá fyrsti þeirra. Hann hóf sína fyrstu vertíð í janúar árið 1943. Fyrsti Guðfinnur þeirra Guðfinns- bræðra var hins vegar 18 tonna að stærð, smíðaður í Djúpvík í Svíþjóð. Á árabilinu 1944-1946 smíðaði Bjami svo í eins konar raðsmíði Qóra 36 tonna báta eftir ágætri teikningu sinni. Voru það Bragi og Fróði, sem Egill Jónasson í Njarð- vík keypti og gerði út og síðan m/b Ársæll Sigurðsson og m/b Sæfari frá Súðavík. Bjami var svo sem kunnugt er aðalhvatamaður og framkvæmdastjóri Skipasmíða- stöðvar Njarðvíkur h/f, sem tók til starfa í Ytri-Njarðvík árið 1947. En ég hef fyrr í þessari frásögn greint frá tréfiskibátasmíðum hans þar, samhliða frásögn af skipasmíð- um í Dráttarbraut Keflavíkur með- an ég starfaði þar. Árið 1963 keypti Magnús Axels- son Dráttarbraut Keflavíkur. I tíð hans hefur einn tréfiskibátur verið byggður þar undir verkstjóm sonar hans Þórðar Magnússonar, skipa- smíðameistara. Sá bátur er 16 tonn að stærð og hét upphaflega Gróa. Honum var hleypt af stokkunum árið 1980. Þessi bátur heitir nú Harpa II og er gerður út frá Grinda- vík. Mun hann vera minnsti dekk- bátur sem smíðaður hefur verið eft- ir teikningu frá mér. Um plastbátana hefur Egill þetta að segja Sumir þessir plastbátar, sem nú em að koma til sögunnar eru ágæt skip, menn em bara ekki búnir að læra að umgangast þá. Þessir litlu bátar, sem menn eru nú í vaxandi mæli að róa á, gera þá kröfu, að stjórnendur þeirra séu alveg sam- grónir náttúrunni. Svona litlir bátar eru ekki til að vera á úti í stórsjó nema stjórnendur þeirra hafi sjó- mennskuna alveg í blóðinu. Eða eins og þeir sögðu togarakarlarnir, þegar Bolvíkingarnir voru að koma utan af hafi, en togaramir vom lagstir í var. Þá sögðu togarakarlam- ir: „Þá komu þessir litlu ,,pungar“ út úr sortanum og þeir stoppuðu ekkert en héldu bara áfram, þó við yrðum að vera í vari.“ Þetta voru bolvísku súðbyrðingamir. Þeir voru kallaðir ,,rimlapungar“, af því skanslunningin var ekki heilklædd heldur í rimlum og það stoppaði því aldrei sjór á dekki þeirra. Stýris- húsið var svo þannig, að það var bara fest á dekkið fyrir aftan kapp- ann. Þetta voru alveg hreint afburða sjóskip. Þessir plastbátar era áreið- anlega líka margir hverjir úrvals- skip. Menn þurfa bara að læra að umgangast þá. Þeir eru alveg gífur- lega sterkir og þurfa lítið viðhald, en þeir era viðkvæmir og mega lítið M/b Bmgi. Bátinn teiknadi og byggði Bjami Einarsson árið 1944. rispast. Komi rispa á þá þarf að loka henni fljótt, vegna þess að ef vatn kemst að trefjunum og það frýs þá losnar um þær. Efnið sem notað er í þessa báta er alltaf að batna, það er enginn vafi. Með þessum orðum lýkur Egill frásögn sinni. Hann hefur nú sem fyrr í mörgu að snúast. Stefnumót við formann vegna tryggingamáls er næst á dagskrá hans. Þegar við stöndum upp frá skrifborðinu er tekið að húma. Ur glugganum góða sjáum við hvar ljósum prýddur eld- isbátur er að koma frá eldiskvíun- um undir Vogastapa. Bátnum miðar hratt til hafnar líkt og þeim tíma tækninýjunga, sem við nú upplif- um. Fyrr en varir er báturinn lagst- ur við bryggju og er þar með kom- inn í hóp bátanna, sem þar voru fyr- ir. Allt era þetta litlir bátar margir úr tré færri úr stáli, en sérdeilis era þeir þó áberandi flestir frambyggðu plastbátamir og stærð þeirra og gerð nánast eins fjölbreytt og þeir eru margir. Á hafnarbakkanum kveð ég skipa- og teiknimeistarann Egil Þorfinnsson og þakka honum ánægjulega samverastund og fróð- lega frásögn. Skráð i nóvembcr 1987. «5 GUÁI Munið eftir endurryðvörn svo að ábyrgð haldist í gildi. KJÖR Raðsamningar Bílaþjónustan GLJÁI hf. Brekkustíg 38 — Njarðvík Sími14299 FAXI 35

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.