Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1988, Blaðsíða 38

Faxi - 01.01.1988, Blaðsíða 38
ÁFENGI OG HEILSA Ölvunarakstur er heilbrigðismál Sú staðreynd að lífslíkur fólks á aldrinum 15—24 ára eru lægri en fyrir 20 árum í mörgum iðnríkjum ætti að vekja eftirtekt þeirra sem vinna að bættu heilbrigði. Astæða þessa er einkum umferðarslys en aðgerðir í umferðarmálum eru sjaldnast taldir í verkahring heilbrigðisyfirvalda. í mörgum löndum, m.a. Englandi og Wales, eiga umferðarslys sök á dauða helmings karla sem látast á aldrinum 15—19 ára og áhrifavaldurinn er áfengi. Ungum ökumönnum hefur fjölgað mikið; áfengisneysla ungs fólks hefur aukist, svo og dómum vegna drykkju- láta og ölvunaraksturs. Helsta ástæð- an fyrir því að ekki hefur tekjist að spoma við umferðarslysum er sú að aðgerðir gegn þeim hafa verið ein- angraðar. Stundum tekst þó vel til, t.d. þegar aldursmörk til áfengiskaupa hafa ver- iðhækkuð. Fjöldi umferðarslysa, sem unglingar eiga aðild að, virðist tengd- ur aldursmörkum til áferigiskaupa þannig að slysum fjölgar við lækkun þessara marka en fækkar séu þau hækkuð. Augljósast var þetta í Banda- ríkjunum en nokkur fylki lækkuðu aldursmörkin árið 1970. Nær öll fylk- in hafa nú hækkað mörkin í 21 ár á ný. Tilraunir í þá vem í Bretlandi, en ald- ursmörkin em þar 18 ár, vektu vafa- laust upp ramakvein um skerðingu persónufrelsis. Samskonar grátur og braust út þegar rætt var um að lög- binda notkun öryggisbelta í bifreið- um. Nú nota 96% ökumanna og far- þega í framsætum bílbelti og una því glaðir. Ekki þarf að vera jafnmikið áfengi í blóði ungra ökumanna og þeirra sem eldri em til að líkur aukist á að þeir lendi í slysum. Því hafa nokkur lönd lögfest lægri mörk fyrir nýliðana í um- ferðinni og, eins og vænta mátti, dreg- ið með því úr umferðarslysum. Þessar aðgerðir skila góðum árangri sé þeim fylgt eftir með skyndikönnunum á götum úti og upplýsingastarfi. (Úr forystugrein: British Medical Journal, (Bretland) 27. sept. 1986.) Smásagna- ^ samkeppni Vegna fyrirhugaðrar Menningarvöku á Suðurnesjum um páska 1988, efnir Grágás hf. til smásagnasamkeppni. Fyrirhugað er að gefa bestu sögurnar út í bók. Veitt verða þrenn verðlaun: 1. verðlaun kr. 25.000 2. verðlaun kr. 15.000 3. verðlaun kr. 10.000 Sögurnar mega ekki hafa áður birst opinberlega. Sögunum skal skilað til Grágásar í lokuðu umslagi, merktar dulnefni, fyrir 17. mars. Þá skal fylgja annað umslag, merkt dulnefni, með réttu nafni höfundar. GRÁGÁS HF. Áfengisneysla unglinga bernskubrek? Áfengisneysla drepur mun íleira ungt fólk en sk. hörð fíkniefni (hard drugs) og er meginástæða fyrir nær helmingi umferðarslysa sem ungt fólk lendir í, segir í skýrslu frá Royal Col- lege of Psychiatrists. Þar er m.a. bent á að áfengisneysla fólks undir lögaldri sé algeng og jafnvel ýtt undir hana á sumum krám. í nýlegri könnun kem- ur fram að 21% 15 ára stúlkna kaupir venjulega áfengi sitt á krám. meira en fjórðungur 13 ára drengja sagðist hafa neytt áfengis þrisvar eða oftar vikuna áður en könnunin var gerð. Gagnrýnt er að líta á áfengisneyslu unglinga sem tímabundin bernsku- brek. 'Iéngsl glæpa, hrottaatferlis unglinga, oíbeldis á knattspyrnuvöll- um, slysa og áfengisneyslu síðar á ævinni sýna að vandinn er alvarlegri en þetta. „Síðustu 25 ár hefur áfengisneysla aukist um meira en 50%, segir í skýrslunni. „Ungt fólk, ekki síst ung- ar konur, drekkur oftar en áður og einnig meira í hvert sinn. Þegar saman fer ungæðisháttur æskunnar og fíkni- efnið áfengi getur æskuíjörið orðið að harmleik.“ Fylgja þarf betur eftir lögum um áfengisneyslu ófullveðja fólks og áfengisauglýsingar sem beint er að ungu fólki. Áfengisseljendur þurfa að tryggja að farið sé eftir alddursmörk- um og að í boði séu óáfengir drykkir á vægu verði. En umfram allt þarf, að mati skýrsluhöfunda, að styrkja fjárhags- lega forvarnarstarf meðal ungs fólks. Áhyggjur af eyðni og notkun harðari fíkniefna mega ekki verða til þess að áfengisvarnir gleymist. (Úr: Health Education News — Newspciper of the Health Education Authority (England). No. 65, júlí/ ágúst 1987.) Áfengi og önr.ur vímu- efni eiga aldrei sam- leið með akstri, hvorki á ferðalagi né heima við. Ekkert hálfkák gildir í þeim efnum. Suðumesjamenn á bókamarkaðn- um eru nokkrir að vanda. Fyrst er að nefna leikrit eftir Krist- inn Reyr, sem heitir Auðnuspil og fjallar um samskipti íslendinga og Vemdaranna. Þá er stórmerkileg bók eftir Guð- mund B. Jónsson sem heitir Mann- h'f og mannvirki í Vatnsleysustrand- arhreppi. Gaf höfundur bókina út sjálfur og er það ábyggilega hið erf- iðasta verk. Bókin fjallar um eins og títillinn gefur til kynna fólk og bygg- ingar á Vatnsleysuströnd, og er stór- merk.ilegt heimildarrit. Síðara bindi æviminninga Tómas- ar Þorvaldssonar í Grindavík, er mest selda bókin af þeim sem Suð- umesjamenn eiga hlut að máli. Enda Tómas af góðu kunnur og hef- ur góða sögu að segja. Gylfi Grönd- al skráir. Jón Dan sendi frá sér tvær bækur á þessu ári, ljóðabókina „Ekki fjas- arjörðin" og skáldsöguna „1919 ár- ið eftir spönskuveikina". Fékk sú bók lofsamlega umsögn gagnrýn- enda. Til gamans þá em Jón og Guðmundur bræður og báðir þessir hæfileikamenn. Guðbeigur Beigsson þýðir bókina „Saga af sæháki“ eftir Gabríel García Marquez. Að öðm leyti var þetta nokkuð hefðbundið bókaár þó svo að Halla Linker hafi slegið öll met hvað upp- lag snertir. Nokkrar áhyggjur hafa menn af minnkandi sölu á bama- og unglingabókum. Ekki veit ég hvort ástæða sé til þess. Á síðasta ári var óvenju gott úrval af íslenskum hljómplötum og gæti það hafa tekið einhveija sölu frá bókunum. Hvað okkar búð varðar var mjög svipuð sala á bamabókum og undanfarin ár. Ég vona að engum sé gleymt og engu sleppt sem máli skiptir, og engum misboðið þó hann sé enn tal- inn Suðumesjamaður. Með þökk og virðingu Þorsteinn Marteinsson Bókabúð Ke/lavfkur. \ \ 38 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.