Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1988, Blaðsíða 18

Faxi - 01.01.1988, Blaðsíða 18
, j KIU SKAL KJÖKVKXr FRÁSÖGN EGILS ÞORFINNSSONAR SKIPASMIÐS KRISTJÁN A. JÓNSSON SKRÁÐI Útlit og gæði báts fer ekki alltaf saman Ég hef nú ekki neina skrá yfir það hve margir bátar hafa verið smíðaðir eftir teikningum mínum, en þeir eru eitthvað hátt í það að vera 200 talsins, að minnsta kosti ef ég tel með kappróðrarbátana. Það voru nú ekki miklir bátar. Þá fyrstu þeirra teiknaði ég og byggði fyrir sjómannadagsráð hér í Keflavík. Þeir voru sexrónir, breiðir og borð- lágir og þungir og því illa lagaðir til að verða hraðskreið fley. En þeir voru svo stöðugir að allir ræðaramir gátu verið úti í öðm borðinu sam- tímis. Eina trillu hef ég teiknað og smíðað. Það er sú ljótasta fleyta sem ég hef bara séð. En einkennilegt er, að fyrir nokkram áram hringir til mín maður frá Þorlákshöfn og segist eiga trillubát sem ég hafi smíðað. Það sem gerði það að verkum að þessi trilla var gott sjóskip var ein- faldlega það, að hún var hálfu öðra fleti breiðari en nokkur súðbyrðing- ur, sem ég hafði komist í tæri við og SÍÐARI Egill Þorfinsson, skipasmidameistari. ,,skábyrt“. Sá maður sem aðallega fékkst við trillusmíði þessa í drátt- arbrautinni var Guðjón heitinn Klemensson, bátaformaður úr Grindavík og vanur smábátum. Hann sagði mér þegar sköpunarlag bátsins lá fyrir að hann yrði ljótur og hann sagði mér líka að báturinn yrði góður í sjó að leggja. HLUTI ,,Ofterþað gott sem gamlir kveða“ Einhverju sinni var það að bátur eftir teikningu frá mér fórst mjög nýlegur. Skömmu síðar átti að fara að smíða annan bát eftir sömu teikningu. Því þvemeitaði ég og lagði bann við því, hjá fiskveiöi- sjóði, að teikningin yrði notuð. Sagði þeim að þeir þyrftu að fá henni eitthvað breytt og jafnframt að ég vildi ekki gera það sjálfur, ein- hver annar yrði að vinna það verk. Teikningin mætti ekki vera eftir mig ef menn vildu fá bát af svipaðri gerð. Ég hafði ótrú á því að koma ná- lægt þessu vegna þess sem á undan var gengið. Svo var teikningunni breytt og smíðaður bátur, sem reyndist býsna góður. Þetta og því líkt getur verið voða viðkvæmt hjá mörgum. Ég get sagt hér bara lítið dæmi um það hve mikill græningi ég var, þegar ég var að byrja að byggja minn fyrsta bát. Það var búið að smíða bæði stefnin og allt orðið tilbúið að reisa og nú hvisast það út að ég ætli að leggja kjölinn á mánudagsmorgni. Ég var sko alveg grandalaus, þótti bara heppilegt að byrja vikuna á þessu. En það var bara ekkert annað, að nú komu þeir þama til mín hver höfð- inginn af öðrum. Þeirra á meðal þessir gömlu skipasmiðir eins og Þorsteinn Ámason t.d. Þeir tóku mig á eintal og sögðu mér bara að þetta væri sko ekki nokkurt vit. Það þekktist hvergi annað en bátskjölur væri lagður á laugardegi. Ég man mjög vel eftir þessu og eins því að við fóram að vinna við önnur verk- efni fram að næsta laugardegi. Þegar þama var komið hafði ég verið nokkuð mörg ár í skipasmfð- inni, en aldrei tekið mark á þessari laugardagslukku sjómanna. Þó verð ég að segja það, að aldrei var byrjað á slætti heima nema á laugar- degi. En ég tók það þannig að menn gætu þá hvílt sig daginn eftir, svo þeir fengju ekki slátturíg. Ekkert annað taldi ég að lægi þar að baki. Ég man eftir því að Albert Ólafsson var meðal þeirra manna sem aftóku að bátur þeirra væri tekinn niður úr dráttarbrautinni fyrri part vikunn- ar. Þannig var þeim almennt varið þessum reynslumiklu og traustu sjósóknuram. Kynnin af skipasmíðum í grannlöndunum Ég kynntist skipasmíðum töluvert í Svíþjóð og einnig nokkuð bæði f Danmörku og Þýskalandi, en sér- staklega þó í Svíþjóð. Mjög mikið hafði ég saman að sælda við Einar Johansen í Djúpvík. Þeir feðgar höfðu, þegar ég vissi síðast, smíðað 45 eða 46 báta fyrir íslendinga. Sums staðar var nú staðið svipað að smíðunum og hér heima og almennt voru þessir menn ekki betri smiðir en við. En það sem raunverulega var öðravísi og gerði gæfumuninn var það, að þama úti var allt hægt að fá. Héma heima varð hins vegar að Nýtt á Þristinum Matarbakkar í hádeginu. Ókeypis heimsending. Ódýr og góður heimilis- matur - heitur réttur með súpu og mjólk. icTVÍatStofaii íistuíinn Njarövík - Sími 13688 18 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.