Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1988, Blaðsíða 14

Faxi - 01.01.1988, Blaðsíða 14
VELDU BETRI KOSTINN NONNI OG BUBBI HRINGBRAUT 92 SÍMAR 11580-14188 ÞRÓUNARVERKEFNI FYRIR SVEITARFÉLÖG Á SUÐURNESJUM Framhald af bls. 3. verkefni leyst með hugarflugsað- ferð. Ráðstefnugestir skiptu sér í vinnuhópa eftir þeim áhugasviðum sem kæmu fram á ráðstefnunni. Til að gera langa sögu stutta ákvað stjómin að notast við skýrslu ráð- gjafans í meginatriðum en breytti framkvæmdinni í nokkrum atrið- um. Ráðstefnan fékk minna vægi og verkefnin sem þar átti að vinna vom að miklu leyti unnin áður en að ráð- stefnunni kom. Ennfremur lagði stjómin áherslu á að sem flest atriði væm sem mest fyrirfram undirbúin og ákveðin. Framkvæmdin varð því sú að fyrir ráðstefnuna var rætt við fjölmörg fyrirtæki í Keflavík og Njarðvík og þau spurð um rekstrarvandamál og hvaða atvinnumöguleika þau kæmu auga á að þetta svæði hefði. Á grundvelli þessara tillagna var ákveðið að reyna að mynda sjö hópa og fá 14 hópstjóra til að stjóma vinnu þeirra. Þessir 14 hópstjórar, tveir fyrir hvem hóp komu saman síðustu vikumar fyrir ráðstefnuna, og m.a. mótuðu dagskrá ráðstefn- unnar, æfðu hugarflugsaðferðina sem var vinnuaðferðin á ráðstefn- unni og lögðu á ráðin um fram- kvæmd mála. Ráðstefnan 5. des. 1987 Ráðstefnan var haldin með svip- uðu sniði og venja er hér á landi. Fengnir vom þrír fyrirlesarar, sem fjölluðu um fjármögnun, markaðs- mál og vömþróun en þessir mála- flokkar em mikilvægastir við hug- myndamat og stofnun fyrirtækja. Eftir þessa fyrirlestra var farið í gegnum hugmyndafræðina að baki verkefninu og hópstjórar kynntu vinnuhópana, sem menn höfðu val um að starfa í. Að lokinni kynningu tóku þessir sjö hópar formlega til starfa og skiluðu tillögum sínum í lok ráðstefnunnar. Niðurstöður hópanna er að finna í sérstöku fréttabréfi. Fréttabréf I.S., sem gefið var út í tilefni ráðstefn- unnar. Framhald þróunar- verkeínisins Með ráðstefnunni 5. des. 1987 lauk undirbúningshluta verkefnis- ins. Fjölmargar hugmyndir hafa komið fram og fjölmargir aðilar hafa 14 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.