Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1988, Blaðsíða 5

Faxi - 01.01.1988, Blaðsíða 5
adarmannafélagid í Reykjavík gaf iít Iðnsögu íslands í tveim bindum 1943. Flest er þar vel unnið en aðeins fjallað um fáar iðngreinar, mest um trésmíði en ekkert er á rafmagn minnst svo dœmi séu nefnd. Fátt segir frá 20. öld og að sjálfsögðu er þar ekkert frá síðasta aldarhelm- ingi — mesta atvinnubyltingar- skeiði íslandssögunnar.“ Höfundurinn, Sumarliði Ragnar Isleifsson, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1974, nam síðan plötu- og ketilsmíði' í Landssmiðjunni í Reykjavík og lauk sveinsprófi 1979. Sumarliði hóf síðan sagnfræðinám við Háskóla íslands og lauk þaðan B.A.-prófi 1984 og cand.mag.-prófi 1986. Bók þessi er að stofni kandidatsritgerð og mun Sumarliði vera fyrsti iðnaðarmaður hérlendis sem slíkt verk hefur samið um iðngrein sína. Bókin fjallar um eina af elstu iðn- greinum íslendinga, jámsmíði. Meginefni ritsins er saga málmiðn- aðar á íslandi á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar. Fjallað er um verklag, vinnubrögð, verkfæri og vélar og rakin þróun þessarar merku iðn- greinar. Menntun málmiönaðarmanna og öflun þekkingar erlendis frá em gerð góð skil. Við sögu koma flest helstu fyrirtæki í jámsmíði, smá og stór, upphaf þeirra og þróun. Öll er þessi frásögn snar þáttur af at- vinnusögu þjóðarinnar og lífi fólks í landinu. unni: Meðal annars er unnið að út- gáfu tveggja binda af Safni til Iðn- sögu íslendinga. Handrit af ullar- vinnslusögunni, ULL VERÐUR GULL getur farið í prentsmiðju um næstu mánaðamót. Lokið er klipp- ingu myndbands sem fylgja skal bókinni og gætu bæði bók og mynd- band komið út í vor. Ullarvinnslu- sagan verður tölusett sem II. bindi ritraðarinnar en saga bifvélavirkj- unar, eftir Asgeir Sigurgestsson, verður III. bindi. ULL VERÐUR GULL nær til nútímans en saga bif- vélavirkjunar aðeins til 1937. Síðara bindi þeirrar sögu er vel á veg kom- ið. Gerð hefur verið áætlun um myndband er sýni framvindu í iðn- greininni til þess árs en taka er ekki hafin. Aformað er að vinna það verk í apríl. Sú bók, ásamt myndbandi, ætti að geta komið út í haust - væntanlega í september. Heita má að fullgert sé handrit Lýðs Bjömssonar að steinsteypu- sögu. Helgi Guðmundsson lýkur rit- smíð um sögu veiðafæragerðar í sumar. Iðnsaga Austurlands, eftir Smára Geirsson, er í miðjum klíðum. Eins og fram hefur komið er lön- saga Austurlands í smíðum hjá Smára Gestssyni, hinum snjalla söguritara í Neskaupstað. Áhuga- vert hefði verið fyrir Suðurnesja- menn að sameinast um að hafin verði söguritun um Iðnsögu Suður- nesja áður en fennir í sporin. SVERRIR HERMANNSSON JÓN BÖÐVARSSON SUMARLIÐI ÍSLEIFSSON Bókin er skrifuð á lipran og lífleg- an hátt og í henni er að finna kvæði um jámsmíðar eftir nokkur höfuð- skáld íslenzkrar ljóðagerðar, skrá yfir fyrirtæki í málmiðnaði og á áttunda tug ljósmynda prýða bók- ina. Meðal mynda er málverk af eldsmiðju eftir Suðumesjamanninn Oskar Jónsson, listamann og þús- undþjalasmið. Loks er fróðlegur og skemmtilegur kafli um Orðtök funnin frá jámsmíði eftir Halldór Halldórsson, fyrrverandi prófessor. Með prentun fyrsta bindis í ritröð urn Iðnsögu íslendinga hefur rit- stjórinn, Jón Böðvarsson, tekið í sína þjónustu kvikmyndafyrirtæk- m, því að gert hefur verið mynd- band tengt efni bókarinnar er sýnir hvernig vinnubrögð í jámsmíði hafa breyst úr handverki í nútíma tölvu- vinnslu. I mörg horn er að líta hjá Iðnsög- Jón Böðvarsson, ritstjóri Iðnsögu íslendinga, er Suðumesjamönnum að góðu kunnur. Hann lauk cand.mag.-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla íslands 1964. Hann var fyrsti íslenskukennari Menntaskólans við Hamrahlíð 1966 og starfaði þar í áratug var síðan skólameistari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja frá stofnun hans 1976 til ársloka 1984. Iðnsaga íslendinga er sjálfstæð stofnun - tengd Þjóðskjalasafni - undir beinni stjórn menntamálaráð- herra. Ritstjóri ákveður efnisval í SAFNI TIL IÐNSÖGU ÍSLEND- INGA í samráði við höfunda sem hann velur til þess að semja ritin. Útgáfutilhögun er samákvörðun rit- stjóra og Hins íslenska bókmennta- félags, sem er útgefandi rita frá Iðn- sögu íslendinga. Eyþór Þórðarson. Óskar Jónsson, fœddist á Seyðisfirði 1910. Hann nam rennismíði í vélsmiðjunni Hamri (Reykjavík 1924—1928. Aðþvf loknu hófhann vélstjómamám og lauk prófi frá rafmagnsdeild Vélsköla íslands 1936. Starfandi vélstjóri var hann lengi stðan víða um land og á sjó. Alla starfsœvi sína var Óskar að afla sér mcnntunar og sötti fiölda námskciða við menntastofnanir hérlendis og erlendis. 1943 hófhann kennslustörf og stundaði þau ásamt vélsmfði (aldarþriðjung cn varð fastráðinn vélstjórnarkennari við Fjölbrautasköla Suðurnesja 1976 og var þar i fullu starfi til sjötugs. Frístundamálari hcfur Óskarveriðíáratugi, haldiðsjálfstœðarmálverkasýningarogtckiðþáut isamsýningum. Málverkiðsem hérer Ijösmyndaðsýnirvel handbragðÓskars - og hejur eihnig menningarsögulcgt gildi. Óskar málar efiir minni eldsmiðjuna gömlu i Hamri þar sem hann lœrði járnsmiðaiðn.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.