Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1988, Blaðsíða 37

Faxi - 01.01.1988, Blaðsíða 37
VETRARÍÞRÓTTIR eiga sér langa sögu. Öruggt þykir, að menn á norðlægum slóðum, hafi þegar á árdögum sínum stundað þær. Öll lífs- barátta manna var þá tengdari útiveru og hreyfingu en síðar varð. Iþróttir eiga því rót sína áð rekja til veiða og útilífs. En það tók langan tíma að þróa tækni og samhæfa einstaklingana. Upphaf skíða og skauta má rekja allt aftur til fomra þjóðflokka í Norður-Ameríku og Norður-Evrópu. 'IVö þúsund til tvö þúsund og fimm hundmð ámm fyrir Krist, vom Eskimó- ar og Indíánar, farnir að nota ýmsar gerðir af snjóþrúgum. Vegna sífelldra ferðalaga um snæviþaktar auðnir Kan- ada urðu þeir að búa sér til þrúgur. Þrúgumar vom einfaldar. Gerðar úr hringlaga viði og net úr hráskinni strengt yfir. Auðvelt var að gera við þessi farar- tæki, því viður og skinn var víðast nær- hendis. Þessar einfóldu þrúgur vom líklega undanfari skíðanna. Skíðin komu fyrst fram á svipuðum tíma og þrúgumar, fyr- ir um 4000 ámm. Skíði og skautar eru þó talin uppmnnin á Norðurlöndum. Þó leikur vafi á þessu, því í elstu heimild- úm, fundnum í Noregi, notuðu fmm- byggjar sama orðið: Ondurr yfir skíði og skauta. Nútímaskíði, með bindingum, komu fyrst fram á ámnum 1860—70. Það var Norðmaðurinn Sondre Nord- heim, sem þróaði þann útbúnað. Við leikvanginn á Hollmen Kollen í Noregi, er athyglisvert skíðasafn. Skautar komu fyrst fram um árið 1000 fyrir Krist. Á 2. öld eftir Krist, er þeirra getið í sænskum og norskum ritum. Einnig er þar getið skíða, sem vom ætluð til ferða- laga. Fyrstu skautamir vom úr rifjum eða leggjum elgsdýra, uxa og hreindýra. Á söfnum em til nokkur pör af slíkum skautum. Emþeirtaldira.m.k. tvöþús- und ára gamlir. Á miðöldum vom skautar mikið notaðir á frosnum síkjum og skurðum í Hollandi. Elsta þekkta myndskreyting, frá þeim tíma, er hollensk prentmynd, frá 1498. Hún er rist í tré. Myndin sýnir heilaga Lidwinu, hollenska stúlku, frá Schiedam, sem braut skauta sfna á ís árið 1398. Hún var þá sextán ára. Lidwina dó 1433 og varð síðar vemdardýrlingur skautamanna í Hollandi. Af þessu má draga þá ályktun, að konur hafi snemma snert á skautum, engu síður en karlar, þó þátttaka kvenna minnkaði síðar. Skautar fluttust mjög snemma til annarra landa, t.d. til Englands. Er ekki fjarri lagi að ætla að þeir hafi borist þangað með norrænum mönnum, sem stöðugt heimsóttu landið, og réðu þar lengi. Það hefur verið á ámnum 900 til 1000. Einkum iðkuðu Skotar skauta- íþróttir. Fyrsta skautafélag í heimi var stofnað 1642 í Edinborg í Skotlandi. Englendingurinn Samuel Pepys var mikill skautamaður. Hann bjó í Lundún- um. Árið 1662 lýsti hann í ritum sínum, Skautaíþróttin hefur löngum notið mikilla vinsœlda. Þessi mynd er nýlega tekin af skautafólki á tjöminni í Reykjavík. skautaiðkun Englendinga í St. James- garðinum. 1683 var mikill frostavetur. Þá stundaði Pepys mjög skauta á ám og síkjum í heimaborg sinni. Herforingjum varð snemma ljós gagn- semi skauta í hemaði. Einnig til alhliða líkamsþjálfunnar. 1772 gafenski herfor- inginn Robert Jones út fyrstu kennslu- bókina um skauta. Skautaíþróttin breiddist fyrst verulega út um 1776, þegar Maria Ántoniette, drottning í Frakklandi, hóf að nota skauta. Víða í Evrópu fetaði hirð- fólk í spor húsbænda í Versölum og um leið barst leikurinn út á meðal alþýðu- manna. Urðu skautar fljótt tískufyrir- bæri. Meðal skautamanna á seinni hluta 18. aldar, má nefna Napoleon mikla. Hann var þegar byrjaður að hlaupa á síkjum Parísar árið 1791. Ef til vill hefur franska byltingin stuðlað að útbreiðslu skautanna. Það er þó ekki ljóst. Forysta Hollendinga var ótvíræð í skautaiðkun. Land þeirra er slétt og skautar urðu þar fljótt nauð- synlég samgöngutæki. Um 1250 var far- ið að nota jám í skauta, en bein og leggir vom notaðir áfram, einkum af efna- minna fólki. Jámskautar vom festir neðan í tré, sem sfðan var bundið undir fótinn. Ein fyrsta bæjarkeppni á skaut- um, sem vitað er um, fór fram á hol- lensku síkjunum 1676. Fyrsta kvenna- mót, sem sögur fara af, var haldið í Leeu- warden í Hollandi 1805. Þar vom 130 konur, sem kepptu. Næstu stórmót í Hollandi vom eingöngu fyrir karlmenn. Á 19. öld höfðu hollenskir skautamenn töluverð áhrif í Þýskalandi, Austurríki og Sviss. 1814 kepptu Fríslendingar frá Norður-Hollandi við Englendinga á Cambridge-ánni, sem fellur í Washfló- ann í Norðursjó. Til Vesturheims barst skautaíþróttin frá Bretlandi. Sér- stakt skautafélag var stofnað í Lundún- um 1842. Sjö ámm síðar var stofnað fyrsta félagið í Bandaríkjunum. Það var í Fíladelfíu. Forgöngu um það hafði einn fyrsti þekkti skautamaður vestanhafs, Benjamin West. Skautafélag New York borgar var stofnað 1860. Fyrstu nútímaskautarnir vom búnir til af E.W. Bushnell. Hann festi þá undir sérstaka skó. Hóf hann fyrstur framleiðslu þeirra. Þetta var trú- legaum eða skömmu eftir miðja 19. öld. Er stálframleiðsla hófst að marki um 1880, var farið að nota stál í skauta í stað jáms. Um íeið opnuðust enn fieiri mögu- leikar til að þróa sérstaka íþróttagrein og listdans. Ungurballet-meistari, Jackson Heines frá Chicago, innleiddi nýjar að- ferðir, er ollu byltingu í skautadansi. Ferðaðist Heines um Evrópu 1864 og sýndi hina nýju dansa sína. Fyrir áhrif hans var stofnað skautafélag í Vínarborg 1867. Það olli tímamótum. Frá félaginu komu brátt nýir straumar í skautafþrótt- inni sem vom kenndir við Vín. Það var upphafið að nútíma skautaíþróttum. Paradansinn hafði þróast ámm saman. Upphafs hans er að leita til skautafélags Vínarborgar. Listræn fmmatriði hans voru lögð á ár- unum 1880-90. Næstu áratugi vom Austurríkismenn þar mjög framarlega. Á ámnum 1930 til 1940 hljóp mikið fjör í listdansa, er tekið var að fella þá að samkvæmisdönsum. Breyttust þá um leið ýmis undirstöðuatriði, t.d. spora- fjöldi. Heimsmót í samkvæmisdönsum var þó ekki haldið fyrr en 1950. Eitt fyrsta almennings skautasvellið var opnað í Tbronto í Kanada 1868. Níu ámm síðar var opnaður í Sviss samskon- ar leikvangur. Fyrsta tilbúna skauta- svellið var útbúið í Lundúnum 1876 af John Gamgee. Svellið var úr ísediki og það mátti frysta og þíða mjög auðveld- lega. Skautasvæði Gamgee var lítið og eingöngu notað af honum og vinum hans. Fyrsta tilbúna svellið, ætlað al- menningi, var opnað í Manchester í Eng- landi 1877. Næstu tuttugu ár fjölgaði slíkum svellum mjög, enda hentug víð- ast hvar, ekki síst í snjólitlum löndum. Þannig vom tilbúin svell opnuð í Mel- boume í Ástralíu 1904 og í Jóhannesar- borg í Suður-Afríku 1909. Atvinnumennska á skautum hófst þegar á 19. öld í Englandi. I kjölfar- ið glæddist listdansinn. Framan af voru karlmenn þar einráðir og dönsuðu tveir og tveir saman. Englendingar unnu í upphafi mjög að þróun listdansa á skautum. Englendingurinn H.E. Wand- ervill var einn hinna ensku fmmherja, er þekktur varð. Evrópubúar tóku þó fljótt við sér og valsakóngar Evrópu sáu að skautar vom tilvaldir til danstjáningar. Á seinni hluta 19. aldar vom Englend- ingar ásamt Austurríkismönnum, fremstir í listdansi. Fyrsta heimsmót í listdansi var haldið í Leningrad í Rúss- landi 1896. í tíu ár kepptu eingöngu karlar á slíkum mótum, en 1906 vom konur þar með í fyrsta sinn. 1908 hófust landskeppnir í listdansi og kepptu þá bæði karlar og konur. Breska skautasambandið var stofnað 1879. Ári eftir héldu Bretar fyrsta landsmót sitt á skautum. 1886 stofnuðu Bandaríkjamenn skautasam- band og Kanadamenn 1888. Þessi þrjú sambönd mynduðu síðan heimssam- bandið 1892. Eitt fyrsta fjölmenna landsmót skautamanna í Bandaríkjun- um fór fram 1879. En það var ekki fyrr en 1891, sem Bandaríkjamenn eignuð- ust fyrsta heimsþekkta skautamanninn. Hét hann Joseph Donoghue. Fyrstu skautamótin vora haldin í Nor- egi 1863, Svíþjóð 1882, Finnlandi 1883 og Rússlandi 1884. Á ámnum 1880—90 urðu Norðmenn meðal fremstu skauta- þjóða í heimi. Þá eignuðust þeir þrjá ágæta meistara, er unnu íjölda verð- launa á mótum, heima og erlendis. Norðmaðurinn Friðþjófur Nansen vann 1888-89 það afrek, að fara yfir Græn- landsjökul á skíðum, fyrstur manna. Eitt fyrsta alþjóðamótið í skautahlaupi var haldið í Hamborg 1887. Fjómm ár- um síðar var haldið fyrsta karlalandsmót- ið í Hollandi. En fyrsta alþjóðamót kvenna fór fram í Stokkhólmi 1936. Á sumarólympíuleikum 1908 kepptu skautamenn í fyrsta sinn, en frá 1924, aðeins á vetrarleikum. (Að nokkm fmmsamið, en að mestu þýtt úr 20. bindi Bresku al- fræðibókarinnar, bls. 884-90. Stærri útgáfan frá 1982.) Skúli Magnússon FAXI 37

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.