Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1988, Blaðsíða 36

Faxi - 01.01.1988, Blaðsíða 36
tekið við útibústjórastarfi við aðalbank- ann, en í hans stað var ráðin Jóhanna Reynisdóttir. Guðmundur hefur getið sér góðs orðs í sínu starfi, og það er ekki vafi á því, að Jóhanna mun einnig gera það. Hún hefur starfað við bankann í fjölda ára, nú síðast sem fulltrúi útibús- stjóra. Hér er um nokkur tímamót að ræða, því Jóhanna er fyrsta konan sem ráðin er sem útibússtjóri hér syðra og eru það góð tíðindi. Starfsfólk í bönkum er að meirihluta til konur, og það er því eðlilegt, að þær gegni þar æðstu ábyrgð- arstörfum. Faxi vill óska Jóhönnu vel- famaðar í hinu nýja starfi um leið og við kveðjum Guðmund og þökkum honum störf hans hér í Keflavík. MENGUNAR VERÐUR VART VIÐ VATNSBÓL. Undanfarið hafa farið fram rannsóknir umhverfis vatnsbólin í heiðinni ofan við byggðina í Keflavík og Njarðvík. Fyrr í vetur varð uppvíst um olíuleka úr göml- um olíugeymi á flugvallarsvæðinu. Var þá gripið til þess ráðs að fjarlægja jarð- veg sem mengast hafði, en það dugði þó ekki til og loka varð a.m.k. einni bor- holu sem í notkun var. Um langan tíma hafa farið fram umræður um það, hversu viðkvæm vatnsból þessi em, sérstaklega með tilliti til þeirrar starfsemi sem fram fer við flugvöllinn. Nú em uppi ráða- gerðir um að færa vatnsbólin að stað þar sem minni hætta er á mengun. Þar sem hér er um að ræða mjög kostnaðarsamt verk, þá er líklegt, að sveitarfélögin fari sameiginlega í þá framkvæmd. DREYMT FYRIR AFLA Fyrmm trúðu sjómenn mjög á drauma sína og fóm eftir þeim. Ekki síst þeim draumum, sem vom tengdir aflasæld. Þetta var mjög algengt, allt fram á okkar daga, jafnvel fram á tíma fisksjáa og dýptarmæla. Ami Þorsteinsson, skipstjóri í Kefla- vík, var einn þessara manna. Hann var lengi með báta fyrir Miðnes hf. í Sand- gerði. Sennilega frá því nokkm fyrir f939 og allt fram til 1947, e.t.v. eitthvað lengur. Annar aðaleigandi Miðness hf., var Sveinn Jónsson. Ámi sagði mér, að góður afli hefði aldrei bmgðist sér, ef hann dreymdi Svein við skál. Ekkert veit ég um drykkjuvenjur Sveins, þær koma þessu í raun ekki við. Aðalmálið er hið dulda inntak draumanna, sem Ámi sagði að hefði orðið sér vísbending um að góður afli væri í vændum. Eftir að Ami hætti með báta, var hann um árabil hafnsögumaður í Keflavík. Síðast var hann við gangavörslu í fjöl- brautaskólanum í Keflavík. Þar lágu leiðir okkar saman. Stundum, ef færi gafst, gaf ég mig á tal við hann. Röbbuð- um við þá um liðna daga, einkum um sjósókn. Hygg ég, að Ámi hefði haft frá ýmsu að segja, hefði hann verið vand- lega spurður: Skúli Magnússon Starfsmenn Gjaldheimtu Suöumesja. Hauksdóttir og Asgeir Jónsson. þar sem Gjaldheimtan hefur aðsetur sitt. Starfsfólkið var í óða önn að koma sér fyrir og í mörg hom var að líta. Við Gjaldheimtuna starfa þau Ásgeir Jóns- son, María Hauksdóttir og Guðbjörg Jónsdóttir. Ásgeir er forstöðumaður fyr- irtækisins. Þessa stund sem ég stóð við, þá var nóg að gera við að taka á móti greiðslum og að gefa ýmsar nauðsynleg- ar upplýsingar. Allt var þetta gert með hlýlegu viðmóti. LEIÐARÞING KJALARNES- PRÓFASTSDÆMIS 1988 Hið árvissa leiðarþing Kjalamespró- fastsdæmis var haldið að forgöngu pró- fasts og héraðsnefndar í safnaðarheimil- inu Kirkjuhvoli í Garðabæ, 24. janúar 8.1. Prófastur, séra Bragi Friðriksson, setti þingið með bænargjörð og stjómaði þvf ásamt Helga K. Hjálmssyni, gjaldkera héraðssjóðs, en hann lagði m.a. fram fjárhagsáætlun sjóðsins fyrir 1988, sem samþykkt var samhljóða. Annað aðalmál þingsins var umræða um gerðir Kirkjuþings árið 1987. Fram- sögu um það mál höfðu kirkjuþings- mennimir dr. Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum og Kristján Þorgeirsson, kirkjuráðsmaður Mosfellsbæ. í lok líflegra umræðna um þennan dagskrárlið var eftirfamdi tillaga pró- fasts samþykkt samhljóða: ,,Leiðarþing Kjalamesprófastsdæmis Frá vinstri Guðbjörg Jónsdóttir, María 1988 samþykkir að fela héraðsnefnd að efna til funda og leita umsagnar ákveð- inna hópa innan prófastsdæmisins, t.d. presta, organista, kennara, foreldra, æskufólks, eldri borgara o.s.frv. um efnið: Hvemig má auka þátttöku fólks í kirkjulegu starfi og hvað þarf að gerast til að kirkjan geti sem best komið til móts við þarfir fólks í boðun trúar og þjónustu af ýmsu tagi.“ Hitt aðalmál þingsins bar yfirskriftina Alþingi og þjóðkirkjan. Af því tilefni bauð héraðsnefnd sérstaklega þing- mönnum Reykjaneskjördæmis, kirkju- málaráðherra og ráðuneytisstjóra hans að sitja leiðarþingið. Framsögumenn um þetta mál vom þau Salome Þorkelsdóttir, alþingismaður, Margrét Sveinsdóttir, safnaðarfulltrúi, Jóhann Einvarðsson, alþingismaður og séra Ólafur Oddur Jónsson. í máli framsögumanna sem og annarra ræðumanna, kom m.a. fram það álit, að samstarfsnefnd Alþingis og kirkju gegni mikilvægu hlutverki og efli samkennd tveggja elstu stofhana þjóðarinnar. NÝR ÚTIBÚSSTJÓRI í VERZLUNARBANKANUM. Fyrir stuttu urðu útibússtjóraskipti í útibúi Verzlunarbankans í Keflavík. Guðmundur Viborg sem hefur stýrt úti- búinu um nokkurra ára skeið hefur nú GJALDHEIMTA SUÐURNESJA ER TEKIN TIL STARFA. Nú nýlega tók til starfa fyrirtæki sem sveitarfélögin á Suðumesjum og ríkið hafa sameiginlega stofnað. Þetta fyrir- tæki er Gjaldheimta Suðumesja. Stofn- un hennar fylgdi í kjölfar þeirra breyt- inga, að nú hefur verið tekin upp stað- greiðsla opinberra gjalda. Fyrst um sinn mun Gjaldheimtan sjá um innheimtu og móttöku staðgreiddra skatta, en sveitar- félögin munu sjálf sjá um ógreidd eldri gjöld og fasteignagjöld. Ekki er ólíklegt, að Gjaldheimtan muni í framtíðinni sjá um innheimtu allra opinberra gjalda á Suðumesjum. Er enda mikið hagræði falið í því. Gjaldheimtan sér sfðan um að skila innkomnu fé til viðkomandi aðila, fyrstu mánuðina eftir áætlun miðað við innheimtu fyrra árs, en síðar meir jafn- óðum og greiðslur berast. Þar sem hér er um að ræða fyrirtæki sem Suðumesjabúar munu mikil sam- skipti eiga við í framtíðinni, þá lagði Faxi leið sína að Gmndarstíg 23 í Njarðvík, Grétar Magnússon fœr upplýsingar um staðgreiðslu skatta. 36 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.