Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1988, Blaðsíða 28

Faxi - 01.01.1988, Blaðsíða 28
Ægir Sigurðsson, áfangastjóri Yfirlit um starf haustannar Gestir - heimamenn — í því yfirliti um starf haustannar sem hér fer á eftir ber eiim atburð hæst, en það er að sjálfsögðu vígsla viðbyggingarinnar. Hún fór fram við hátíðlega athöfn sem hófst með ræðuhöldum verktakans og skóla- meistarans. En þar sem enn vantar samkomusal fóru þeir að líkt og páfinn í RÓM, stigu fram á svalir á 2. hæð hins nýreista austurenda og ávörpuðu gesti og heimamenn sem stóðu þétt á planinu fyrir neðan. Að ræðuhöldum loknum var öllum boðið inn í piparkökur og kaffi, eftir útivistina, svo og til að skoða dýrð- ina. Vinna við viðbygginguna hófst í apríl. Um miðjan júlí var húsið full- reist og frágangi öllum á vígslu- degi, þann 7. september. í viðbyggingunni eru 7 kennslu- stofur bjartar og rúmgóðar. Þar af eru tvær sérstofur, önnur fyrir bók- færslu en hin fyrir teiknifræði. Anddyri skólans var flutt yfir í við- bygginguna og er nú gengið inn af Faxabraut í stað Sunnubrautar. Jafnframt þessu voru gerðar breyt- ingar á lóð skólans svo að nú er öll aðkoma að skólanum allt önnur og skemmtilegri. Og þegar inn er kom- ið blasir við bjart og rúmgott and- dyri. Aðstaða nemenda til setu og dægrarstyttingar í frímínútum og millitímum batnaði verulega með tilkomu setustofanna á 1. og 2. hæð austurendans. Áður hafði aðstaða þeirra verið, vægast sagt, afar bág- borin. Síðast en ekki síst þá stækk- aði kennarastofan verulega og vinnuaðstaða kennara er orðin vel frambærileg. Með þessari viðbyggingu rættist langþráður draumur um að geta hýst á einum stað alla bóknáms- kennsluna og losnað þar með við hvimleiðar gönguíerðir í rysjóttum veðrum í útskot hinna ýmsu bygg- inga í nágrenninu. Samhiiða þessu voru gerðar mikl- ar breytingar á eldri hluta bók- námshússins. Skrifstofur skólans voru stækkaðar og færðar í nútíma- legra horf. Bókasafnið var flutt upp á 2. hæð þar sem það fékk loksins viðunandi rými og alla möguleika á frekari útþenslu. Auk þessa var skólinn málaður að innan jafnt sem utan og hefur aldrei litið eins vel út og á þessari haust- önn. Ekki var látið við það sitja að bæta aðeins bóknámsaðstöðuna heldur var ráðist í róttækar endurbætur á verknámsaðstöðu málm- og hár- snyrtiiðna. ,,Hárið“ var fluttniðurí bóknámshúsið og þar var innréttuð kennslustofa með þarfir þess í huga. Aðstaða kennara og nemenda batnaði mjög við þessa flutninga bæði vegna aukins rýmis og að auð- veldara er að ná í, Jifandi hausa“ til æfinga. Leigt var húsnæði að Iðavöllum 3 til suðukennslu en áður hafði sú kennsla verið í enda vélstjómarsal- ar. Við þennan flutning stækkaði salurinn verulega. Það húsnæði, þar sem , ,hárið“ hafði áður verið, var tekið undir kennslu- og setustofu fyrir verknámsnemendur. Eftir ýmsar smá endurbætur svo og málun á vélstjómar- og málm- Undanfarin ár hefur sá háttur ver- ið á, að fulltrúi nemenda komi hér við skólaslit og geri lítillega grein fyrir því helsta sem markvert gerð- ist á nýafstaðinni önn. Það sem mestan svip setti á þá önn sem nú er að líða er án efa viðtaka nýbyggingar bóknámshússins við Sunnubraut og þær breytingar sem gerðar vom á aðstöðu iðnnema í verknámshúsi skólans á Iðavöllum. Nemendur á bóknámsbrautum þurfa nú t.d. ekki lengur að hlaupa milli skólahúsa til þess að koma ekki of seint í kennslustundir eins og tíðkaðist er skólinn hafði á leigu húsnæði í Holtaskóla, í Aðventista- heimili og víðar. En auk þess sem kennslustofur vom nú allar undir sama þaki batn- aði félagsaðstaða nemenda einnig stórlega, en í nýbyggingunni em tvær nýjar glæsilegar setustofur þar sem nemendur geta sest niður eftir erfiða tíma og öðlast andlega sálarró fyrir þann næsta. Auk setustofanna tveggja var lestraraðstaða nemenda stækkuð og bætt, aðstaða sérfélaga og stjómar færð og stækkuð svo að dæmi séu tekin. En ýmislegt fleira var gert á önninni er frekar snýr að félagsmál- um. Farið var í Þórsmörk og dvalið þar yfir helgi, farið var á Sauðár- krók og þar háð bæði íþrótta og ræðukeppni. Þá var fyrsta umferð Morfís haldin hér stuttu síðar og iðnasölum má segja að báðir salimir séu með þeim frambærilegustu í framhaldsskólum landsins. Og til að gera gott enn betra varð skólinn fyrir því happi að feðgamir Kristján Guðmimdsson og sonur hans Guðmundur, útgerðarmenn frá Hellissandi, gáfu honum forláta Wickman bátavél. Vélin var form- lega vígð 4. desember að viðstödd- um þeim feðgum. Óskar Jónsson fyrmm kennari skólans og faðir vélstjómarbrautar- innar ræsti vélina að loknum nokkr- um stuttum ávörpum. Þau einu skilyrði fylgdu vélinni að hún yrði nýtt í þágu sjómannastéttarinnar. Vél þessi er ómetanlegt kennslu- tæki og kann skólinn þeim feðgum vann þar lið okkar glæsilegan sigur. Þá var hér haldið pflukastmót framhaldsskólanna og unnum við það einnig svo að eitthvað sé nefnt. En hér í dag er ekki ástæða til að tíunda íþróttaafrek einstakra nem- enda. Héðan er verið að brautskrá nemendur, nemendur sem sumir koma aftur og halda áfram, aðrir hafa lokið sínu námi og enn aðrir leita lengra til frekara náms. En það er sama hvaða þrep það er sem stig- ið er öll em þau eitt þrep upp á við í lífsstiganum. Við hverja brautskráningu hverfur hluti nemenda úr skólanum okkar. Það hefur sjaldan þótt góður siður að fagna fólki þegar það er á fömm en ég verð þó að viðurkenna að ég fagna hér í dag. Ég fagna þeirra sjálfra vegna og ég fagna einnig vegna þess að um leið og einn hópur unga flýgur burt úr hreiðrinu fer sá næsti að reyna að klifra upp á hreið- urbakkana, út á stökkpallinn og gera sig tilbúinn til að fljúga við fyrsta tækifæri. Ég vil að lokum þakka ykkur sem í dag emð að brautskrást fyrir ánægjulegar samverustundir á und- anfömum ámm og ég óska ykkur til hamingju með þennan áfanga sem þið nú hafið náð. En þó að þessum skóla sé nú lokið og óvíst hvort ein- hver annar venjulegur skóli tekur við þá getur sá sem vill læra fundið skóla alls staðar. ÁVARP BÖÐVARS JÓNSSONAR, FORMANNS N.F.S. 1987 hinar bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf. Segja má að skólinn sé nú loksins kominn í það horf að geta tahst nokkuð nútímalegur. Þó vantar enn samkomusal því ekki viðrar alltaf vel í þeim bláa sal sem minnst var á hér áðan. A önninni fór kennslan ffam á eft- irfarandi stöðum: í bóknámshúsinu við Sunnubraut, í verknámshúsinu við Iðavelli 1 og í leiguhúsnæði við Iðavelli 3 en þar er annars vegar verknám rafiðna en hins vegar suðudeildin sem áður var getið um. Eitt útibú skólans er rétt að nefna til viðbótar. En það er kennsluhús- næði flugmálastjómar á Reykjavík- urflugvelli en þar er flughðabraut til húsa. Þetta er síðasti hópurinn sem útskrifaður verður af framhalds- skólastiginu því næsta haust mun Háskóh íslands taka við þessari uppffæðslu. Húsnæðisnefnd SSS skilaði skýrslu á önninni um húsnæðisþörf skólans næstu áratugina. Enn er þessi skýrsla til umræðu en hefur ekki verið kunngerð opinberlega. Af henni má þó ráða að enn vantar skólann mikið húsnæði til þess að geta sinnt þeim kröfum sem til ffamhaldsskóla em gerðar, þrátt fyrir viðbygginguna títtnefndu. Á önninni gekk í gildi ný NÁMS- SKRA handa ffamhaldsskólum sem Menntamálaráðuneytið gekkst fyrir að semja. Þar er lagður ákveðinn grunnur sem allir ffamhaldsskólar eiga að fara eftir. Ákveðið hefur ver- ið að vinna upp úr NÁMS- SKRÁNNI sameiginlegan NÁMS- VÍSI (nánari útfærsla á náms- skránni) með Fjölbrautaskólunum á Vestur- og Suðurlandi, Fram- haldsskólunum í Vestmannaeyjum og Austurlandi. Gert er ráð fýrir að þessi NÁMSVÍSIR komi út á næstu vorönn. Sem dæmi um breytingar sem þessi nýja námsskrá hefur í för með sér má nefna, að frá og með þessari önn em einkunnir gefnar í tölustöf- um (heilar tölur) í stað bókstafa. Helgina 27.-29. nóvember var haldið á vegum F.S. og K.S.Í. svo nefnt B-námskeið fyrir þjálfara. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem framhaldsskóh stendur fyrir slíku námskeiði og einnig í fyrsta sinn sem námskeið af þessum toga hefur verið haldið á Suðumesjum. Fulltrúar skólans hafa sótt fjöl- margar ráðstefnur ognámskeið. Má þar nefna ráðstefnu Iðnþróunarfé- lags Suðumsja um atvinnuppbygg- 28 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.