Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1988, Blaðsíða 39

Faxi - 01.01.1988, Blaðsíða 39
Aðalfundur SSS Kjartan Jóhannsson, alþingismaður, sér hér eitthvað áhugavert í gögnunum hjá Ingólfi Falssyni. Framhald af bls. 9. miklu aðstoö sem félagið hefur veitt fyrirtækjum á Suðumesjum. Hann skýrði frá námskeiðahaldi og verk- efnum, sem em í gangi og em á döf- inni. Hann skýrði frá umræðum um formbreytingu á félaginu í hlutafé- lag til að styrkja það. Hann skýrði og frá hugmyndum um samruna Iðnþróunarfélagsins og Athafnar hf. Að lokum lýsti Þorvaldur sinni framtíðarsýn þessa félags. Láms Jónsson frá Þróunarfélagi íslands h.f. Hann sagði m.a. í erindi sínu að Þróunarfélagið hefði ákveð- ið að hvetja til og aðstoða við að koma á fót sjálfstæðum fjárfesting- arfélögum í öllum kjördæmum landsins. Slíkt félag ef til kæmi starfaði á Suðumesjum sérstaklega en ekki Reykjanesi öllu vegna sér- stöðu byggðarinnar á Suðumesjum. Tilgangur slíks félags er að virkja athafnamenn á svæðinu til fram- kvæmda í nýsköpun og efla arð- bæra starfsemi, með útvegun láns- fjár, með hlutafjárkaupum og með rannsóknum. Þetta félag gæti einn- ig hugsanlega spomað við fjárflótta til höfuðborgarsvæðisins. Nú er unnið að stofnun óformlegrar und- irbúningsnefndar Fjárfestingarfé- lags Suðumesja. Þessi merka nýj- ung í atvinnumálum hér um slóðir er undir Suðumesjamönnum sjálf- um komið sagði Lárus að lokum. Alyktanir fundarins. Á aðalfundinum vora samþykktar ályktanir um ýmis málefni. Við birtum hér úrdrátt úr nokkmm þeirra: Atvinnumál. í ályktun um at- vinnumál er fjallað um kvóta á fisk- veiðum og mótmælt skiptingu kvóta á suður- og norðursvæði. Það er höfuðnauðsyn að hafa jafnrétti til kvóta, ef útgerð á að halda áfram hér á Suðumesjum. Fundurinn fagnaði stofnun Fiskmarkaðar Suð- umesja svo og fýrirhugaðri stofnun útgerðarfélagsins Eldeyjar. Þá er í ályktuninni fjallað um ferðamanna- iðnað, fríiðnsvæði, fjárfestingarfé- lag og fagnað uppbyggingu á sviði fiskeldis. Umhverfismál. í ályktuninni segir m.a., að áfram skuli haldið skipu- lagðri uppgræðslu á Reykjanes- skaga. Einnig er lagt til, að lcomið verði upp sameiginlegum skrúð- ganM fyrir allt svæðið. Ferðamál. Aðalfundurinn telur, að með tilkomu nýrrar flugstöðvar hafi opnast nýir möguleikar á sviði ferðamála á svæðinu. Þar segir einnig, að hlutverk sveitarfélaganna byggist helst á því, að bæta aðstöðu og stuðla að upplýsingamiðlun. Fmmkvæði að öflugri þjónustu og uppbyggingu mannvirkja verði að koma frá hagsmunaaðilum í þessari atvinnugrein. Fundurinn telur fulla ástæðu til, að ráðinn verði ferða- málafulltrúi fyrir sveitarfélögin og að efla betri Ferðamálasamtök Suðumesja. íþrótta- og aeskulýðsmál. í ályktuninni kemur fram ánægja með þann árangur sem náðst hefur í þessum málaflokki, en jafhframt viðurkennt, að áhugi almennings sé sífellt vaxandi. Tími sé kominn til að huga að sameiginlegri byggingu æfinga- og keppnishúsnæðis, því enn vanti aðstöðu. Fundurinn hvet- ur til aukinnar samvinnu sveitarfé- laganna á þessu svæði. Menntun - menning - listir. Ályktun fundarins í þessum málum er mjög merkileg, því þar koma fram margar nýjar hugmyndir. Má þar m.a. nefna sameiginlegan tón- listarskóla, stofhun menningarsjóðs og sameiginlegt safnahús. Þá var jafnframt ályktað, að hugað verði að svæðisútvarpi fyrir Suðumesin. Samvinnu- og sameiningarmál. Samþykkt var, að undirbúnings- nefnd um sameiningu sveitarfélag- anna skyldi starfa áfram. Skal hlut- verk nefndarinnar vera m.a. að kynna mál þetta fyrir almenningi á Suðurnesjum, en jafnframt skila til- lögum á maí á þessu ári um það hvemig staðið skuli að framhalds- aðgerðum í sameiningarmálum. Undir lok fundarins var lýst til- nefningu sveitarfélaganna í stjórn SSS fýrir næsta ár og munu eftir- taldir gegna því starfi: Frá Keflavík: Guðfinnur Sigurvinsson. Vilhjálmur Ketilsson til vara. Frá Njarðvík: Eðvarð Bóasson. Steindór Sigurðsson til vara. Frá Grindavík: Bjami Andrésson. Halldór Ingvarsson til vara. Frá Miðneshreppi: Stefán Jón Bjamason. Ólafur Gunnlaugsson til vara. Frá Gerðahreppi: Ellert Eiríksson. Finnbogi Bjömsson til vara. Frá Vatnsleysustrandahreppi: Vilhjálmur Grímsson. Ómar Jónsson til vara. Frá Hafnarhreppi: Björgvin Lúthersson. Jóhann Sigurbeigsson til vara. BREYTT SÍMANÚMER Frá og með 15. febrúar breytist símanúmer Útvegsbankans. Nýja símanúmerið er 1 55 55 ÚO op ÚTVEGSBANKIÍSLANDS Keflavík. FAXI 39

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.