Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1988, Blaðsíða 7

Faxi - 01.01.1988, Blaðsíða 7
10 AÐALFUNDUR KtFLA, 1987 Guðfinnur Sigurvinsson, forseti Bœjarstjómar Keflavfkur og formadur SSS, fiytur skýrslu stjómar. AÐALFUNDUR SSS Fyrr í vetur hélt SSS — Samband Sveitarfélaga á Suðnrnesj- um 10. aðalfund sinn. Þar sem hið sameiginlega starf sveitar- félaganna fer sífellt vaxandi og tekur til æ fleiri þátta, þá fannst Faxa forvitnilegt að birta frásögn af fundinum. Munum við geta þeirra mála er helst var fjallað um og segja nokkuð frá helstu ályktunum og samþykktum sem gerðar voru. Aðalfundurinn var að þessu sinni haldinn á Glóðinni í Keflavík og voru fulltrúar alls 46 og skiptust þeir þannig á milli sveitarfélaganna: Sandgerði 8, Grindavík 7, Hafnar- hreppur 4, Gerðahreppur 4, Kefla- vfk 10, Njarðvík 8 og Vatnsleysu- strandarhreppur 4. Þar að auki sat fundinn starfsfólk SSS með fram- kvæmdastjórann, Eirík Alexand- ersson, í fararbroddi. Allmargir gestir sátu aðalfundinn m.a. vegna þeirra erinda er flutt skyldu, því auk venjulegra aðal- fundarstarfa voru mörg merk mál tekinfyrir. Gestimirvoru: Sigurgeir Sigurðsson, Ingólfur Aðalsteinsson, Hjálmar Ámason, Jóhann Sveins- son, Ingiþór Jónsson, Jóhann Ein- varðsson, Geir Gunnarsson, Kjart- an Jóhannsson, Ragnar K. Þor- grímsson, Steingrímur Hermanns- son, Níels Ámi Lund, Karl Guð- mundsson, Láms Jónsson, Unnar Stefánsson, Logi Þormóðsson, Þor- valdur Ólafsson, Kristín Halldórs- dóttir, Hreggviður Jónsson, Júlíus Sólnes, Ólafur G. Einarsson. 'Auk þess frá fjölmidlum: Emil Páll Jónsson og Páll Ketilsson (Vík- urfréttir) Bjöm Blöndal (Morgun- blaðið) Ellert Grétarsson (Reykja- nesi) Þorgrímur Gestsson (útvarp- ið) Halldór Levy (Reykjanes) Bjöm Birgisson (Bæjarbót). Nokkrir gest- anna fluttu ávarp, þar á meðal Steingrímur Hermannsson, utan- ríkisráðherra. I ræðu hans kom fram, að til stæði að færa nokkuð af því landi sem tilheyrði vamarliðinu til sveitarfélaganna. í ávarpi Karls Steinars Guðnasonar, alþingis- manns, kom m.a. fram, að SSS væm samtök sem víða væri vitnað til og tekin til fyrirmyndar í sam- starfi sveitarfélaga annars staðar á landinu. Hann kom víða við í ávarpi sínu en sagði að lokum að hann væri þess fullviss að sameining myndi takast með sveitarfélögunum á Suð- umesjum, eyða yrði tortryggni, þó er ástæða til að flýta sér hægt, en samstaðan mun færa okkur nær réttlætinu. Skýrsla stjómar Formaður SSS Guðfinnur Sigur- vinsson flutti skýrslu stjómar, ítar- lega og greinargóða sem dreift var á fundinum. Þar kom m.a. fram að þetta hefur verið óvenju annasamt ár hjá SSS. Sem að stómm hluta má rekja til nýrra samþykkta sem sam- þykktar vom á síðasta aðalfundi og einnig til þess, að samverkefnum sveitarfélaganna fjölgar stöðugt. Til marks um þetta aukna starf væm bókaðir stjómarfundir 16 á árinu. Starfslið skrifstofu SSS var óbreytt frá fyrra ári. Formaður greindi ffá hinum ýmsu málum sem stjómin íjallaði um á síðasta ári s.s. að Fisk- markaður Suðumesja er orðinn að veruleika. Hugmyndir Þróunarfé- lags íslands um stofnun fjárfesting- arfélaga í kjördæmum landsins. Stofnun útgerðarfélagsins Eldeyjar sem lítur dagsins ljós nú alveg á næstumi og er stofnað til að efla sjávarútveg á Suðurnesjum og reisa hann til vegs og virðingar á ný. Námskeið og verkamannabústaði og námskeið fyrir kjöma fulltrúa í sveitarstjómum. Heimsókn sveitar- stjómarmanna af Suðumesjum til SSH og heimsókn alþingismanna til sveitarstjóma á Suðumesjum. Nýjar samþykktir SSS en helstu nýmæli þeirra em í 7. og 8. grein um stofn- un fjárhagsnefndar og launanefnd- ar SSS og valdið hafa róttækum breytingum. Tillaga endurskoðun- amefndar um framhaldsaðgerðir í sameiningarmálum og kosning sjö manna undirbúningsnefndar. Samþykkt síðasta aðalfundar sem felur í sér að SSS taki að sér hlut- verk héraðsnefnda samkvæmt nýj- um sveitarstjómarlögum. Enn sem komið er hefur héraðsnefnd hvergi verið komið á fót. Málið hefur samt þokast í rétta átt. Við bíðum því átekta. Samvinnunefhd um skipulagsmál ásamt verkefnisstjóm hefur unnið áfram að gerð svæðisskipulags Suð- umesja á árinu, samkvæmt áætlun þar að lútandi. Formaður og framkvæmdastjóri Sambands ísl. sveitarfélaga hafa óskað eftir að stjóm SSS kannaði hvort unnt væri að koma gjald- heimtu á laggimar um næstu ára- mót, þannig að sú gjaldheimta gæti orðið fyrirmynd fyrir aðra lands- menn. Stjóm SSS varð við þessari áskomn og kaus í framhaldi af því 3ja manna gjaldheimtunefnd SSS og stofnun Gjaldheimtu Suðumesja nú komin á lokastig. Á síðasta aðalfundi var samþykkt að halda almennan fund sveitar- stjómarmanna á Suðumesjum þar sem vatnsmálin verði eina umræðu- FAXI 7

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.