Faxi - 01.03.1989, Blaðsíða 6
VELDU
BETRI
KOSTINN
NONNI OG BUBBI
HRINGBRAUT 92
SÍMAR 11580-14188
ingin hröð. íbúafjöldi hefur ríflega
þrefaldast og í dag er Keflavík
fimmti stæsti bær landsins með
rúmlega 7300 íbúa.
En eitt hefur ekki breyst og breyt-
ist vonandi ekki en það eru tilfinn-
ingamar og hlýhugurinn sem hver
bæjarbúi ber til bæjarins. Öllum
þykir okkur vænt um bæinn okkar.
Öll búum við yfir þeirri staðfestu að
vilja bænum okkar allt það besta.
Við Keflvíkingar getum verið stoltir
af bænum okkar. í dag á sjálfan af-
mælisdaginn er full ástæða til þess
að horfa með bjartsýni til framtíðar-
innar. Hér em allar aðstæður fyrir
hendi til þess að ffamtíðin reynist
okkur Keflvíkingum góð. Það gerist
hins vegar ekki átakalaust nú frekar
en fyrri daginn. Við megum ekki
sofha á verðinum heldur nota hveija
stund til þess að vinna bæjarfélag-
inu það gagn sem við getum. Um
leið og ég fyrir hönd bæjarstjómar
Keflavíkur óska bæjarbúum til
hamingju með 40 ára afmælið vil ég
láta þá ósk í ljós að okkur bæjar-
fulltrúunum sem nú sitjum í bæjar-
stjóm beri gæfa til að vinna í sam-
einingu að áframhaldandi uppbygg-
ingu bæjarins. Vinnum saman að
því að gera góðan bæ að betri bæ.
Heiðursborgari Keflavíkur
Valtýr Guðjónsson er fæddur 8.
maí 1910, að Lækjarbug í Hmna-
hreppi á Mýmm vestur.
Ungur hélt hann til náms í Hvítár-
bakkaskóla og svo í Kennaraskóla
íslands. Lauk hann þaðan prófi árið
1931 og réðst þá kennari hingað til
Keflavíkur.
Hann kenndi við Bamaskólann í
Keflavík til ársins 1944. Er Valtýr
kom hingað aðeins 21 árs gamall var
Keflavík lítið þorp byggt sjómönn-
um og fiskverkafólki, sem vart hafði
til hnífs og skeiðar.
íbúar vom aðeins 830 talsins.
Gamla bamaskólahúsið við Skóla-
veg hvar Valtýr hóf starfsvettvang
sinn var þá eiginlega í útjaðri byggð-
arinnar. Þá vom kennarar aðeins
þrír, Guðmundur Guðmundsson,
skólastjóri, Guðlaug Guðjónsdóttir
á Framnesi og Valtýr Guðjónsson.
Áreiðanlegt er að nýir og ferskir
straumar hafa fylgt hinum unga
kennara ffá Mýmm. Tónlistin var í
þá daga ekki í hávegum höfð í sjáv-
arþorpum landsins. Hér tók Valtýr
til hendi við að fræða keflvísk ung-
menni um undraheima tónlistar-
innar.
Meðan hann kenndi hér við
bamaskólann var hann jafnframt
söngkennari skólans. Hann æfði þá
jafnframt kórsöng með bömunum,
er setti hátíðarsvip á allt skemmt-
ar.ahald þeirra. Um svipað leyti var
stofnaður hér Karlakórinn Ægir og
var Valtýr söngstjóri hans. Þá var