Faxi - 01.03.1989, Qupperneq 8
Veislugestir samankomnir í hinum nýja sal iþróttahússins.
með ávarpi og fór hún nokkrum
orðum um sögu bæjarins á liðnum
fjörutíu árum. Forseti íslands, frú
Vigdís Finnbogadóttir, flutti sam-
komunni ávarp og færði bæjarbú-
um hamingjuóskir. Varð henni tíð-
rætt um hinar miklu breytingar sem
orðið hafa á Keflavík á seinustu ár-
um. Kvað hún Keflavík sannkallað-
an höfuðstað Suðumesja. Jóhanna
Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra,
flutti ávarp og minntist fyrri kynna
sinna við Suðumesin. Flutti hún
ánægjulegar fréttir um auknar fjár-
veitingar til starfsemi Þroskahjálpar
og sérkennsludeildar við Myllu-
bakkaskóla.
Bænum bárust ágætar gjafir sem
vom afhentar við þetta tækifæri.
Tómas Tómasson, sparisjóðsstjóri
og fyrrum forseti bæjarstjómar,
færði bænum málverk að gjöf frá
Sparisjóðnum í Keflavík og var það
málað af listamanninum Eiríki
Nemendur í Myllubakkaskóla sýndu
verk á sýningunni. Hér sést einn lista-
mannanna.
Smith. í ávarpi sínu minntist Tómas
á samtvinnaða sögu bæjarins og
sparisjóðsins. Hafa t.d. í gegnum
tíðina sömu menn ávallt mikið kom-
ið þar við sögu.
Guðmundur Ámi Stefánsson,
bæjarstjóri í Hafnarfirði, færði
Keflavíkurbæ málverk að gjöf. Var
það málað af Gunnlaugi S. Gísla-
syni. Þá afhenti Oddur Einarsson,
bæjarstjóri Njarðvíkur, sameigin-
lega gjöf frá Njarðvík og Grindavík
og var það málverk eftir Þorfinn Sig-
urgeirsson.
Að loknum ávörpum tók Björk
Guðjónsdóttir við stjóm dagskrár-
innar og kynnti hún síðan þau
skemmtiatriði er fram fóm. Vom
þau hin fjölbreyttustu og gerðu há-
tíðargestir góðan róm að þeim. Stutt
sýning bama úr Myllubakkaskóla
vakti mikla kátínu og sáust gestir
magir hverjir fella tár, svo mikið var
hlegið. Þá vakti söngur Einars
Júlíussonar og Ólafar dóttur hans
mikla hrifningu.
Sjö /ermefra rjómaterta
Þegar dagskráin hafði verið tæmd
var öllum viðstöddum boðið uppá
veitingar í nýrri viðbyggingu við
íþróttahúsið. Þar hefur ÍBK byggt á
skömmum tíma nýjan fimleikasal.
Starfsmenn Nýjabakarísins höfðu
bakað tertu eina mikla, a.m.k. sjö
fermetra að stærð og gerðu við-
staddir henni góð skil. Var klukkan
farin að halla í átta, þegar síðustu
gestimir yfirgáfu húsið. Var það
mál manna, að þrátt fýrir eilítið of
mikinn ræðuflutning, þá hefði þessi
hátíð heppnast afburða vel og verið
bæjarstjóm og bæjarbúum öllum til
mikils sóma.
Tónlistarhátíð
Dægulaga- og poppmúsíkhátíð
var haldin í íþróttahúsi Keflavíkur
laugardaginn 8. apríl. Hermann
Gunnarsson, sá sprellfjörugi og
skemmtilegi íþrótta- og sjónvaps-
maður, var kynnir og rifjaði hann
það upp, hvemig Keflavík varð
vagga poppmenningarinnar með til-
komu Hljóma, Júdas, Thibrots og
allra hinna. Það vom þeir Rúnar
Júlíusson og Magnús Kjartansson
sem höfðu veg og vanda af því að
koma þessari tónlistarhátíð á og
eiga þeir miklar þakkir skildar.
Þessir komu fram:
Hljómar, Pandóra, Sing-Sing,
María Baldursdóttir, Rut Reginalds,
Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíus-
son, Jóhann Helgason, Einar
Júlíusson, Magnús Kjatansson,
Rúnar Georgsson, Finnbogi Kjart-
ansson, Þorsteinn Eggertsson og
Klassík.
Ekki er ástæða til að tíunda hér
frammistöðu hvers og eins. Allir
stóðu sig frábærlega. Þó get ég ekki
látið hjá liða að minnast á gítarleik
Gunars Þórðarsonar og söng Rutar
Reginalds. Bæði vom þau afburða-
góð.
Mjög margir, bæði ungir og gaml-
ir, mættu á hátíðina og var ekki ann-
að að sjá, að allir hefðu skemmt sér
vel. Þó hefði mátt skapa betri
stemmingu meðal áhorfenda, ef
þeir hefðu allir verið á gólfinu fram-
an við hljómsveitapallinn, en ekki
uppi á áhorfendapöllunum.
Við leggjum til, að svona tónlistar-
hátíð verði haldin á hverju ári.
KEFLAVÍKUR - TÓNLISTAR-
FESTIVAL. Það væri liður í að við-
halda þessari sérstöku Keflavíkur-
hefð, því þá gæfist upprennandi
tónlistarmönum gott tækifæri á að
koma fram.
84 FAXI
j