Faxi - 01.03.1989, Page 13
s -f
Ljósmyndast. Sudumesja — Óskar.
Hákonarson. Þá varð úti ísólfur
nokkur Vigfússon, grafinn aö
Kirkjuvogi.
1782. Þá varð stúlka nokkur, Ingi-
björg Bjarnadóttir, úti.
1783 kom upp eldur í júnímánuði
fyrir sunnan Geirfuglasker, skaut
þar upp landi, en sökk síðan.
1784. Hákon Vilhjálmsson í Kot-
vogi kvæntist Ingveldi Guðnadóttur
sýslumanns Sigurðssonar í Kirkju-
vogi.
1784 varð Vigfús nokkur Vigfús-
son úti milli Grindavíkur og Hafna,
og fannst í gjá einni sama ár. 14.
mars varð skipstapi á Suðumesj-
utn, sexæringur frá Busthúsum.
Dmkknuðu 7 menn. Formaðurinn
var Þórður Þorsteinsson, Hákonar-
sonar, bróðir prestskonunnar á
Löndum. Var hann giftur Guðrúnu
Jónsdóttur, dótturdóttur Bjöms
Magnússonar á Busthúsum. Átti
Bjöm þessi skipið. Einnig dmkkn-
aði sonur hans Hróbjartur, atgjörf-
ismaður mikill.
1785. Þann 22. apríl varð skips-
tapi frá Marsbúðum. Þá urðu tveir
menn úti. Fannst annar uppi á
heiði, ókenndur, hinn nálægt Njarð-
vík. Þá gekk yfir bólan og einnig
varð mikill mannadauði af bágind-
um og uppdráttar sótt.
1787. Þann 12. mars varð skips-
tapi frá Busthúsum af brimi.
Dmkknuðu 8 menn. Formaðurinn
varð Guðmundur Bjömsson, sonur
Bjöms á Busthúsum. Einnig
drukknaði einn maður í brimi af
áttæring frá Kirkjuvogi, Jón að
nafni, sonur síra Einars í Fellsmúla.
1788. Þann 13. sept. fórst tólfær-
ingur fyrir framan Bmnnastaða-
tanga. Formaðurinn var Erlendur
Jónsson, hafnsögumaður frá Báts-
endum eða Stafnesi. Hann var gift-
ur Bergljótu Einarsdóttur, föður-
systur Áma biskups Helgasonar.
Var Erlendur þessi bræðmngur við
síra Jón Jónsson á Miklabæ. Lagði
hann frá Hafnarfirði með skipherra
Berifeldt, sem verða átti með Báts-
endaskipið út. Drukknaði hann og
allir, sem á skipinu vom, og flestir
hjáleigumenn frá Stafnesi, alls 10
ntenn. Skipstjórann, Berifeldt, rak
upp og var hann jarðsettur að Njarð-
vík. Þetta ár var síra Egill á Útskál-
um dæmdur í Synodo frá kallinu
fyrir drykkjuskap og ótilhlýðileg
orð höfð í frammi í Keflavík að sögn
við kaupmann. Bjó þá aðstoðar-
prestur hans og tengdasonur, Guð-
ntundur Böðvarsson á Lónshúsum.
Vék hann fyrst þangað og síðan til
Guömundar í Reykjadal, hvar han
lá í 5 ár í kör, og deyði árið 1804.
1789 fékk síra Bjami Pétursson
Útskála. Var hann búsýslumaöur
mikill og góður smiður. Þetta ár
drukknaði einn maður frá Kotvogi
af skipi. Var það Guðmundur
Eiríksson frá Stóru-Völlum.
1790 dmkknaði einn maður af
fjögramanna-fari suður í Höfnum í
besta veðri og ládeyðu. Skipiö rak
upp á sker. Þrem mönnum var
bjargað. Mjög hart í ári um öll
Suðumes.
1791 24. febrúar fæddist Svein-
bjöm Egilsson í Innri-Njarðvík.
Frægur málfræðingur og lærdóms-
maður. Skáld. Rektor latínuskól-
ans.
1794. Skipstapi frá Flankastöðum
í Skarðröst. Formaður fyrir því sex-
manna-fari var Jón Amason.
Drukknuðu alls 7 menn.
1795 tók út og drukknaði af skipi
Ari Jónsson, sjómaður á Útskálum,
vinnumaður frá Bæ í Kjós.
Þá strandaði á Skaganum þrí-
mastrað skip, er hét Gottenborg,
eign kaupmanns frá Hofsósi.
1785 gekk bólan yfir og dó fyrstur
úr henni, þann 22. okt., umferðar-
piltur einn að austan, Sigurður
Bjamason að nafni. Færðist hún svo
bæ úr bæ. Síðast dó úr henni 15 ára
gömul stúlka á Skeggjastöðum, 28.
jan. 1786. Stóð bólan því yfir í 14
vikur í Útskálasókn. Alls dóu úr
henni í þeirri sókn 15 manns, fiest
undir og yfir tvítugt, elst 24 ára, og
svo böm, en þó fá mjög ung.
í Hvalsnes-, Kirkjuvogs- og Njarö-
víkursóknum dóu 17 manns. Deyði
sá fyrsti maður úr bólunni í Höfn-
um þann 16. des., en 2. des. í Hvals-
nessókn. 1 Njarðvíkursókn dóu þrír
úr henni í jan—mars 1785.
Þetta sama ár var mikill manna-
dauði á Suðumesjum af bágindum
og sótt, sem leiddi af hallærum og
eldinum eystra, hvaðan fólk var að
koma og hrynja niður. Þann 5. mars
vom 10 lík grafin við Hvalsnes-
kirkju. 1784 dóu í Hvalsnesþingum
alls 81 maður, en í Útskálasókn 36
menn.
1785 dóu í Hvalsnesþingum 164
menn, í Útskálasókn 108.
1796 deyði Guðrún Einarsdóttir,
kona síra Bjama Péturssonar.
1797 deyði Guðrún Andrésdóttir,
kona síra Egils Eldjámssonar. Geir
Jónsson Vídalín skipaður biskup.
Kirkjan í Nesi við Seltjöm lögð nið-
ur.
1799. Eftirnýár, aðfaranótt9. jan-
úar gjörði ofsalegt sunnanveður af
hafútsuðri, höfðu þó komið önnur
lík, en eigi jafnmikil. Fylgdi veðri
þessu mikið regn, þmmur og leiptr-
anir í stórstraum og var himininn
allur ógurlegur að líta. Þar með
fylgdi óskaplegt stórbrim og hafrót
með miklum fallþunga og ægilegri
flóðbylgju. Urðu skemmdir miklar
hvarvetna.
Á Eyrarbakka og Stokkseyri
brotnuðu skip og hús, skepnur fór-
ust svo tugum skipti, braut alla
garða og sjávarkampinn allan til
gmnna. Kaupstaðarhús á Eyrar-
bakka með vömm molaðist allt og
fleyttist allt langt upp á Breiðumýri
með öðm fleiru. Fólk varð allt í
dauðans hræðslu, en ekkert varð
flúið. 1 Grindavík eyðilögðust tún á
tveim bæjum, og önnur stór-
skemmdust, fimm hjáleigur spillt-
ust, sex skip brotnuðu, átta manns
meiddust og hundrað fjár fómst.
Kirkjuvogskirkja skekktist, þar í
Höfnunum brotnuðu tvö skip og einn
maður meiddist.
Timburkirkjuna á Hvalsnesi tók
ofan að gmndvelli í veðrinu og sá
ekkert af.
Bátsendakaupstaðurinn hjá
Stafnesi eyðilagðist alveg, því að öll
höndlunarhús braut sjór og veður,
svo að par stóð ekki eftir og rótaðist
gmndvöllurinn sjálfur, enda gekk
sjór 164 faðma upp fyrir efstu hús
kaupstaðarins. Fórst einn maður,
en Hansen kaupmaður bjargaðist í
dauðans angist með konu sína og
böm hálfnakin heim að Loddu, hjá-
leigu frá Stafnesi. Fiskigarðar og
túngarðar á Nesinu sópuðust heim
á tún, sumstaðar tóku af skipsupp-
sátur og bmnna og átta skip brotn-
uðu.
TVeir bátar fuku í Njarðvíkursókn
og fundust eigi og einn brotnaði, 4
bátar í Útskálasókn. Miklir skaðar
á Vatnsleysuströnd og Innnesjum
og vestur um allt land, sem menn
vissu ekki dæmi til eins stórkost-
legt, um allt land á einni nóttu.
Fyrir innan Lambastaði á Seltj-
amamesi gekk sjórinn yfir þvert
nesið milli Skerjafjarðar og Eiðsvík-
ur svo að Seltjamames varð að eyju
í flóðinu. Thldi Geir biskup Vídalín,
sem þá bjó á Lambastöðum á Sel-
tjamamesi, að ,,5 álnum hærra
hefði sjór gengið þverhnýptu máli
en í öðmm stórstraumsflóðum".
í þessu aftakaveðri fauk svo að
segja allur þaksteinn af suðurhluta
dómkirkjunnar í Reykjavík. Mönn-
um taldist svo til, að 187 skip hefðu
brolnað, flest í spón.
FAXI 89