Faxi - 01.03.1989, Side 16
lifandi komin og ekkert að skafa
utan af hlutunum frekar en fyrri
daginn.
Við fórum inn í eldhús og hún lok-
aði vandlega öllum hurðum, trúlega
veitti ekki af því að halda kuldanum
úti því húsið var komið til ára sinna.
Magga hafði ekkert breyst. Fallegu
gulleymalokkarnir héngu enn í
eymasneplunum og kjóllinn var
snyrtilegur, hvít golftrevjan var
tandurhrein og munnurinn á sínum
stað. Hún hellli upp á könnuna, tók
hníf og disk og bar sig til við að
leggja meðlæti á borðið. Ég afþakk-
aði og sagðist hafa áð undir hlöðu-
veggnum á Sjónarhóli og væri því
vel haldin.
Margt bar á góma. Ég spurði og
hún svaraði og rúmlega það. ,,Á
elliheimili! Nei, þeir hlæja bara að
mér ef ég bið um pláss, enda þurfa
margir þess meira en ég. Ég stend
þó ennþá í lappimar staflaus. Held-
ur vildi ég þó vera á Hrafnistu því
þar þekki ég marga. l>aö er helst
hjartað sem angrar mig, annars líð-
ur mér vel.“ Hún amma þín bless-
unin. Aldrei hef ég fyrirhitt eins
góða manneskju og hana „Ellen-
sínu“ ömmu þína. Prjónar hún
enn?“, Já, hún amma mi'n prjónar
enn. „Aldrei hef ég skilið þetta rex
hjá mörgum Reykvíkingum út í
hann Davíð borgarstjóra. Hann
Davíð hefur sko gert marga góða
hluti. Þama lagði hann nýjar lagnir
í öll Þingholtin og líttu bara á allar
framkvæmdimar í Sætúninu." Á
meðan hún hrósaði Davíð otaði hún
í sífellu að mér brauðhnífnum orð-
um sínum til frekari áherslu. Ég,
helmingi yngri manneskja en
Magga, vissi lítið um afrek Davíðs
og hlustaði því með andakt á lofræð-
una.
Frá borgarstjóranum barst talið að
sþönsku veikinni 1918, landa-
merkjadeilum við nágrannana og
rysjóttu tíðarfarinu undanfamar
vikur. Hún sagðist reyndar hafa far-
ið út um morguninn og hent tuggu í
hrossin tvö sem einn dóttursonur-
inn átti. Bömin höfðu lagt að henni
að vera ekki að paufast utan dyra í
hálkunni og hún fór eftir því, — að
mestu.
Þennan klukkutíma sem ég stóð
við hringdi síminn tvisvar. Fyrst var
það Rúna á Auðnum sem spurði
Möggu hvort hún væri alveg búin aö
gleyma sér, - hvort hún væri hætt
að hugsa til sín. , ,Ég skal segja þér
það að ég reyndi mikið að ná í þig í
gærmorgun, - eða var það í fyrra-
dag? Síminn var bara alveg dauður,
fékk aldrei són. Þetta er nú meira
andsk... tíðarfarið, allt á kafi í snjó
(sem var nú ekki alveg rétt). Stór-
furðulegt hvað rafmagnið hangir í
þessari ótíð og það er sko honum
Leif ísakssyni að þakka, fyrrver-
andi sveitarstjóra. Ég held ég muni
öll djö.... lætin sem urðu hjá Voga-
búum þegar hann ákvað að leggja
peninga í línuna. Ég get sagt þér
það, Rúna mín, að þessa dagana
sætum við hér á Ströndinni í svart-
asta rafmagnsleysi ef hann Leifur
ísaksson hefði ekki látið laga lín-
una, það er eitt sem víst er.“
Svo hringdi dóttursonurinn sem
átti hrossin til þess að spyrja um h'ð-
an ömmu sinnar. Annar dótturson-
ur hennar hélt að mestu leyti til í
Knarramesinu en var í vinnu á
Keflavíkurflugvelli á daginn. Hún
hlaut að eiga góð bamaböm og það
var gott ða hún var ekki ein í húsinu
um nætur.
Yngsta bamabamið sem bjó á
Hellum, strákur á 14. ári, bankaði
og skaust með írafári í gegn um eld-
húsið og alla leið inn í stofu á snjó-
ugum kuldaskónum. Hann kom til
þess að sækja peninga fyrir ýmsu
smálegu sem hann ætlaði að kaupa
fyrir ömmu sína suður í Vogum. Ég
gat ekki stillt mig: „Veður strákur-
inn svona inn á snjóugum skónum?
„Ég held þaö sé í lagi“ sagði Magga
um leið og hún týndi snjókleprana
af gólfunum. „Hann er að sendast
fyrir mig, blessaður."
Ég bjóst til brottfarar eftir að hafa
skoðað myndir af niðjunum á öllum
aldri og hlustað á falleg onl um
bamabamabömin. „Hvað liggur
þér á? Dokaðu örlítið lengur." Nú
var öll tortryggni úr Möggu og ég
held hún hafi notið gestkomunnar,
enda hafði ég ekki komið í heims-
ókn til þess að troða henni um tær,
þessari góðu konu. Ég hafði hvorki
ætlað að deila við hana um landa-
merki né lasta Davíð borgarstjóra, -
eða Sjálfstæðisfiokkinn yfirleitt.
Hún hélt útidymnum óþarflega
lengi opnum á meðan ég festi á mig
skíðin. Gestrisnin var söm við sig,
það varð að fylgja mér úr hlaði þó
svo að kólnaði í húsinu.
Hægri þumalfingurinn varö aftur
á milli þegar ég lokaði Knarrames-
hliðinu á eftir mér en nú urðu engar
girðingar á leið minni yfir í Breiða-
gerði. Ég þræddi sjávarbakkana
fyrir neðan sumarbústaðina og gaf
mér tíma til þess að stoppa og telja
álftimar á voginum. Þær vom
sextán, fullorðnir fuglar og ungar.
Sumarbústaðimir vom af öllum
stærðum og gerðum og ég velti því
fyrir mér hvað kæmi fólki til þess að
velja sér sumarbústaðalandi hér í
gróðurleysinu og grjótinu. Ef til vill
var það nálægðin við sjóinn og þess-
ar fallegu fjörur? Hver veit?
Veggir gamla vindmylluhússins
stóðu eins og klettaborg við veg-
kantinn að Auðnum. Þetta var
skrýtin bygging og minnti á lítið
rammgert virki. Myllan var upphaf-
lega ætluð til þess að mala þurrkuð
fiskbein og var byggð af Strandar-
bændum um 1918. Vinnslan gekk
illa og myllan var lögð niður eftir
örfá ár.
Hundsgá heyrðist frá Auðnahlað-
inu. Fj.... og ég sem var hrædd viö
hunda. Þama kom æðandi á móti
mér þessi líka stærðar hundur og
geltigrimmilega. Éghugsaði: Beröu
þig nú hetjulega og láttu sem þú sért
hrifin afhundum. Sem beturfór var
hann í bandi, en það var sama, ein-
hvem veginn varð ég að komast að
tröppunum. Hundurinn hringsnér-
ist geltandi í kringum mig svo band-
ið flæktist yfir og undir skíðin mín.
Égsagði í gælutón: „Jæja, karlinn,
greyið" en tautaði í huganum, örg:
Steinþeginu og snáfaðu burt!
Rúna kom fram í dymar og hast-
aði á hundinn sem loks þagnaði en
ég losaði mig úr snærisfiækjunni.
Hún horfði ókunnuglega á mig. Ég
kynnti mig og þegar það dugði ekki
bætti ég við: „Dóttir hans Guð-
mundar Björgvins og Lúllu, — í Vog-
unum.“ Rúna hafði nokkuð látiö á
sjá síðustu tvö árin. Hún lét heldur
ekki vel af heilsunni, hafði gengið á
milli lækna en þeir gátu lítið hjálp-
að. Svona fer aldurinn og heilsu-
leysið illa með fólk. Rúna var þó
ekki nema sjötug og hafði alla tíð
unnið á við fílefldan karlmann, sótt
sjóinn, unnið í fiski, skorið túnþök-
ur og margt fleira. Mér fannst sárt
að horfa upp á þessa breytingu og
hér var enginn brauðhnífur á lofti til
þess að leggja áherslu á orðin eins
og í Knarramesi.
Köttur læddist eftir gólfinu og þef-
aði af matarskálinni sem stóð í
hominu við vaskinn. Rúna var mik-
ill dýravinur og þegar hún veiktist
og lagðist á spítala þurfti hún að láta
lóga tíkinni sinni, þessu tryggðar-
trölli sem hafði fylgt henni hvert
spor í fjölda ára.
Hún hellti upp á og bar fyrir mig
indælar kökur. Það var lítið um
mannafenfir í Auðnahverfinu eins
og víðar á Ströndinni. Höfðahúsið
stóð autt og lá undir skemmdum og
hjónin í Landakoti vom flutt til
Reykjavíkur. Þó var alltaf einhver
umgangur vegna refabúsins hans
Kobba Áma og bústjórinn bjó á
neðri hæðinni á Auðnum. Það var
hann sem átti hundinn.
Rúnu langaði ósköp til Reykjavík-
ur til þess að hitta fólkið sitt en ekki
gat hún farið með rútunni. Hún var
vís með að gleyma því hvem hún
ætlaði að heimsækja svo það varð
víst að bíða uns færðin skánaði.
Ég sá kíki á eldhúsborðinu og ég
hafði líka séð kíki á borðinu hjá
Möggu. Fólkið á Ströndinni horfði
víst mikið út, í fásinninu, og það
sást vítt yfir úr gluggum Auðna-
hússins. Hún haföi séð til mín fyrir
neðan Breiðagerðið og taldi mig vera
einhvem af Bmnnastðarbræðmn-
um að leita kinda. En þegar ég gekk
heimtröðina þá fann hún enga lík-
legri skýringu á gestakomunni en
þá að hér hlyti mkkari að vera á ferð.
Það kom glampi í þreytt augun og
hún hlóð að þessari ágiskun sinni.
Kolbeinn var að koma heim. Hann
hafði skroppið suður í Vogasel að
kaupa matvömr. Það var liðin tíð að
vömr væm keyröar heim á hvern
bæ. Áætlunarferöir heyrðu sögunni
til en hægt var að komast í rútuna
sem kom í Vogana með því að nota
póstbílinn sem fór suður eftir alla
virka daga.
Kolbeinn kom inn með matvælin
og póstinn og nú var ekki lengur
læðst um gólf á Auðnum. Það gust-
aði af Kolbeini þrátt fyrir 83 ald-
ursárin og ég rétti ósjálfrátt úr bak-
inu. Dimm og kraftmikil röddin var
söm við sig þegar hann heilsaöi og
mér fannst ég vera aö taka í hendina
á hlýlegum tröllkarli. Hann hefði átt
að vera prestur, þó ekki væri nema
fyrir röddina, hugsaði ég, og lífs-
spekin, sú var nú að mínu skapi.
Rúna blaðaði með nokkmm áfaka
í gegnum póstinn sem samanstóð af
einu „gluggabréfi" KFUM blaði og
Morgunblaðinu. Allt og sumt.
Kannske hafði hún vonast eftir
sendibréfi...
Það var skemmtilegt að tala við
Kolbein. Mestur hluti samtalsins
snerist um Vestfiröi og sér í lagi
Homstrandir en þangað hafði ég
ferðast síðastliðið sumar. Kolbeinn
ólst upp við Kaldalón í ísafjarðar-
djúpi og þekkti því baráttu afdala-
búansafeiginraun. „Hvemighefur
þú það?“ spurði ég loks. Hann hafði
aldrei haft það betra. Ég hváði:
„Ekki einu sinni þegar þú varst
30—40 ára gamall?“ Nei, þetta vom
bestu árin. Hann var áhyggjulaus og
heilsugóður, og mátulega latur, en
ætlaði þó að setja bátinn á flot með
vorinu.
Tíminn leið hratt og það var byrjaö
að snjóa. Ég ætlaði að komast heim
fyrir myrkur og þakkaði því þessu
indæla fólki fyrir skemmtilega dag-
stund. Þau stóðu bæði í dyrunum
þegar ég gekk úr hlaði, hann stór og
hraustlegur en hún lítil og veiklu-
leg. Hundskrattinn sést hvergi.
Sporin mín yfir Breiðagerði frá því
fyrr um daginn vom svo til horfin.
Álftimar kúrðu enn á voginum og
Magga í Knarrarnesi fylgdist trú-
lega með mér úr eldhúsglugganum.
Áður fyrr, fyrir tiltölulega fáum ár-
um, var fjörugt mannlíf á þessum
slóðum, sjósókn, búfénaður, börn,
skóli, skemmtanalíf og umferð,
hvert sem litið var en nú hafði
hljóðnað á Ströndinni...
Þegar ég kom upp á veg stefndi ég
beint á Amarbælið, fallegasta hól-
inn í heiðinni. Hópur snjótittlinga
fiaug yfir gaddfreðna jörðina og ég
hélt heim með dálítinn söknuð í
hjartanu - söknuð vegna einhvers
sem var.
92 FAXI