Faxi

Årgang

Faxi - 01.03.1989, Side 17

Faxi - 01.03.1989, Side 17
& SUDURNESJUM Ástœða þess að undirritaður stingur niður penna nú er að vekja athygli á þvíað skólahald hefur verið í Keflavík ísamfellt 100 ár á þessu ári, 1989. Vitað er að skólahald hófst fyrr íKeflvík en heimildir skortir þannig að fullyrða megi að það hafi verið samfellt í lengri tíma. Það sem hér fer á eftir er útdráttur úr ritgerð sem Ari Þ. Sveinsson og Kristinn Hilmarsson skrifuðu á árunum 1978 og 1979. Leiðbeinandi við ritsmíðina var Lýður Bjömsson. Einnig veittu okkur upplýsingar þeir Guðleifur Sigurjónsson, Guðni Magnússon og Ólafur Þ. Kristjánsson. Ritgerðin fjallar um ástand og þróun fneðslumála í Rosm- hvalaneshreppi til 1904 með sérstakri áherslu á Keflavík. Það sem hér fer á eftir eru 3. og 4. kafli ritgerðarinnar. Kaflar 1 og 2 eru yfirlitskaflar og fjallar 1. um þróun frœðslu- skyldu og menntunarástand fram á 19. öld. Annarkafli fjallar síðan um menntunarástand alþýðu og barna á Suðurnesjum áður en skólahald hefst þar. íþeim kafla er grein um heimilis- kennara í Keflavík. Með greinarkorni þessu fylgir skrá yfir heimiliskennara og aðra kennara í Keflavík til 1904. SKÓLAHALD í KEFLAVÍK TIL 1904 Skólahald á Suðurnesjum utan Keflavíkur og tengsl þar á mílli Fyrstu skólamir, sem eru stofnað- ir á Suðumesjum, em bamaskólinn í Gerðum í Útskálasókn og Thor- killiskólinn að Brunnastöðum í Kálfatj amarsókn. Gerðaskóli er stofnaður 1871 og tekur til starfa um haustið 1872. Sama ár tekur skólinn að Bmnna- stöðum einnig til starfa. Þessir skól- ar em báðir stofnaðir að tilstuðlan prestanna í sóknunum. Séra Sig- urði B. Sívertsen á Útskálum og séra Stefáni Thorarensen á Kálfa- tjöm. Fyrsti kennarinn við Gerðaskól- ann er Þorgrímur Guðmundsen og við Thorkilliskólann er fyrsti kenn- ari Oddgeir Þórðarson bróðir Þor- gríms. Um tilurð skólans á Vatnsleysu- strönd vitum við lítið, enda kemur hann skólasögu Keflavíkur lítið við. Oðm máh gegnir um skólann í Gerðum, þar sem hann var í sömu sókn og sama hreppi, og styttra var fyrir böm úr Keflavík að sækja hann. Þegar við fómm yfir skýrslur frá skólunum í Útskálasókn rák- umst við öðm hvom á skýrslur frá skólanum á Vatnsleysuströnd. í nemendatalinu frá skólanum var aldrei getið um nemendur frá Kefla- vík, en oft um nemendur frá Njarð- vík, enda var Njarðvík í sömu sókn og skólinn. Elsta bamaskólahúsið í Garði var byggt fyrir fé sem safnaðist í sókn- inni og í það lögðu m.a. kaupmenn- imir úr Keflavík. Þó var það nú ekki mikið. Við athugun á tveimur fyrstu dag- bókum bamaskólans í Garði kom í ljós að þar vom nemendur úr Kefla- vík. Þegar athugaðar vom hreppsbækur Rosmhvalanesshrepps kom í ljós að foreldrar þessara bama töldust ekki til efnamanna. Margir krakkamir bjuggu t.d. hjá mæðmm sínum, sem vom oiðnar ekkjur, og borguðu sama og ekkert í útsvar. Ástæðumar fýrir því, að ekki hafa fleiri sótt skólann, em eflaust marg- ar. Eftirfarandi hefur þó ömgglega haft sitt að segja. í fyrsta lagi var ekki heimavist í Garðinum, þó hafa ef til vill einhver böm getað verið á einkaheimilum. í öðm lagi mikil Skólaár nem. úr K.vík okt. nóv. des. jan. feb. mars. apr. 1872-73 í i i 1873-74 l(sami) i í i 1874-75 1 i i 1875-76 1 i í í 1876-77 0 1877-78 0 1878-79 0 1879-80 0 1880-81 1 1 1881-82 0 1882-83 7 4 4 4 7 4 4 4 1883-84 0 1884-85 0 1885-86 2 2 2 2 2 2 2 2 1886-89 1 1 1 1 1 1 1 1 FAXI 93

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.