Faxi

Volume

Faxi - 01.03.1989, Page 18

Faxi - 01.03.1989, Page 18
SKÓLINN. Bamaskólirm I Kefiavík 1897—1911. Húsið stendur enn og er niirner 3 vid íshússtlg. fjarlægð út í Garð. í þriðja lagi þá var ekki um skólaskyldu að ræða fyrr en eftir 1907. Og í síðasta lagi þá hefur mjög fljótlega, eftir að skól- inn í Garði var stofnaður, komið vís- ir að skólahaldi í Keflavík. Það er ekki undarlegt þótt böm efnameira fólks hafi ekki verið í skólanum, því það hefur ráðið til sín heimiliskennara. Árið 1874 er álitið að eitthvert skólahald hafi bytjað í Njarðvík en stöðugtskólahald ekki fyiTen 1884. Skólahaldið fyrstu 10 árin var í Innri-Njarðvík en þar mun hafa ver- ið meiri byggð en í Ytri-Njarðvík. Um tengsl þessa skóla við Keflavfk er ekkert vitað en það er ólíklegt að krakkar úr Keflavík hafi sótt þenn- an skóla m.a. vegna þess að frá gömlu byggðinni í Keflavík er dá- góður spotti til Innri-Njarðvíkur. Hvenær skólahald í Hvalsnessókn hefst verður ekki sannreynt, en í bréfi dagsettu 12. ágúst 1885, sækir séra Sigurður B. Sívertsen um 100 kr. styrk fyrir skólaárið 1885—86, fyrir skóla í Keflavík, Leira og Hvalsnessókn. í bréfinu kemur fram að í Hvalsnessókn hefur verið kennt 1884-85. í öðra bréfi dag- settu 20. febrúar 1886 segir Sigurð- ur að í Hvalsnessókn hafi skólinn haldið áfram veturinn 1885-86 þrátt fyrir að þeir fengu ekki 200 kr. sfyrkinn. Á Þjóðskjalasafninu era til dag- bækur ftá skólunum í Hvalsnes- sókn. Það var kennt að minnsta kosti á tveimur stöðum í sókninni, og bækumar heita Miðnessskóla- bók 1889-90 og 1893-95, Suður- nessskólabók 1903-04 og Norður- nessskólabók 1903—05. Athugun á nemendum í þessum skólabókum leiddi í ljós að þar vora ekki nemendur úr Keflavík. Eitthvert skólahald hefst í Leira í Útskálasókn (sem er á milli Garðs og Keflavíkur) um svipað leyti og í Keflavík. Þó hefst það eitthvað seinna, en í Keflavík, eins og kemur fram í ritgerðinni síðar. Það er næsta öraggt að Keflvíking- ar hafa ekki sótt skóla þar. Skóla- hald þar fór fram í einkahúsum og hefur eflaust aðeins verið fyrir þau böm sem vora í Leira. Auk þess virðist ætíð hafa verið skólahald í Keflavik þegar það var í Leiranni. Þegar sótt var um styrk úr lands- sjóði til skólamála í Útskálasókn ár- in 1872-1891 fékk Gerðaskóli alla upphæðina til ráðstöfunar. í skjala- saftii Landshöfðingja era til reikn- ingar Gerðaskóla og þar kemur í ljós 1884-85 að Gerðaskóli leggur til kennslumála í Leira og Keflavík 90 kr. Allt til 7. júní 1891 er skólinn í Keflavík útibú frá Gerðarskóla. Sóknamefnd Útskála samþykkti ályktun 7. júní 1891 þess efnis að bamaskólamir á Útskálum og í Keflavík yrðu reknir sem tveir að- skildir skólar, hvor með sínu sér- staka fjárhaldi. Skólinn í Leiru var útibú frá Gerðaskóla fram á 20. öldina. Skólahald í Keflavík Að leita uppi skýrslur frá bama- skóla Keflavíkur, á áranum um og fyrir síðustu aldamót, er ekkert áhlaupaverk. Það er tímafrekt að leita að þeim og krefst mikillar þol- inmæði. En vegna óvæntrar aðstoð- ar Ólafs Þ. Kristjánssonar tókst að finna 14 skýrslur, frá ,,upphafi“ skólans og til 1904. Þessar skýrslur erafrááranum 1887-88,1889—90, 1890-91, 1891-92, 1892-93, 1893-94, 1894-95, 1895-96, 1896-97, 1897-98, 1900-01, 1901-02, 1902-03 og 1903-04. Eflaust era til fleiri skýrslur í Skjalasafni Landshöfðingja á Þjóð- skjalasafninu, en leit að þeim verð- ur að bíða betri tíma. í skýrslum þessum era ýmsar markverðar upplýsingar, t.d. varð- andi kennslugreinar, kennslulengd á dag, stundafjölda í hverri grein á viku, bókakost, kennsluáhöld, Qölda bama og aldur þeirra, hven- ær próf vora haldin, einkunnir bamanna, húsnæði og kennara, auk þess sem reikningar skólans fyrir skólaárið á undan fylgja yfir- leitt. Reikningar era til fyrir skóla- árin 1890-91, 1891-92, 1892-93, 1893-94, 1894-95, 1895-96, 1896-97, 1899-1900, 1900-01 og 1901—02. Ætlunin er að gera þessu nokkur skil hér á eftir. Hins vegar verður sleppt að minnast á atriði eins og hveijir hafi verið prófdómar- ar og annað slíkt. SKÓLAR Á SUÐUR- NESJUM * Oreglulegt skólahald Fyrsta heimildin um skólahald í Keflavík, er frá 10. júlí 1877. Þá tal- ar séra Stefán á Kálfatjöm um skólatíma og segir: ,,í Gerðaskóla var hann 6 mán- uðir, í skóla í Keflavík 4 mánuð- ir, í skóla í Njarðvíkum (fyrir 14 eða 15 böm) aðeins 3 mánuðir". Samkvæmt þessu, þá hefur verið kennt í Keflavík veturinn 1876—77. Um skólahúsnæðið, kennslutæki, fjölda bama í skólanum, náms- greinar, kennara og annað í þeim dúr, hafa engar heimildir fundist. Það er svo ekki fyrr en veturinn 1884-85, að skólahald virðist hafa komist á aftur. Þetta kemur fram í bréfi frá 12. ágúst 1885, sem séra Sigurður B. Sívertsen á Útskálum skrifar til Landshöfðingjans yfir ís- landi. Bréf þetta var sent inn með skýrslu um skólahald á Útskálum. Þar segir: ,,Jeg vil eigi undanfella að geta þess, að eg, eins og af reikningn- um sjest, hefi leyft mjer að ávísa borgun af tekjum bamaskólans í Gerðum alls 180 kr. til bama- skóla þeirra, sem hrepps og sóknanefndum þótti brýn nauð- syn til bera að stofna á næstliðnu hausti í Keflavík, Leira og Hvalsnessókn, í kennzlustyrk handa fátækustu bömum, sem vegna vegalengdar og fátæktar var ómögulegt að njóta uppfræð- ingar í þamaskólanum í Gerð- um.“ Af þessum 180 kr. fóra 90 kr. til bamaskólanna í Leira og Keflavík. í bréfi þessu talar séra Sigurður um, að nefndir skólar hafi gefið góða raun og að fyrirhugað sé að halda þeim áfram næsta vetur. Það sé hins vegar einn agnúi þar á, en það er kostnaðurinn við skólahald- ið. Það þurfi að leigja herbergi handa skólunum og fá til þeirra kennara. Með þetta í huga, þá sækir séra Sigurður síðan um viðbótar styrkveitingu, kr. 200, til handa þessum skólum. 20. feb. 1886 talar séra Sigurður enn um fyrmefnda skóla og segir, að mikill áhugi sé kominn bæði í Keflavík og Hvalsnessókn, að stofna þar skóla. í bréfinu kemur fram að fyrmefndri umsókn um styrkveitingu til handa þessum skólum var ekki sinnt. Hvalsnes- sóknarmenn héldu þó áfram skóla- haldi veturinn 1885-86 í þeirri von 94 FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.