Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.03.1989, Qupperneq 19

Faxi - 01.03.1989, Qupperneq 19
SKÓLAR Á SUÐUR- NESJUM aö þeir fengju styrkinn. Hins vegar varð ekkert úr áframhaldandi skólahaldi í Keflavík um sinn. I umsögn stiptsyfirvalda 3. mars 1886, varðandi umsóknir um styrki úr landssjóði til handa bamaskól- um í landinu skólaárið 1885-86, segir svo varðandi bamaskólana í Rosmhvalaneshre ppi: .... og að bamaskólanum á Gerðum í Rosmhvalaneshreppi verði veittur sami styrkur, en við getum ekki mælt fram með neinni styrkveitingu til skóla þeirra, sem getið er um í bónar- bréfinu frá Rosmhvalaneshreppi að stofriaðir sjeu í Hvalsnessókn og í Keflavík og Leiru, með því að skólar þessir ekki að okkar vitund eiga skólahús nje skóla- jörð og engin skýrsla er heldur komin um fyrirkomulag þeirra og starfsemi“. A þessu er ljóst, að miklar hrær- ingar hafa verið í skólamálum á Suðumesjum á þessum árum, og menn stórhuga hvað varðar stofnun bamaskóla. Heimildir um þetta liggja hins vegar ekki á lausu. Það virðist þó nokkuð ljóst, að vetuma 1885-86 og 1886-87, hafi skóla- hald í Keflavík legið niðri. Veturinn 1887-88 er svo í Kefla- vík 6 mánaða skóli, frá 6. okt. til marsloka. Til er skýrsla frá skól- anum þetta árið, sú fyrsta sem vitað er um, og er hún gerð eftir vitnis- burðarbók skólans. Hins vegar hef- ur ekki tekist að hafa uppi á vitnis- burðarbókinni. I skýrslunni kemur fram, að 14 böm hafa sótt skólann fram að ára- mótum, en 13 eftir áramót. Nöfn bamanna em öll tilgreind og em þau á aldrinum frá 7 ára, það yngsta, og upp í 13 ára, það elsta. Við lok októbermánaðar var þeim svo skipt í tvær deildir, efri og neðri deild, og virðist bæði aldur og þroski bamanna hafa ráðið skipt- ingunni. I efri deild vom eftirfarandi grein- ar kenndar: kver, biblíusögur, lest- ur, réttritun, skrift, reikningur, landafræði og danska. Og í neðri deild var kennt kver (öllum nema einum), biblíusögur, lestur, skrift og reikningur. Ekki er þess getið í skýrslunni hvaða bækur vom not- aðar við kennsluna. í hvorri deild fyrir sig var kennt í 5 stundir á dag. Þama vom einnig haldin próf með nokkuð hefðbundnu formi, að því- er virðist, bæði rétt fyrir jól og svo í lok skólaársins. Einkunnir bam- anna dreifðust á bilinu frá 3,25 og upp í 5,28. Kennari við skólann, þennan vetur var Magnús Bjamar- son guðfræðikandidat frá presta- skólanum í Reykjavík. Þennan vet- ur var skólinn starfræktur í leigu- herbergi í Hótelinu, og í sama her- bergi vom einnig haldnir fundir hjá stúkunni Voninni. Hvað varðar veturinn 1888—89, þá verður ekkert fullyrt um það, hvort skólahald hafi verið í Keflavík eða ekki. í Tímariti um uppeldi og menntamál er á þessum ámm birt yfirlit yfir skýrslur frá bamaskól- unum sem sendar hafa verið inn til stiptsyfirvalda. Ekkert er minnst á Keflavík þennan vetur, auk þess sem sagt er að komnar séu inn þær skýrslur sem vænta megi að fáist fyrir þennan vetur. Magnús Bjam- arson er þá einnig farinn frá Kefla- vík, en honum var 5. maí 1888 veitt- ur Hjaltastaður. Hins vegar ber að líta á það, að veturinn 1887-88 er skóli starfræktur í leiguherbergi, þar sem stúkan heldur einnig fundi sína, og hefur fengið lánað þangað borð og stóla. Veturinn 1888—89 er stúkan enn með fundi þama, og ekki er ólíklegt að skóli hafi verið þar starfræktur einnig, þó svo að skýrslan hafi ekki verið send inn til stiptsyfirvalda. Húsakostur skólans fram til 1904 Hvar skólinn var til húsa vetuma 1876-77 og 1884-85, fæst ekki vitneskja um. Veturinn 1887-88 var kennt í Hótelinu, eða Ólafshúsi (var staðsett ca. á horni Hafnargötu og Aðalgötu), sem Oddbjörg S. Magnúsdóttir átti. Hún var ekkja og leigði eina stofu undir bamaskól- ann. í sömu stofu vom einnig haldnir fundir hjá stúkunni Von- inni. í fundargerðarbók hennar seg- ir, að 48. fundur hafi verið haldinn í bamaskólastofunni í Keflavík, 30. okt. 1887, og lætur einn fundar- manna í ljós óánægju með fundar- staðinn. Bamaskólanefnd Rosm- hvalanesshrepps hafði veitt þeim leyfi til að halda þar fundi. Einnig kemur fram, að áður hafi verið haldnir fundir í Skothúsinu, en eigandi þess hafi lánað borð og stóla til bamaskólastofunnar, svo ekki var lengur hægt að halda fundina. Á 38. fundi Vonarinnar er rætt um húsbyggingar stúkunnar og bent á það, að ódýrt verði að byggja það í Keflavík, þar sem möguleiki sé á að byggja það í tengslum við bama- skóla í plássinu. Það verður ekkert úr samstarfi þama á milli, því að á 129. firndi 8. sept. 1889, er sam- þykkt að láta bamaskólann borga 6 kr. á mánuði í leigu. Þama er stúk- an komin í nýtt hús og hefur skólinn fengið þar inni. í G.T.-húsinu er skólinn svo starfræktur þar til hann, 1897 um haustið, flutti í eigið húsnæði. Til em þijár lýsingar á þessu G.T.- húsi og fylgja þær hér á eftir: , .Skólinn á enn ekkert húsnæði, en handa honum var leigt Good- 'Ibmplarahúsið í Keflavfk; það er í alla staði ágætt húsnæði, víst hið besta, sem notað hefur verið til kennslu á Suðumesjum. Borð og bekkir var ekki hentugt. Áhöld átti skólinn engin, en kennarinn átti eitthvað af landa- bijefitm og hnött, sem mátti styðjast við við kennsluna.“ í skýrslunni um skólahaldið fyrir veturinn 1890-91 segir svo: „Herbergi þetta sem leigt er handa skólanum er bjart, rúm- gott og súglaust með góðum ofni var því ávallt nægur hiti.“ í skýrslunni fyrir skólaárið 1893-94 er svo enn minnst á skóla- húsnæðið: „Skólahúsið er Good 'Ibmplarahúsið við Keflavík; er það 10X12 ál. að utanmáli og 4% al. undir lopt, skólastofan er 3080 kúb. fet með góðri birtu og ofni og for- stofu utar af.“ Haustið 1897 flytur skólinn svo í eigið húsnæði að Ishússtíg3. Stend- ur það hús enn þann dag í dag og er búið í því, efdr því sem best verður vitað. Flutt var inn í þetta hús ný- byggt árið 1895. Magnús Zakarías- bókhaldari hjá Duusverslun, lét byggja það og þótti húsið á sínum tíma stórt og glæsilegt. 31. maí 1897 lést Magnús, og seldi Kristín, ekkja hans þá hreppnum húsið. Samvinnubanki r Islands hf. Hafnargötu 59, Keflavík Viö höfum nýlega flutt okkur um set og erum nú í nýju og gódu húsnœdi ásamt hinu glœsilega Flughóteli. Lítid viö hjá okkur og reyniö viöskiptin FAXI 95

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.