Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.03.1989, Qupperneq 21

Faxi - 01.03.1989, Qupperneq 21
hverrar greinar, er heldur ekkert sagt, en sennilegt verður að telja, að mestum tíma hafi verið varið í kristinfræði (kver + biblíusögur), lestur, skrift og reikning. !4 tími á degi hveijum féll niður þennan vet- ur vegna þess að foreldrar bamanna heimtuðu, að þau kæmu í mat kl. 12. Dróst þetta frá kennslunni í landafræði og náttúrufræði. í skýrslunni frá 1890-91 er getið um fjölda kennslustunda í hverri grein á viku, en ekkert minnst á deildaskiptingu. Ti'mafjöldinn var eftirfarandi: Kver 3, biblíusögur 3, lestur 4, réttritun 3, skrift 5, landafræði 4, reikningur 6, náttúrusaga 2, danska 3. Alls voru þetta 33 stundir. bað er greinilegt af þessari töflu, að megináhersla hefur verið lögð á þær greinar, sem minnst var hér á að framan, og heyrðu undir fræðsluskyldu þess tíma. Þessar greinar eru kristinffæði, lestur (til- skipanir þær, sem minnst var á í 1. kafla ritgerðarinnar), skrift og reikningur (fræðslulög frá 1880). Kennt var 33 tíma á viku, sennilega 6 daga vikunnar og ffá 10—15.15. Hlé var gert á kennslunni í 5 mín. milli tíma, nema í hádeginu, þá voru ffímínútur í 15 mín. 1891- 92 er ekki tekið ffam hve miklum tíma var varið í hveija grein. Sami kennarinn er og árið áð- ur og því ekki ólíklegt að fyrir- komulagið hafi verið svipað. 1892- 93 er enn sami kennarinn og þá hefur einn tími verið tekinn af skriftarkennslunni, en að öðru leyti er sttmdataflan sú sama. Kennari þessi þijú fyrmefndu ár er Pétur Guðmundsson. Hann talar aldrei um að skipt sé í deildir, en getur þess hins vegar, að bömin séu mismunandi á veg komin í einstök- um greinum og einnig að sum hafi ekki tekið þátt í öllum greinum. 1893- 94 er í fyrsta skipti getið um tímafjölda í efri og neðri deild: Námsgrein Efri deild ______________tímar á vikutímar á viku Kver 3 3 Biblíusögur 3 3 Sálmar 1 1 (ekki til prófs) Lestur 3 6 íslenska 3 2 Skrift 3 6 Reikningur 6 6 Náttúrusaga 3 3 Landaffæði 3 Danska 2 Samtals 30 30 Árið eftir (1894-95) var taflan svipuð, nema hvað sálmum var sleppt og einum tíma bætt við dönskuna hjá eldri bömunum. Hjá yngri deildinni varð sú breyting á, að náttúrusögu var sleppt og einum tíma bætt við íslenskuna. Þannig varð tímafjöldinn hjá effi deildinni áffam 30 stundir, en 27 hjá þeirri yngri. Um stundafjölda skólaárin 1895—96 og 1896—97, erekkert get- ið. Það er þó ljóst af skýrslunum, að hann hefur verið svipaður og árin á undan. Sama er að segja um vægi á milli greina. Árið 1897—98 hefur breyst aðeins, sérstaklega í neðri deild og lítur þetta þannig út: Keflavík séð ftá suðri upp úr síð- ustu aldamótum. Húsið fremst til vinstri, með 5 gluggum á hlið, er Góðtemplarahúsið (síðar almennt nefnt Draugurinn). Þar stendur nú verslunar- og skrifstofuhúsið að Hafhargötu 32. Gegnt þvi er Edin- borgarhúsið, sem eyðilagðist í eldi 20. des. 1960. Aftan við það er hús Þórðar Thoroddsen, lœknis. Það hús lét Eyjólfur Ásberg rífa fyrir 1930ogbyggja á sama stað hús það scm nií er Hafnargata 26. Húsið fremst til hœgri ef að stofni til sama húsið og nú erAusturgata 6. Drjúg- an spö' aftan við það eru 4 hús f röð. Fremst þeirra er hús Helga Eiríkssonar, bakara, það brann til kaldra kola 22.janúar 1908. Þá er Hafnargata 18, sem hýsir nú Raf- bœ sf. og síðan ,,Hótelið“ en það brann 14. apríl 1912. Vestast þess- ara jjögurra húsa var fyrrum nefnt Asissdentahús. Það vék fyrir bíla- stœði SBK og var flutt á Kirkjuveg 52. Fjœr til hœgri má svo greina Norðfjörðshús (sfðar U.M.F.K.- húsið), Svarta-pakkhúsið, Mið- pakkhúsið, verslunarhús Fischers, Gömlu-búðina og Bryggjuhúsið. Eins og fram kemur ígreininni var barnaskólinn til húsa í ,,Hótelinu“ og Góðtemplarahúsinu áður en hann eignaðist eigin húsnœði árið 1897. Ljósmyndin erfengin að láni í Byggðasafni Suðurnesja. Ljósm.: Stefán M. Bergmann. Námsgreinar Efri deild stundir Neðri deild stundir Kver 3 3 Biblíusögur 3 3 Lestur 3 6 Skrift 3 6 Reikningur 6 9 Réttritim 3 Náttúrusaga 3 Landaffæði 2 Danska 3 Bindindisffæði 1 Samtals 30 27 Helsta breytingin er sú, að í neðri deild em eingöngu kenndar þær greinar, sem heyra undir fræðslu- skuldu þessa tíma, og þar hefur kennslustundum verið fækkað úr 30 í 27. Aðrar breytingar em þær að byijað er að kenna bindindisffæði, sálmamir em fallnir út af stunda- skrá og smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á vægi greinanna (landaffæði og danska). Skýrslur um skólahaldið vantar ffá 1898-1900. En skólaárið Framhald á bls. 110. FAXI 97

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.