Faxi

Årgang

Faxi - 01.03.1989, Side 26

Faxi - 01.03.1989, Side 26
Stórkosdegur árangur körfuknatt- leiksfólks jon rsr. og /\xel Nikulússon fagna langþrúðum sigri. Þeir hafa báðir beðið hans ( um tfu ár. Máltœkið góða — þolinmæðin þrautir vinnur allar — sannar sig einn ganginn enn. Keppnistímabilið 1988—1989 verður örugglega lengi í minn- um kaft hjá unnendum körfuknattleiks á Suðurnesjum. Enda þótt árið á undan hafi veriðgott, þá slœr þetta keppnistímabil allt annað út. Þá urðu NJarðvíkingar bikarmeistarar og ÍBK stúlkumar unnu bœði Islandsmót og bikarinn. Þá unnust fjöldinn allur af titlum í yngri flokkum pilta og stúlkna. En lítum nú aðeins nánar á árangurinn í ár. Reynir í úrvalsdeild í vetur hafa lið ffá Suðumesjum verið í toppbaráttunni í ðllum flokk- um. Við skulum byija á því að líta á fyrstu deildina. Lið Sandgerðinga sigldi lygnan sjó lengi vel framan af. Aðaldriffjöður liðsins er Sveinn Gíslason og auk hans eru í liðinu nokkrir ungir Sandgerðingar. Þá höfðu þeir fengið til liðs við sig ágæta leikmenn úr nágrannabyggð- unum. Fyrstan skal nefna Jónas Jóhannsson, miðheijann fraekna úr UMFN. Hann bæði lék með liðinu og þjálfáði það. Jón Guðbrandsson og Jón Benediktsson úr ÍBK og Ell- ert Magnússon úr UMFN léku einn- ig með liðinu. Þegar líða tók á vet- urinn vann Reynir hvem sigurinn á fætur öðmm og stóð að lokum uppi sem sigurvegari. Með sigri sínum ávann liðið sér sæti í Úrvalsdeild á næsta keppnistímabili og verður þar með fjórða liðið af Suðumesjum sem þar leikur. Bætist þá enn einn góður heimavöllur við í körfuna, því bestu leikimir hafa verið heimaleik- ir Suðumesjaliðanna. Kvennalið ÍBK í sérflokki ÍBK stúlkumar endurtóku sama leikinn og urðu bæði íslands- og bikarmeistarar í meistaraflokki. Þær vom með yfirburðalið og unnu íslandsmótið með miklum ágætum. í bikarúrslitunum lenti liðið í nokkrum ógöngum gegn ágætu liði IR. Við skulum aðeins líta nánar á þann leik. Hann fór ffam í Laugar- dalshöllinni í Reykjavík fimmtu- daginn 30^ mars s.l. Nokkra fyrir leikinn hafði Anna María Sveins- dóttir, snúið sig nokkuð illa og gekk því varla heil til skógar. Hún hóf þó leikinn með félögum sínum. Þegar sex mínútur vom liðnar af leiknum féll Anna í gólfið eftir baráttu undir körfu ÍR og var hún studd af leik- velli og kom ekki aftur inná fyrr en um miðjan síðari hálfleik. Þremur mínútum síðar lenti Björg Haf- steinsdóttir í samstuði við eina ÍR- stúlkuna og var hún borin af leikvelli. Nú vom góð ráð dýr. TVær bestu stúlkumar famar af vellinum og andstæðingamir í miklum ham. En þá kom í ljós styrkur liðsheild- arinnar. Þær stúlkur sem nú urðu að bera hita og þunga leiksins vom þær Kristín Blöndal, Marta Guð- mundsdóttir, Bylgja Sverrisdóttir, Maigrét Sturlaugsdóttir, Eva Sveinsdóttir og Svandís Gylfadóttir. Segja má að þær hafi tvíeflst við mótlætið. Sérstaklega átti Marta góðan leik. Hér lék hún sennilega sinn besta leik ffam til þessa. Hún skoraði í allt 29 stig, var geysiömgg í vítaköstum, tók fjölda frákasta og barðist eins og ljón í vöminni. Margrét átti einnig ffábæran leik. Skoraði hún þriggja stiga körfur á þýðingarmiklum augnablikum og var einna hörðust í vamarleiknum. Kristín stóð sig mjög vel í hinu erf- iða hlutverki leikstjómanda. Eftir miðjan síðari hálfleik komu þær Anna María og Bjöig aftur í leikinn, Björg var þó varla nema á annarri löppinni. Þær sýndu á síð- ustu mínútum leiksins, hversu ffá- bærar þær em. Bjöig sendi hveija stoðsendinguna á eftir annarri til Önnu inn á miðjuna og Anna skor- aði eða fékk vítaköst. Það ríkti mikil ánægja hjá liðinu og fjölmennum hópi stuðningsmanna, þegar loka- flautan gall við og ÍBK stóð uppi sem sigurvegari. Lokatölur leiksins urðu 78 stig gegn 69. Anna María var síðan kjörin besti leikmaður ís- landsmótsins. Njarðvík varði bikarmeistaratitilinn Þegar besti maður UMFN undan- farin ár, Valur Ingimundarson, gekk til liðs við Tindastól í haust, þá vom margir sem spáðu UMFN mis- jöfnu gengi. Ekki rættust þessar spár, því Njarðvík vann sinn riðil í úrvalsdeildinni með miklum yfir- burðum. Samt fór það svo, að í sjálfri úrslitakeppninni fataðist þeim flugið og þeir töpuðu fyrir KR og misstu af lestinni annað árið í röð. Þeir léku aftur á móti til úrslita í bikamum og þar unnu þeir ÍR í framlengdum leik með 78 stigum gegn 77. Að loknum mótum vetrar- ins var Tfeitur Örlygsson kjörinn leikmaður ársins og var hann vel að þeim titli kominn, því hann er frá- bær körfuknattleiksmaður og hefur allar hliðar leiksins á sínu valdi. Verður gaman að fylgjast með hon- um í ffamtíðinni. En UMFN vann einnig til annarra titla á íslandsmótinu. Fyrir nokkr- um ámm var tekin upp keppni í svonefndri Lávarðadeild. Þar leika menn sem em orðnir 30 ára og Sigurður Hjörleifsson, landsliðsþjálfari kvenna, afhendir Kristínu Blöndal sigurlaunin ( 2. flokki. Silfurliðið frú Njarðvík klappar sigurvegurunum lof ( lófa. 102 FAXI eldri. Þessa deild vann UMFN með nokkrum yfirburðum. Þama má sjá marga þá leikmenn sem hafa gert garðinn frægan með liði UMFN á árum áður. Ég nefni Gunnar Þor- varðarson, Þorstein Bjamason og Stefán Bjarkason. Þá vann UMFN einnig íslandsmótið í 1. fl. karla og 6. flokki pilta. UMFN átti síðan nokkra flokka í bikarúrslitum yngri flokkanna. Úr fyrsla úrslitaleiknum við KR. ívar Webster, besti leikmaður KR-inga ber höfuð og herðar yfir andstœðinga sína (orðsins fyllstu merkingu. Sigurður Ingimundar- son má sín hér lítils. Áhorfendur létu sig ekki vanta og áttu stóran þátt (sigri IBK. Grindvíkingar í stórsókn Mikill uppgangur hefur verið í körfunni í Grindavík á síðustu ár- um. Meistaraflokkur karla stóð sig vel og munaði ekki nema hárs- breidd að liðið kæmist í úrslita- keppni úrvalsdeildar. í liðinu em nokkrir leikmenn sem hafa sýnt miklar framfarir í vetur og hafa Guðmundur Bragason og Jón Páll Haraldsson verið valdir í landsliðið sem leikur á Polar Cup. Guðmund- ur er sennilega sterkasti miðherji landsins um þessar mundir. Yngri flokkar UMFG hafa og náð mjög góðum árangri í vetur og tveir flokkar urðu íslandsmeistarar, þ.e. í Minni-bolta y. fl. og í 9. fl. pilta. ÍBK loks íslandsmeistarar í meistarflokki karla IBK lék mjög vel í úrvalsdeildinni í vetur og sigraði í sínum riðli. I úr- slitakeppninni lék liðið fyrst gegn Val og sló þá út í tveimur leikjum. Úrslitaleikimir vom gegn KR og verða þeir eflaust lengi í minnum hafðir. KR hafði þá nokkmm dög- um áður slegið UMFN úr úrslitun- um og vom í mjög góðu formi. Léku þeir mjög stífa pressuvöm sem kom Kefivíkingar fagna íslandsmeistaratitlinum. Frá vinstri eru þeir Egill Viðarsson, Magnús tíuðfinnsson, Jón Kr. G(slason, Alhert Óskarsson og Einar Einarsson. Jón hampar bikamum góða. Bikarmeistamr ÍBK í 2. flokki kvenna — ekki hin klassíska uppstilling héma. Frá vinstri Ástrún Viðarsdóttir, Karen Sœvars- dóttir, Sunneva Sigurðardóttir, EKnborg Herbertsdóttir, Eva Sveinsdóttir, Hilma Hólm, Kristín Blöndal, Jana Gudmundsdóttir og Svanbjörg Jónsdóttir. andstæðingum þeirra ævinlega í mikinn vanda. Fyrsti leikurinn var leikinn í Keflavík og vann ÍBK í jöfn- um og spennandi leik með 77 stig- um gegn 74. Annar leikurinn var leikinn fyrir troðfullu húsi í íþrótta- húsi Hagaskólans í Reykjavík. Meirihluti áhorfenda vom Suður- nesjabúar og komust færri að en vildu. Þetta varð mikill baráttuleik- ur sem KR vann. Það þurfti því þriðja leikinn og fór hann fram í Keflavík. Mikill áhugi var fyrir þessum leik og vom um 1400 áhorf- endur í húsinu. Hefur þar aldrei áður verið svo mikill fjöldi á leik, enda var stemmningin í húsinu geysigóð. Ríkissjónvarpið var með beina út- sendingu frá leiknum og var mikið horft á hana um allt land. Þessi leikur var mjög skemmtileg- ur og spennandi. ÍBK lék afburða- vel í fyrri hálfleik og leiddi með 15 stigum í leikhléi — 45-30. KR liðið barðist mjög vel og um miðbik seinni hálfleiks var munurinn orð- inn aðeins eitt stig - 65-64. Var þá farið að fara um stuðningsmenn ÍBK, því á þessu tímabili skomðu leikmenn KR hveija 3ja stiga körf- una á fætur annarri. En okkar menn stóðust prófið að þessu sinni. Þeir sigu aftur ffam úr og unnu leikinn við mikinn fognuð áhorfenda með 89 stigum gegn 72. Mesti styrkur ÍBK felst í mikilli breidd. í sérhvert skipti sem nýjum leikmanni var skipt inná, þá fyllti hann fyllilega skarð þess sem út af fór. Þjálfari liðsins. Jón Kr. Gíslason, átti snilld- arleik og hinn ungi Nökkvi Jónsson einnig. Yngra fólkið hefur ekki verið eft- irbátar þeirra eldri. í allt er keppt um 23 titla hjá KKÍ og um 80% af öllum titlum vetrarins hafnaði á Suðumesjum, þar af 12 hjá ÍBK, 2 í Grindavík, 4 í Njarðvík og einn í Sandgerði. Nokkuð gott, ekki satt. HH. FAXI 103

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.