Faxi - 01.03.1989, Side 29
borðinu í lúkarnum. En í horninu út
við þilið við lestina var vaskur og
svört maskína. Það suðaði í svartri
olíufíringunni og á hellunni var stór
pottur með sjóðandi heitu vatni í.
En við hliðina var kaffikannan og
beið þess að hellt væri upp á. Uppi
yfir héngu viskustykkin og bærðust
aðeins í hitanum er steig upp af
svörtum hellunum. En undir, í eld-
hólfinu, logaði eldurinn með svæf-
andi búmbi og hvæsi. Það var ylur
frá svona maskínu. Innan skamms
fyllti ilmandi kaffilykt lúkarinn og
blandaðist saman við lykt af salti,
rökum fötum og mat, sem þarna var
geymdur. Ekki sakaði að fá ögn af
kaffi út í eina af hinum þykku könn-
um, ásamt dósamjólk að mestum
hluta. Þetta var reglulegt sjóara-
kaffi. Á miðju borði var bakki með
kexi, vínarbrauði og smurðu rúg-
brauði með kæfu. Kexið var vel þeg-
ið, bleytt í kaffinu. En ungum manni
var ekki nóg að sitja í lúkarnum.
Hann vildi sjá meira af innri leyndar-
dómum þessa báts, ekki síst stýris-
húsið. Og honum héldu engin
bönd. Og eftir dálítið suð var haldið
aftur í bátinn og hann skoðaður.
Fáir voru betri heim að sækja í
lúkarinn, en skipstjórinn, Guð-
mundur Kr. Hann var síbrosandi og
glaðlegt viðmót hans er enn geymt
í barnsminni annálshöfundar. Trú-
lega hefur þetta góða skap bætt
andann um borð. Faðir hans, Guð-
mundur Kr. er fórst meö Geir 1946,
þótti stundum harður í horn að taka,
en gat þó slegið á létta strengi. Sjó-
mennskavarönnuráárunum 1920
til 1930, en þrjátíu árum síðar, þeg-
ar tímar kraftblakkar, radars, gúmí-
báts og jafnvel lórantækja voru
runnir upp. En eðli sjómennskunnar
var hið sama: Vinna og aftur vinna.
En ungur drengur, sem kom í heim-
sókn i lúkar, til að fá kaffi og kex,
hann skynjaði það ekki — ekki
strax. Þess í stað var nóg að hlusta
á sögur sjómannanna og fylgjast
næstum daglega með bátum og
skipum I höfninni. Þær sögur og
þær bryggjuferðir eru kveikjan að
þessum annál.
Mbl. 8. aprfl 1971: „Fjórir bjargast —
þriggja saknað“.
'I'íminn s.d.: , .Iiátur sökk, þriggja
skipvcrja saknað“.
bjóðviljinn s.d.: ,,Vélbáturinn Andri
KE fórst í netaróðri út af Garðskaga44.
1 þessari frétt segir, að Andri hafi orð-
ið fyrir áfalli við landtöku í Grinda-
vík haustið 1970, sennilega án mik-
illa skcmmda.
Tíminn 14. aprfl: ,,Andraslysið“.
ÞjóðvÍljinn s.d.: ,,Alda reið yfir
Andra svo bátnum hvolfdi*4.
Mbl. s.d.: ,,Þrír menn fórust með
Andra KE 5“.
Framhald í næsta blaði
i
Andri KE5 38 tonn smfdadur á Fásknldsfirdi.
Ingvar Agnarsson
Snæfellsjökull
Bak við sævar
breidu voga
sefur sólin bjarta.
Rodna fjöll
og rósagliti
sveipast bjartar brúnir.
Sýnist sofa
sindurbjartur,
jöfur allra jökla.
Glitrar sólin
geislarúnum
tind hinn fagurfáda.
Heillaður
ég horfi þögull
á þá miklu mynd.
ír sem straumar
orkuþrungnir
magni sál og sinni.
Snœfcllsjökull um kvö/d, sédur frú Garöskagci.
FAXI 105